Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2020, Page 61

Náttúrufræðingurinn - 2020, Page 61
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 61 kúpt miðjusvæði á annarri hliðinni og íhvolft á hinni (5. mynd a og b). Höfundar hafa ekki séð eintök sem benda sterklega til S. parvus í Þingvallavatni. Urosolenia Round & R.M. Crawford Ostenfeld og Wesenberg-Lund2 fundu tvær tegundir af Rhizosolenia (nú Uroso- lenia) í Þingvallavatni (6. mynd). Önnur þeirra var R. eriensis H.L. Smith. Hina greindu þeir með tilvísun í lýsingu Otto Zacharias9 sem R. stagnalis Zacharias (misritað í grein þeirra sem R. palu- dosa). Zacharias10 dró lýsinguna á R. stagnalis til baka ári síðar og skilgreindi formið sem undirtegund af R. longiseta (R. longiseta var. stagnalis Zacharias). Í gagnagrunninum AlgaeBase11 er nafnið R. longiseta var. stagnalis O. Zacharias sagt flokkunarfræðilega viðurkennt en R. stagnalis Zacharias óendurskoðað. Sennilega á það við í báðum tilvikum, þar sem ættkvíslarnafninu hefur ekki verið breytt. Krammer og Lange- Bertalot8 gefa aðeins tvo greiningar- möguleika, U. longiseta og U. eriensis, og í yfirlitsskýrslu Náttúrufræðistofu Kópavogs4 eru U. longiseta og U. eriensis báðar nefndar. Almennt voru U. longiseta úr Þing- vallavatni (7. mynd a) mjórri og lengri en U. eriensis (7. mynd b), og með lengra bil á milli þverráka. Ostenfeld og Wesen- berg-Lund2 mældu breidd U. longiseta á bilinu 4 til 8 µm. Í þessari rannsókn mældist hún um 6,5 µm á breidd, burst- inn a.m.k. 29 µm og með 4,5 þverrákir á hverja 10 µm. Í lýsingu Zacharias9 er lengd bursta sögð um 50 µm (sameig- inleg lengd beggja bursta) og fruman dálítið bogin. Samkvæmt Krammer og Lange-Bertalot8 er burstinn hjá U. longiseta álíka langur eða lengri en sjálf fruman, þ.e. undirtegundin er með styttri bursta. Ostenfeld og Wesenberg-Lund2 mældu lengd U. eriensis á bilinu 100 til 180 µm með bursta (e. setae) og var hvor bursti um 14 til 24 µm. Breiddin var á bilinu 8 til 12 µm. Í þessari rannsókn mældist U. eriensis vera um 13 µm á breidd og um 103 µm á lengd að bursta, burst- inn a.m.k. 21 µm og með 6 þverrákir á hverja 10 µm. Skeljar bæði U. eriensis og U. longiseta eru sporöskjulaga.8 Myndir af skeljunum (7. mynd a og b) í Þing- vallavatni voru ávallt mjög daufar. Það 4. mynd. (a og b). Stephanodiscus sp. úr Þingvallavatni. – Stephanodiscus sp. from Lake Thingvallavatn. Rafeindasmásjá / SEM. 5. mynd (a og b). Stephanodiscus minutulus (Kützing) Cleve & Möller úr Þingvallavatni. – Stephanodiscus minutulus (Kützing) Cleve & Möller from Lake Thingvallavatn. (a) Rafeindasmásjármynd tekin í Hafnarháskóla um 1979. Kvarða vantar. / SEM image taken at University of Copenhagen in 1979. Scale bar missing. (b) Ljóssmásjármynd. / Micrograph from brightfield microscope.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.