Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2020, Síða 33

Náttúrufræðingurinn - 2020, Síða 33
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 33 -1,5 1,51. PCA-ás / PCA Axis 1 (λ = 0,552) -0,6 1,0 2. P C A -á s / P C A A xi s 2 (λ = 0 ,1 71 ) 2013 -1,0 1,51. PCA-ás / PCA Axis 1 (λ = 0,509) -0,6 1,0 2. P C A -á s / P C A A xi s 2 (λ = 0 ,2 20 ) 2012 maí – grunnt maí – djúpt júlí – grunnt júlí – djúpt ágúst – grunnt ágúst – djúpt október – grunnt október – djúpt 13. mynd. Á leið til fyrstu sýnatöku að vori með margvíslegan búnað. Þar á meðal eru legufæri til að marka fastan sýnatökupunkt á stöð 3. – Approaching sampling station in spring. Ljósm./Photo: Finnur Ingimarsson. LOKAORÐ Niðurstöður vöktunarinnar gefa til kynna að svifdýrasamfélög í Þing- vallavatni séu háð flóknu samspili hita, dýpis og næringarefna. Myndun hitaskila á sumrin stuðlar að því að vatnsmassinn ofan skilanna einangr- ast frá neðri hluta vatnsins. Allajafna klárast þá næringarefnin í efra laginu sem dregur úr framleiðslu þörunga þar. Kemur það meðal annars þannig fram að sjóndýpi mælist meira í vatninu yfir sumarmánuðina en að vori og hausti. Sterkari hitaskil í kjölfar loftslagshlýn- unar gætu því stuðlað að því að halda við hinni tæru og bláu ásýnd vatnsins að sumri, að því tilskildu að auknir vindar komi ekki í veg fyrir að hitaskil nái að myndast. Næringarefni berast fyrst og fremst í Þingvallavatn með hinu mikla magni grunnvatns sem streymir inn um lindirnar í því norðanverðu.5 Einnig er nokkur loftborin ákoma með úrkomu á vatnið, svo og ákoma tengd starfsemi í nálægð við vatnið, svo sem vinnslu jarð- varma, landbúnaði og ferðamennsku.32 Á hlýjum sumrum þegar hitaskil eru til staðar má ætla að kalt og eðlisþungt innstreymið úr lindunum leiti með botni niður í dýpra lag vatnsins og blandist að mjög litlu leyti við efra lagið sem er hlýrra og eðlisléttara. Vatnshitamæl- ingar sýna að oft eru hitaskilin það sterk að allnokkurn vind þarf til að hræra upp í vatninu4 og skilin rofna sjaldan að fullu fyrr en að hausti þegar þau brotna upp vegna kólnunar efri laganna. Rannsóknir á áhrifum hnattrænnar hlýnunar á norðurslóðum eru mjög í deiglunni um þessar mundir og bein- ast meðal annars að því hver áhrifin eru og verða á stöðuvötn á norðlægum breiddargráðum. Í þeim hópi hefur Þingvallavatn sérstöðu vegna landmót- unar, vatnafræðilegrar gerðar og þró- unarfræðilegra undra á borð við bleikju- gerðirnar fjórar. Því er afar mikilvægt að vakta vatnsgæði og vistkerfi vatnsins og á það við um öll búsvæði þess. SUMMARY MONITORING OF ZOOPLANKTON IN LAKE ÞINGVALLAVATN 2007–2017 Monitoring of water quality and zoo- plankton has been conducted in Lake Þingvallavatn since 2007. Here we pres- ent data on the zooplankton commu- nity during a ten-year period. In total 23 groups of zooplankton were identi- fied, 8 taxa of Crustacea and 15 taxa of Rotifera. All taxa have previously been reported in the lake with similar dom- inance of species as in studies from the eighties of the last century, but with notable exceptions. The most dominant taxa are Daphnia galeata, Leptodiapto- mus sp., Cyclops spp., Conochilus unicor- nis, Filinia terminalis, Keratella cochle- aris and Polyarthra sp. Irregular density fluctuations were observed with indica- tions of species shift from earlier times, i.e. of Leptodiaptomus sp. increasing in density at the expense of Cyclops spp. There is also an apparent decline among rotifers, with F. terminals on the increase but Keratella hiemalis, Collotheca muta- bilis and Kellicottia longispina on the decrease. The environmental variables that explained most of the variance in the zooplankton data were water tem- perature, chlorophyll-a concentrations and depth. Concerns have been raised regarding the effects of lake warming, due to global warming, and increase in airborne nitrogen load on the biota and pristine blue colour of Lake Þingvalla- vatn. Results of the monitoring project indicate that the zooplankton commu- nity in Lake Þingvallavatn might fluc- tuate more with enhanced lake warm- ing and thermal stratification. Thermal stratification directly affects the depth of primary production in the pelagic zone during summer and therefore determines whether the lake stays pris- tine blue or not.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.