Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2020, Side 54

Náttúrufræðingurinn - 2020, Side 54
Náttúrufræðingurinn 54 sé valin samhliða hreiðurstað. Höfundi er aðeins kunnugt um eina fyrri rann- sókn þar sem sýnt hefur verið fram á að hornsílahængar byggi uppreist hreiður, þ.e. í lóðréttu plani. Mori28 lýsti slíkum hreiðrum hjá stofni hornsíla í Japan og setti fram tilgátu um að ástæðan væri mikill þéttleiki hornsíla, sem leiddi til aukinnar samkeppni um hreiðursvæði. Náskyldar tegundir, til dæmis „sprænu- síli“ (Culaea inconstans) og „fimmtán gadda hornsíli“ (Spinachia spinachia) festa hreiður sín almennt við gróður. Hraunsvæðin í Þingvallavatni ein- kennast af gjótum og skorum og virðast sannarlega kalla á upprétt hreiður, eða hreiður sem eru fest í halla, en á hinn bóginn er erfitt að sjá þar fyrir sér stóru flötu hreiðrin sem eru algengust hjá hornsílahængum af grunnum grónum botni í Þingvallavatni. Hér er fyrir hendi breytileiki í hreiðurgerð milli nálægra svæða innan sama vatns, og sams konar gerðir hreiðra finnast í fjarlægum löndum. Þetta bendir til sveigjanleika í hreiðurgerð hjá hornsílahængum, þar sem hreiðrið má aðlaga umhverfisað- stæðum á hverjum stað. Hjá erfðafræði- lega aðskildum afbrigðum, eins og þeim sem finnast í Þingvallavatni, væri áhuga- vert að rannsaka frekar hvort hreiður- gerð er bundin erfðum, til dæmis hvort hængar af ólíkum afbrigðum byggja hreiður óháð fyrri reynslu af umhverfi. Ekkert benti til þess að hreiðurgerð endurspegli ástand hornsílahæng- anna í Þingvallavatni. Ástandsstuðull hænganna var nátengdur lengd (r2 = 0,86), sem tengist ekki hreiðurgerð sér- staklega. Rannsóknir á hornsílum frá Skotlandi hafa sýnt að lífeðlisfræðilegt ástand hænga tengist ýmsum breytileika í hreiðrum þeirra, svo sem „snyrtileika“ og tíma við umhirðu.29 Það er því ekki líklegt að hreiðurgerðin í Þingvallavatni endurspegli mismunandi vandvirkni hænganna eða getu þeirra til að viðhalda og snyrta hreiðrin, heldur endurspeglar hún náttúruval á hreiðurgerðir sem auka líffræðilega hæfni í ólíkum svæðum. Biðlunarhegðun hornsílahænga krefst bæði orku og tíma.30 Hængarnir í þessari tilraun vörðu mismiklum tíma til biðlunarhegðunar en ekkert bendir til tengsla biðlunarhegðunar og hreiður- gerðar eða viðhalds hreiðurs – hængar af bæði kransþörungasvæðum og grunnum leðjubotni vörðu miklum tíma til biðlunaratferlis en einvörðungu hængar af kransþörungasvæðinu vörðu miklum tíma til hreiðursnyrtingar. Hins vegar byggðu hængar af kransþörunga- svæðinu eingöngu snyrtileg tunnulaga hreiður, þ.e. af gerð I, sem gæti bent til að slík hreiður krefjist meiri tíma og vinnu. Aðrar rannsóknir hafa sýnt að ólík afbrigði hornsíla kjósa mismunandi hreiðurstaði og efni til hreiðurgerðar.23 Fyrri rannsóknir á makavali hornsílaaf- brigða frá kransþörungasvæðum og hraunsvæðum í Þingvallavatni sýndu að kransþörungahrygnur hrygndu frekar í vel hulin hreiður.10 Í þeirri rannsókn var hreiðurgerð ekki skoðuð sérstak- lega. Hér sést að mikill breytileiki er í hreiðurgerð og að sá breytileiki tengist búsvæði hænganna. Þá velja hrygnur af hraunsvæðinu frekar þau hreiður sem einkenna hraunhænga. Þá er ljóst af rannsókninni að hornsílahængar byggja sífellt hreiður með sömu eig- inleikum, svo sem þung hreiður eða viðamikil hreiður.28 Ef það er almennt tilfellið að hreiðurgerð er stöðug hjá 2. tafla. Gildi á fyrstu fjórum þáttum meginþáttagreiningar á eiginleikum hreiðra. Gildi yfir 0,5 eru feitletruð. – Values of the first four principal components on nest traits. Values over 0.5 are presented in bold type. Þáttur 1 PC1 Þáttur 2 PC2 Þáttur 3 PC3 Þáttur 4 PC4 Cm2 þurrt / Dry -0,437 -0,172 -0,195 Cm2 blautt / Wet -0,297 0,181 0,215 0,622 Heildarþyngd / Total weight -0,523 -0,219 Þyngd gróður / Vegetation weight -0,389 -0,384 Þyngd sandur / Sand weight -0,482 -0,235 Leiðistrá / Leader straw 0,146 0,394 0,111 Uppbyggt / Built up -0,573 -0,226 Í potti / In flowerpot 0,114 -0,610 0,263 -0,198 Í hreiðurdiski / In nest disk 0,189 0,413 -0,502 -0,314 Skreytt með sandi / Decorated with sand -0,101 0,212 0,500 -0,589 Eigingildi / Eigenvalue 1,78 1,37 1,15 1,05 % breytileika / Variation 31,73 18,81 13,40 11,08 5. mynd. Hreiðurgerðirnar sem hængar úr Þing- vallavatni byggðu. Efst er hefðbundið tunnu- laga hreiður, gerð I, síðan stórt flatt hreiður með leiðistrái, gerð II, og neðst á myndinni er uppbyggt hreiður, gerð III. – The three nest types built by the male stickleback in lake Þingvallavatn. Top, type I, typical tubular nest. Centre, type II, large flat with a leader straw. Bottom, type III, up-built at the flower pot. Teikning/Drawing: Ragnar Edvardsson.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.