Náttúrufræðingurinn - 2020, Blaðsíða 61
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
61
kúpt miðjusvæði á annarri hliðinni og
íhvolft á hinni (5. mynd a og b). Höfundar
hafa ekki séð eintök sem benda sterklega
til S. parvus í Þingvallavatni.
Urosolenia Round & R.M. Crawford
Ostenfeld og Wesenberg-Lund2 fundu
tvær tegundir af Rhizosolenia (nú Uroso-
lenia) í Þingvallavatni (6. mynd). Önnur
þeirra var R. eriensis H.L. Smith. Hina
greindu þeir með tilvísun í lýsingu Otto
Zacharias9 sem R. stagnalis Zacharias
(misritað í grein þeirra sem R. palu-
dosa). Zacharias10 dró lýsinguna á R.
stagnalis til baka ári síðar og skilgreindi
formið sem undirtegund af R. longiseta
(R. longiseta var. stagnalis Zacharias). Í
gagnagrunninum AlgaeBase11 er nafnið
R. longiseta var. stagnalis O. Zacharias
sagt flokkunarfræðilega viðurkennt en
R. stagnalis Zacharias óendurskoðað.
Sennilega á það við í báðum tilvikum,
þar sem ættkvíslarnafninu hefur ekki
verið breytt. Krammer og Lange-
Bertalot8 gefa aðeins tvo greiningar-
möguleika, U. longiseta og U. eriensis,
og í yfirlitsskýrslu Náttúrufræðistofu
Kópavogs4 eru U. longiseta og U. eriensis
báðar nefndar.
Almennt voru U. longiseta úr Þing-
vallavatni (7. mynd a) mjórri og lengri en
U. eriensis (7. mynd b), og með lengra bil
á milli þverráka. Ostenfeld og Wesen-
berg-Lund2 mældu breidd U. longiseta
á bilinu 4 til 8 µm. Í þessari rannsókn
mældist hún um 6,5 µm á breidd, burst-
inn a.m.k. 29 µm og með 4,5 þverrákir
á hverja 10 µm. Í lýsingu Zacharias9 er
lengd bursta sögð um 50 µm (sameig-
inleg lengd beggja bursta) og fruman
dálítið bogin. Samkvæmt Krammer
og Lange-Bertalot8 er burstinn hjá U.
longiseta álíka langur eða lengri en
sjálf fruman, þ.e. undirtegundin er með
styttri bursta.
Ostenfeld og Wesenberg-Lund2 mældu
lengd U. eriensis á bilinu 100 til 180 µm
með bursta (e. setae) og var hvor bursti
um 14 til 24 µm. Breiddin var á bilinu
8 til 12 µm. Í þessari rannsókn mældist
U. eriensis vera um 13 µm á breidd og
um 103 µm á lengd að bursta, burst-
inn a.m.k. 21 µm og með 6 þverrákir á
hverja 10 µm.
Skeljar bæði U. eriensis og U.
longiseta eru sporöskjulaga.8 Myndir
af skeljunum (7. mynd a og b) í Þing-
vallavatni voru ávallt mjög daufar. Það
4. mynd. (a og b). Stephanodiscus sp. úr Þingvallavatni.
– Stephanodiscus sp. from Lake Thingvallavatn. Rafeindasmásjá / SEM.
5. mynd (a og b). Stephanodiscus minutulus (Kützing) Cleve & Möller úr Þingvallavatni. – Stephanodiscus minutulus (Kützing) Cleve & Möller from
Lake Thingvallavatn. (a) Rafeindasmásjármynd tekin í Hafnarháskóla um 1979. Kvarða vantar. / SEM image taken at University of Copenhagen
in 1979. Scale bar missing. (b) Ljóssmásjármynd. / Micrograph from brightfield microscope.