Náttúrufræðingurinn - 2020, Page 90
Náttúrufræðingurinn
90
Mývatn er eindregið lindarvatn
eins og Þingvallavatn, og nær allt vatn
sem berst til Mývatns, um 33 m3/s, er
grunnvatn að uppruna.41 Vatnshagur
Mývatns er frábrugðinn Þingvallavatni
að því leyti meðal annars að í það berst
hlutfallslega mun meira magn af vatni
af náttúrulegum, heitum toga og undir
áhrifum jarðvarma. Í Ytriflóa berst volgt
og heitt grunnvatn, um 7 m3/s af 6–26°C
vatni, sem svarar til um 20% af heildar-
írennslinu, en í Syðriflóa er vatnið jafnan
kalt og stöðugt og á bilinu 5–7°C.40,41 Það
flækir einnig samanburð milli þessara
vatna að vatnshiti í Geirastaðaskurði er
talinn endurspegla vel hitafar í Mývatni
að sumarlagi en ekki um vetur þegar
Mývatn er ísilagt.40,41 Og vel að merkja,
umtalsverður hluti Mývatns er ísilagður
frá október til maí, eða í 189 daga að
jafnaði á vetri,41 sem eru ríflega 100 fleiri
ísadagar en að jafnaði á Þingvallavatni á
svipuðum tíma fyrir aldamótin 2000, að
meðaltali 81 ísadagur á ári á tímabilinu
1974–1999.
Hvað sem flóknum vatnshag Mývatns
líður kemur upp úr kafinu að þróun
vatnshita á ársgrunni í Mývatni er með
nánast sama sniði og í Þingvallavatni
á því tímabili sem birt vatnshitagögn
beggja vatna skarast, 1972–1994 (9.
mynd a). Á þessu tímabili, sem fellur
undir kuldaköstin milli 1965 og 1986
og 1992–1995,37 hlýnar hvorugt vatnið
né kólnar. Sem fyrr segir fór veður
hlýnandi á ný á landinu upp úr 1983 og
endurspeglast það vel í hlýnandi Þing-
vallavatni. Hvað Mývatn áhrærir verður
áhugavert að sjá hvernig þróunin þar
hefur verið frá byrjun níunda áratugar-
ins þegar gögn um það verða birt. Að
öðru leyti er vatnshagur Mývatns all-
frábrugðinn því sem á við um Þingvalla-
vatn. Mývatn er mun hlýrra á vorin og
sumrin (apríl-ágúst) en mun kaldara á
haustin og framan af vetri (september-
desember) (9. mynd b og c).
Munurinn í varmahag Mývatns og
Þingvallavatns lýsir sér í mun meiri árs-
sveiflu í vatnshitanum í Mývatni. Þetta
má rekja til tveggja samverkandi þátta.
Annars vegar er Mývatn mun grynnra en
Þingvallavatn, með meðaldýpi um 2 m á
móti 35 m og þar eru vatnsskipti mun
örari, um 28 dagar á móti 330 dögum í
Þingvallavatni. Varmaflutningur milli
lofts og lagar í Mývatni er því greiðari en
ella. Hins vegar er veðurfar við Mývatn
umtalsvert öðruvísi en við Þingvalla-
vatn. Við Mývatn gætir meginlands-
10. mynd. Sérkennilegt munstur, svokallaðir fingraflekar mynduðust á ísnum á Þingvallavatni í mars 2017. Fingraflekar myndast nær eingöngu
þegar ís er þunnur. Engar sögur fara af fingraflekum í Þingvallavatni frá fyrri tíð og kann myndun þeirra nú að stafa af hlýnun vatnsins. – Finger
rafted ice in Lake Þingvallavatn in March 2017, first ever record known in the lake for the past century. The phenomenon is linked mainly with
thin ice. Ljósm./Photo: Einar Á. E. Sæmundsen.