Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2020, Side 32

Náttúrufræðingurinn - 2020, Side 32
Náttúrufræðingurinn 32 Ritrýnd grein / Peer reviewed -1,5 1,51. PCA-ás / PCA Axis 1 (λ = 0,552) -0,6 1,0 2. P C A -á s / P C A A xi s 2 (λ = 0 ,1 71 ) 2013 -1,0 1,51. PCA-ás / PCA Axis 1 (λ = 0,509) -0,6 1,0 2. P C A -á s / P C A A xi s 2 (λ = 0 ,2 20 ) 2012 maí – grunnt maí – djúpt júlí – grunnt júlí – djúpt ágúst – grunnt ágúst – djúpt október – grunnt október – djúpt 12. mynd. Niðurstöður PCA-hnitunargreiningar á tegundasamsetningu svifdýra í Þingvallavatni árið 2012 og 2013. Sérhvert tákn á myndinni sýnir svifdýrasamfélag á ákveðnum árstíma í grunnu (1, 5 og 10 m) og djúpu (25 og 35 m) vatni. Því lengra sem er á milli tákna á grafinu, því ólíkari er tegundasamsetningin. – Results of PCA-ordination for zooplankton communities in Lake Þingvallavatn 2012 and 2013. Each symbol represents a zooplankton community at a given time of year in shallow (grunnt = 1, 5 and 10 m) or deep water (djúpt = 25 and 35 m). The longer the distance between symbols the more different are the zooplankton communities. síðustu aldar.15,4 Aðrar skýringar koma til greina, svo sem að afrán murtu setji mark sitt á stofna krabbadýra í vatn- inu.29,30,3 Vert er því að gefa þessu gaum næstu árin og huga að hugsanlegum orsökum þessara breytinga með ýtar- legri vöktun. SAMFÉLAGSMÓTANDI ÞÆTTIR OG FRAMTÍÐARHORFUR Niðurstöður svifdýravöktunarinnar 2007–2016 gefa til kynna að árstíða- bundinn vatnshiti hafi mótandi áhrif á samsetningu svifdýrasamfélaganna í Þingvallavatni. Sumar tegundirnar koma fram snemma árs og aðrar eiga sitt hámark síðsumars. Er það í góðu samræmi við fyrri rannsóknir í Þing- vallavatni.11 Jafnframt er ljóst að í júlí og ágúst er samsetning svifdýrasam- félaga önnur í grunnu vatni en djúpu, sem skýrist af mismunandi vatnshita eftir dýpi. Eftir því sem munur á vatns- hita verður meiri, til dæmis ef hitaskil myndast, eykst munur á samfélags- gerðum svifdýra. Þennan mun mætti skýra þannig að í hlýjum árum, þegar efra lag vatnsins nær að hitna mikið, leiti svifdýr á meira dýpi og niður fyrir hitaskilin til að flýja hitann og mögu- legan fæðuskort í kjölfar næringarefna- þurrðar í efra laginu. Lýst hefur verið áhyggjum af því hvaða afleiðingar hækkandi hitastig í kjölfar hnattrænnar hlýnunar, og aukin ákoma niturs sem hlýnuninni fylgir, getur haft á vistkerfi Þingvallavatns.31 Þar sem nitur er takmarkandi næring- arefni fyrir vöxt ljóstillífandi lífvera í Þingvallavatni hefur aukin ákoma niturs að öllum líkindum í för með sér aukna framleiðslu þörunga. Slík fram- leiðsla í efra lagi vatnsins getur gefið því grænleitan blæ sem væri nokkuð annað en hinn rómaði blámi þess nú, en hann er fylgifiskur næringar- efnasnauðs ástands. Með hækkandi hitafari má gera ráð fyrir aukinni tíðni og meiri styrk hitaskila í Þingvallavatni. Hitaskilin liggja á 10–25 m dýpi og skipta vatnsbolnum í tvo hluta. Skilin styrkjast allajafna og færast dýpra þegar líður á sumarið.4 Varmi og nær- ingarefni berast mjög illa á milli þessara tveggja vatnshluta, en einnig má ætla að allt hið kalda vatn sem streymir inn með lindum í Þingvallavatni norðan- verðu leiti undir heitara lagið. Þetta kalda innrennsli ber með sér nær- ingarefni sem þörungar geta nýtt sér. Frumframleiðsla getur átt sér stað í neðra laginu svo fremi ljós berist niður í djúpið, og verður framleiðsla ofan hitaskila þá afar lítil þar sem þörungar éta upp næringarefnin. Tærleiki í efra laginu eykst við þetta þar sem ögnum í vatninu fækkar við minni framleiðslu. Ljós ætti því að eiga greiðari leið niður í neðra lagið en ella, og eykur þar sjón- dýpi og framleiðslu. Þessi sviðsmynd er þó háð því að hitaskil nái að myndast. Þegar það gerist ekki, svo sem í svölum og vinda- sömum árum, má vænta nokkurrar blöndunar og verða næringarefni þá aðgengilegri en ella í efra lagi vatnsins. Þau ár má því vænta meiri framleiðslu svifþörunga í efra lagi vatnsins og þar með meira gruggs. Það dregur síðan úr þeirri birtu sem nær til neðra lags- ins og dregur þá úr frumframleiðslu á dýpra vatni. Niðurstöður vöktunarinnar benda því til þess að vistkerfi Þingvallavatns geti orðið sveiflukenndara með hlýnun og aukinni niturákomu, þar sem frumframleiðni í svifvist vatnsins, og þar með tærleiki þess, stjórnast fyrst og fremst af styrk hitalagskiptingarinnar. Slíkar sveiflur hafa ekki einungis áhrif í svifvistinni heldur einnig á frumfram- leiðslu á botni. Þar er meðal annars að finna gróskumikil belti stórvaxinna kransþörunga sem fóstra mikið líf, svo sem hornsíli sem hafa lagast sérstak- lega að þessu búsvæði.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.