Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2020, Side 92

Náttúrufræðingurinn - 2020, Side 92
Náttúrufræðingurinn 92 ísinn sé í seinni tíð mun þynnri en áður (10. mynd). Fyrir síðustu aldamót og sér í lagi á kuldaskeiðinu 1965–1986 heyrði til undantekninga að ísinn næði ekki að minnsta kosti 10–15 cm þykkt og héldi mönnum uppi við netaveiðar og iðkun skautaíþróttar sem hvort tveggja var stundað í nokkrum mæli á vatninu fram yfir miðja öldina.30 Þá var algengt að ísinn úti á miðju vatni næði 40–45 cm þykkt og dæmi eru um 70–80 cm þykkan ís, meðal annars veturna 1935–1936 og 1982–1983. Eftir síðustu aldamót heyrir til undantekninga að ísinn sé mann- heldur og iðulega er hann örþunnur, um og undir 5 cm, og í mesta lagi um 25 cm þykkur (2. viðauki).33 AFLEIÐINGAR HLÝNUNAR FYRIR LÍFRÍKI Vistkerfi ferskvatna hafa verið sett í flokk með þeim vistkerfum jarðar sem hvað mest ógn steðjar að af manna- völdum og er hlýnun vatna vegna gróð- urhúsaáhrifa og loftslagsbreytinga eitt af helstu vandamálunum.8,11 Afleiðingar hlýnunar í stöðuvötnum eru marg- víslegar og oft flóknar, meðal annars vegna þess að áhrifin hríslast um margslunginn vef efna- og orkuflæðis og, ekki síður, vegna óbeinna áhrifa sem fylgja írennslisvatni af vatnasviði stöðuvatnanna. Rannsóknir á ferskvatnsvistkerfum á norðurslóðum benda almennt til þess að vatnsborin ákoma næringar- og snefilefna aukist í kjölfar hlýnunar vegna aukins efnarofs og afrennslis á vatnasviðum.15,46,47 Tengsl af þessu tagi milli lofthita og efnastyrks hafa verið staðfest hér á landi á vatnasviðum nokkurra straumvatna á Norðaustur- landi.48 Vísbendingar eru einnig um þetta í stöðuvötnum á höfuðborgar- svæðinu44,49 og í Þingvallavatni.16,50 Eldri mælingar á efnastyrk í Þing- vallavatni eru ekki miklar um sig en samanburður við nýleg gögn bendir þó til þess með nokkuð eindregnum hætti að styrkur nítrats (NO3) í írennsli Þing- vallavatns sé nú umtalsvert hærri en hann var fyrir um 40 árum. Árið 1975 mældist nítratstyrkur að meðatali 33,4 μg/l (29–42 μg/l, n=8) í Vellankötlu og Flosagjá16,51 en á árunum 2007–2016 var hann að jafnaði 50,1 μg/l (27–68 μg/l, n=22) í Vellankötlu og Silfru.39 Þarna skeikar um 52% í meðaltölum milli tímabilanna og er munurinn mjög marktækur (t =-4,115, ft. =28, p <<0,001). Þegar eingöngu er borinn saman styrkur nítrats í Vellankötlu, þar sem flest sýnin voru tekin, er munurinn einnig mark- tækur (t =-4,176, ft. =15, p=0,001). Árið 1975 mældist meðalstyrkur nítrats í Vellankötlu 30,8 μg/l (n=6) en 51,3 μg/l (n=11) á árunum 2007–2016. Athyglis- vert er að nítratstyrkur í Mývatni virðist þróast á sömu lund og í Þingvallavatni. Mælingarniðurstöður í köldum lindum sem streyma í Mývatn í Grjótvogi og Garðsvogi sýna að á tímabilinu 1969– 2012 jókst nítratstyrkur að jafnaði um 55%, þ.e. frá 22–35 μg/l á tímabilinu 1969–1975 í 35–54 μg/l á tímabilinu 2000–2010.52 Vegna takmarkaðs fjölda mælinga í tengslum við efnabúskap Þingvallavatns er erfitt að skera úr um orsakir að baki breyttri niturákomu í vatnið.50 Löng gloppa milli mælitímabila og skortur á upplýsingum um árstíðabundinn breytileika í efnabúskapnum spillir töluvert fyrir. Skortur loftgæðamælinga á vatnasviðinu torveldar einnig túlkun gagna. Breytingar í ákomu nítrats í Þingvallavatni eru á hinn bóginn í sam- ræmi við þróun sem hefur átt sér stað í ákomu niturs í stöðuvötn víða á norður- hveli. Einkum er þetta áberandi í nær- ingarefnasnauðum vötnum í óbyggðum og upp til fjalla í norðanverðri Ameríku og Evrópu þar sem loftborin og langt- aðkomin niturákoma af mannavöldum hefur stóraukist frá því á sjötta og sjö- unda áratug síðustu aldar.53–55 Þessi vötn og Þingvallavatn eiga það sam- eiginlegt að nitur, fremur en fosfór, er takmarkandi þáttur í frumframleiðsl- unni.17,50,56 Vegna aukningar í nitur- ákomu vatnanna, hliðstæðrar þeirri sem áætluð hefur verið fyrir loftborinn nitur á vatnasviði Þingvallavatns,50 hefur frumframleiðsla í vötnunum aukist og tegundasamsetning frumframleiðenda jafnframt breyst. Framangreindar breytingar hafa í mörgum tilfellum verið raktar bæði til hlýnunar og aukinnar niturákomu, enda fer þetta tvennt oft saman.15,46,55 Þró- unin hefur almennt verið á þá vegu að frumframleiðsla hefur aukist og fjölgað þörungategundum sem eru kulvísar og elskar að fremur háum styrk nær- ingarefna. Einkum fjölgar smágerðum kísilþörungum af ættkvísl hringeskja (Cyclotella), en þeim tegundum fækkar sem eru kuldakærar og þrífast vel við næringarefnasnauð skilyrði, svo sem stórvöxnum og sviflægum kísilþör- ungum af ættkvísl sáldeskja (Aulacos- eira) og smágerðum, botnlægum kís- ilþörungum af ættkvísl gjarðeskja (Fragilaria).57,58 Vísbendingar af framangreindu tagi má þegar merkja í Þingvallavatni.16,26,29 Þannig mælist magn blaðgrænu-a umtalsvert meira nú en fyrir 40 árum. Blaðgrænumælingar eru óbeinn mæli- kvarði á magn þörunga í svifi. Munur- inn er mestur á haustin í vatninu en minnstur að sumri til. Á fyrra tímabilinu var magn blaðgrænu-a á vorin að með- altali 1,5 μg/l (0,5–3,9 μg/l, n=26) en á árabilinu 2007–2014 og árið 2016 er það að jafnaði nær 3,0 μg/l (0,5–4,6 μg/l, n=63). Á haustin var magn blaðgrænu-a á fyrra tímabilinu að meðaltali 1,0 μg/l (0,8–1,6 μg/l, n=4) en á því seinna að jafnaði 4,6 μg/l (2,40–6,8 μg/l, n=63). Árið 2016 kvað við allt annan tón en á tímabilinu 2007–2014. Allt árið 2016 var magn blaðgrænu-a afar lítið og á pari við það sem var árin 1979, 1981 og 1982. Athygli vekur að hvorki kom fram vor- eða hausthámark að heitið getur, sem er gjörbreyting frá því sem verið hafði í Þingvallavatni lengst af. Það vekur ekki síður athygli að á sama tíma og lágmarkið mældist í lífþyngd þörunga (magn blaðgrænu-a) úti í svif- vistinni benda talningar á þörungum og tegundagreining þeirra í sýnum sem tekin voru í útfalli vatnsins til þess að hrunið í frumframleiðslunni megi fyrst og fremst rekja til þess að þær kísilþör- ungategundir sem jafnan hafa borið uppi frumframleiðslu í svifvist Þing- vallavatns séu nær horfnar úr vatn- inu.59 Hér er einkum um að ræða hin stórvöxnu sáldeski af ættkvísl Aulacos- eira (A. islandica, A. italica o.fl.) ásamt stjarneskinu Asterionella formosa. Þessar tegundir hafa um áratugaskeið verið ríkjandi í svifþörungaflóru vatns- ins vor og haust, iðulega með 65–95% hlutdeild í heildarlífþyngd svifþör- unga.16 Hrun þessara tegunda árið 2016 er því að öllum líkindum einsdæmi og bendir ýmislegt til að atburðinn megi rekja til samverkandi áhrifa af völdum hlýnunar vatnsins og breytinga í fram- boði næringarefna, rétt eins og þekkt er um þessar kísilþörungategundir í öðrum vötnum á norðurslóð.57,58
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.