Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2020, Side 12

Náttúrufræðingurinn - 2020, Side 12
Náttúrufræðingurinn 12 ÖXARÁ Á SÍÐARI ÖLDUM Allar ár taka breytingum í aldanna rás, sumar breytast mikið frá kynslóð til kynslóðar en aðrar eru tiltölulega stöðugar. Öxará fyllir fyrri hópinn. Breytingar hennar eru bæði af náttúr- unnar og mannanna völdum. Unglegir farvegir í hrauninu milli Brúsastaða og Almannagjár sýna ljóslega að áin hefur jafnan verið dyntótt og hún hefur oft skipt um rás. Mestu breytingarnar hafa líklega orðið árið 1789. Þá urðu miklar jarðhræringar í Árnesþingi. Gliðnunarhrina, sem upphaf átti í Henglinum, virðist hafa gengið yfir Þingvelli samfara miklum sprungu- hreyfingum og landsigi. Hugsanlega hefur kvikuhlaup átt sér stað en eldsum- brota varð ekki vart. Umbrotin hófust 10. júní og fyrstu vikuna var aldrei kyrrt þannig að ekki liðu meira en 10 mínútur milli kippa. Virknin hélt áfram allt sum- arið en dvínaði hægt og hægt. Jörð rifn- aði og gliðnaði um allt að fjóra metra og miklar sprungur opnuðust á Þing- völlum.25 Þar seig land svo vatn flæddi yfir veginn sem lá meðfram vatnsbakk- anum að vestan til Almannagjár. Eftir það var farið að nota Kárastaðastíg sem leið niður á Vellina. Öxará var ekki ósnortin en flæmdist víða um Vellina og land blotnaði mjög í kring um þingbúð- irnar. Þetta varð með öðru til þess að alþingisstaðurinn gamli leið undir lok nokkrum árum síðar. Þær stofnanir sem við tóku voru settar niður í Reykjavík. Hólmar hafa jafnan verið í Öxará milli Neðrafoss og árósanna. Í forn- ritunum er víða minnst á Öxarárhólma en þar fóru fram hólmgöngur áður en þær voru bannaðar með lögum á Íslandi. Á síðari öldum hafa ýmsir hólmar í ánni fengið nöfn, Þorleifshólmi, Jakobs- hólmi, Kagahólmi og Guðlaugshólmi. Allt eru þetta áreyrarhólmar sem taka sífelldum breytingum. Öxarárhólmi sem svo er nefndur í dag og er aðalhólmi árinnar er örugglega ekki sami hólminn og hét því nafni á þjóðveldisöld. Þor- leifshólmi heitir eftir Þorleifi jarlsskáldi frá Brekku í Svarfaðardal, sem veginn var á alþingi einhvern tíma nálægt árinu 1000 og heygður var þar á völlunum. Í dag er hólminn landfastur austan ár samkvæmt landakortum. Í dagbókum Eggerts og Bjarna er getið um þennan hólma og sagt frá því að þar hafi haugur Þorleifs verið en Öxará hafi sópaði honum á brott að mestu.26 DREKKINGARHYLUR Drekkingarhylur er einn þekktasti staðurinn í Öxará. Þar er sagt að karlar hafi iðkað sund um þinghaldið að fornu og konur þvegið þvotta.27 Þetta var fyrir kristnitöku og áður en dauðadómar voru leiddir í lög. Það var ekki fyrr en eftir siðbót Lúthers að tekið var að drekkja konum í hylnum. Eftir það fékk hann sitt núverandi nafn. Ekki er vitað hvað hann kallaðist áður. Á kynningar- spjaldi við hylinn má lesa að 18 konum hafi verið drekkt í hylnum, fyrst 1618 en síðast 1749. Þar eru nöfn kvennanna listuð upp en dauðasök þeirra var oftast tengd óleyfilegum barneignum, kyn- ferðismálum eða galdri. Hylurinn var hátt í 100 m langur og 15 m á breidd. Til er lýsing frá 1772 á aftökuaðferðinni við Drekkingarhyl: „Sökudólgurinn var bundinn í poka sem steypt var yfir höfuð honum og tók niður á miðjan legg. Reipi sem böðullinn hélt í handan hylsins, var bundið um konuna. Eftir að hún hafði staðið þannig um stund var henni kippt í vatnið og haldið niðri með stöng uns hún var dauð.“28 Nú er Drekkingarhylur minni en áður var því grjóti var rutt í hann við vega- og brúargerð á síðari tímum. Árið 1897 var Öxará brúuð þegar vegur var lagður niður í Almannagjá hjá Hak- inu, þar sem þjónustumiðstöðin er nú. Þetta var trébrú og var lögð yfir kletta- haftið þar sem áin féll í stríðum streng úr hylnum. Árið 1911 var gerð ný stein- steypt brú í stað gömlu brúarinnar. Björn Th. Björnsson segir í Þingvalla- bók sinni að við það tækifæri hafi verið sprengt með dínamíti skarð í hraun- haftið undir brúnni þannig að verulega lækkaði í hylnum. Fossinn fagri undir brúnni hafi lækkað að sama skapi og orðið að flúð og svipur hjá sjón frá því sem áður var. Brúna sjálfa kallar Björn 5. mynd. Flóð og vegaskemmdir á Þingvöllum 25. febrúar 2013. – A flood in Öxará damaging the road in Almannagjá on February 25, 2013. Ljósm./Photo: Einar Á.E. Sæmundsen.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.