Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2020, Side 51

Náttúrufræðingurinn - 2020, Side 51
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 51 3. mynd. Þingvallavatn, sýnatökustaðir og búsvæði. Svæðin þar sem hornsílin voru veidd eru merkt með svörtum punkti. Hraunsvæðið í norður- enda vatnsins, grunnur leðjubotn í austurhluta vatnsins og kransþörungasvæðið úti í vatninu. – Lake Þingvallavatn, sampling sites and habitats. The areas where the sticklebacks were caught are marked with a black dot. The lava habitat in the north, the shallow mud habitat in the east and the Nitella habitat out in the lake. AÐFERÐIR VEIÐAR OG AÐBÚNAÐUR HORNSÍLANNA Hornsíli voru veidd í gildrur á þremur stöðum í Þingvallavatni (3. mynd) í lok maí 2006. Áður en tilraunirnar hófust voru hornsílin geymd í 150×40×30 cm fiskabúri úr gleri. Stöðugt rennsli var í fiskabúrin í gegnum endurnýt- ingarkerfi þar sem vatnið var hreinsað, loftað og hitastigi viðhaldið við 12,5°C. Birta í herberginu fylgdi náttúrulegri daglotu. Hornsílunum voru daglega gefnir þurrkaðir röraánar. Tilraunirnar sem lýst er hér að neðan fóru fram frá maílokum fram í júlíbyrjun. FRAMKVÆMD ATFERLISTILRAUNANNA Tilraunir um atferli og hreiðurgerð hænganna og makaval hrygnanna hófust þannig að tveimur hængum var komið fyrir sínum í hvorum enda fiskabúrs (af sömu stærð og geymslubúrin sem lýst er hér að ofan) sem hafði verið skipt með glerveggjum í þrjú hólf. Hvert hólf var 50×40×40 cm og gat vatn flætt á milli hólfa í gegnum lítil göt á glerveggjunum. Í hvoru endahólfi var hreiðurdiskur, 10 cm í þvermál, með sandi, leir og gróðri úr Þingvallavatni, en þessi efni nota horn- sílahængar oftast í hreiðrin sín, og blóma- pottur á hlið sem nýttist hængunum sem skjól (4. mynd). Hrygnum var komið fyrir í miðjuhólfinu daglega en nær- vera hrygna hvetur hængana og flýtir hreiðurgerðinni. Við lok hreiðurgerðar- tímabilsins hjá hornsílahængum tekur við biðlunartímabil. Þá skríða horn- sílahængar í gegnum fullbúin hreiður sín, verða ljósir á lit og byrja að biðla til hrygnanna. Þegar báðir hængarnir í hverju búri sýndu þessa hegðun voru þeir taldir tilbúnir og tilraunir hófust um mökunarhegðun og makaval. Hver makavalstilraun hófst á því að hrygnu, tilbúinni til hrygningar, var komið fyrir í miðjuhólfi tilraunabúrsins. Hver tilraun var tekin upp með staf- rænu myndbandstæki og atferli bæði hrygna og hænga greint af fyrstu fimm mínútum upptökunnar. Áður hafði komið fram að atferli hrygnanna fyrstu mínúturnar endurspeglar val þeirra yfir lengri tíma.10 Eftirfarandi atferli var greint á upptökunum: 1) Tími hængs í biðlunardansi, þ.e. hængurinn nálg- ast hrygnu með tenntu hreyfimynstri og reynir að leiða hana að hreiðrinu, 2) tími hængs við viðhald og snyrtingu hreiðurs, 3) tími hængs í árásargjörnu atferli, þ.e. þegar hann glefsar í átt að hrygnu, 4) tíminn sem hrygna syndir lóðrétt með „haus upp“ (atferli sem gefur til kynna áhuga á hængnum). Hrygna var álitin velja hæng ef hún varði meira en helmingi tímans (> 2½ mínútu) í „haus-upp“-stöðu sem var beint að viðkomandi hæng. Í hverri tilraun voru báðir hæng- arnir atferlismældir og einnig hrygnan sem var til athugunar hverju sinni. Samtals var gerð 71 mæling á atferli hraunhænga, 30 mælingar á atferli
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.