Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2020, Page 105

Náttúrufræðingurinn - 2020, Page 105
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 105 0% 10% 42 24 62 Lax / Salmon Urriði / Trout Bleikja / Charr Annað / Other items Fullorðin skordýr / Incecta imago Rykmýspúpur / Chironomidae pupae Vorflugulirfur / Trichoptera larvae Rykmýslirfur / Chironomidae tarvae Bitmýslirfur / Simuliidae larvae 20% 30% 40% 50% 60% 70% 80% 90% 100% A B Tí ðn i s em a ða lfæ ða / P ro po rt io n as m aj or fo od it em 0% 10% N: 343 68 9 Lax / Salmon Urriði / Trout Bleikja / Charr 20% 30% 40% 50% 60% 70% 80% 90% 100% Tí ðn i s em a ða lfæ ða / P ro po rt io n as m aj or fo od it em vatnabobbar líklega mikla þýðingu sem fæða laxaseiða.22 Í Sogi voru lirfur bit- mýs í mestum mæli í maga laxaseiða á fyrsta ári. Eftir því sem seiðin eldast og stækka virðast þau leita meira í stærri fæðu, svo sem vorflugulirfur og full- orðin skordýr. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt að laxfiskaseiði velja stærri fæðu eftir því sem þau stækka.30,31,13 Rannsókn á fæðu urriða í Laxá í Mývatnssveit sýndi að bitmýslirfur voru aðalfæðan og þar sást að fiskurinn velur stærri lirfur og stærri fæðudýr, svo sem vatnabobba, með vaxandi stærð.20 Í rannsókn í ánni Vosso í Vest- ur-Noregi reyndist haustfæða laxaseiða aðallega vera lirfur vorflugna og stein- flugugyðlur en vor- og sumarfæðan var rykmýs- og bitmýslirfur.13 Í ánni Tana í Norður-Noregi éta eldri laxaseiðin síður smáar púpur og lirfur bitmýs, gyðlur steinflugna og dægurflugna en vorflugulirfur og fljúgandi skordýr höfðu meira vægi.30 Rek dýra og fæða seiðanna var könnuð um miðjan dag. Alþekkt er að miklar dægursveiflur eru bæði á magni reks og hlutfalli þeirra dýra sem eru á reki á hverjum tíma.31 Því má gera ráð fyrir að dægursveiflna sé að vænta í reki og fæðunámi seiða í Sogi. Laxaseiðin í Sogi völdu síður yfir- borðsfæðu, svo sem flugur, og ekki krabbadýr. Hvort tveggja var þó í miklum mæli í reksýnunum, sérstaklega krabbadýrin, þegar litið er á fjölda dýra. Svifkrabbar af ættkvíslunum Bosmina og Daphnia hafa hins vegar fundist í nokkrum mæli í maga hornsílis við Sakkarhólma (Hafrannsóknastofnun, óbirt gögn). Sambærilegar niðurstöður komu fram í Bugðu í Kjós þar sem krabbadýr sem voru í miklu magni á reki úr Meðal- fellsvatni fundust vart í fæðu laxaseiða en lirfur bitmýs voru yfirgnæfandi í fæðunni.19 Niðurstöður rannsókna á hlutfalli bitmýs annars vegar í reki og hins vegar í fæðu benda til að seiðin taki bitmýslirfur ekki bara úr reki heldur einnig beint af botninum. Bitmýslirfur sitja á botninum og sía þar fæðu sem berst með árstraumnum og eru því lík- lega aðgengilegar seiðum. Rykmýslirfur haga sér ekki á þennan hátt, þær skríða yfirleitt um á undirlaginu og því er senni- lega erfiðara að ná þeim. Í ám sem renna úr stöðuvötnum í Kanada var fæða seiða ferskvatnsfisksins harra (Thymallus arcticus) aðallega bitmý og rykmý þótt krabbadýr væru yfirgnæfandi í rekinu.33 Í ánni Alta í Noregi fundust krabbadýr ekki í fæðu laxaseiða þrátt fyrir að vera í miklum mæli á reki.34 Í þessum rann- sóknum var talið að krabbadýrin væru sniðgengin vegna þess hversu smá þau voru en einnig virðist skipta máli hvert framboðið var af öðrum fæðudýrum.13 Þannig voru krabbadýr úr reki algeng í fæðu laxaseiða samkvæmt rannsókn í ánni Suldalslågen í Vestur-Noregi.35 Skýringin á því kann að liggja í því að í Suldalslågen var þéttleiki smádýra á botni lítill (100–600 dýr/m2) en meðal- þéttleiki í Sogi við Alviðru mældist hins vegar 110 þús. dýr/m2 og 231 þús. dýr/m2 við Sakkarhólma á árunum 1997–2008. Það er vel þekkt að seiði laxfiska velja sér fæðu eftir stærð hennar.36,31,20 Sýnt hefur verið fram á mikilvægi bitmýslirfna í fæðu laxfiska, einkum í ám sem koma úr stöðuvötnum.16,17,19,37,38 Komið hefur fram að fæðunám laxaseiða byggist aðallega á reki lífvera31,12 en einnig hefur verið sýnt fram á að laxfiskar nýta sér fæðu beint af botni.11,20,29,34 Athygli vekur hve mikilvæg fæða vorflugulirfur eru fyrir seiði í Sogi enda þótt þær komi vart fram í reksýnum og aðeins í litlum mæli í botnsýnum.39 Að sama skapi var hlutur rykmýslirfna, sem eru tiltölulega smáar, minni í fæðu en reki. Í Tana í Norður- Noregi voru vorflugur aðalfæðan hjá 1. tafla. Skörunarstuðull (hlutfall skörunar) fæðu laxfiskaseiða við Alviðru og Sakkarhólma. – Diet overlap index for food of salmonids at Alviðra and Sakkarhómi. Urriði Trout Bleikja Charr Lax Salmon 1+ Lax Salmon 2+ Alviðra: Urriði / Trout 52,5 50,0 Bleikja / Charr 66,4 37,0 37,5 Lax / Salmon 47,2 34,2 Lax / Salmon 0+ 31,1 31,4 69,0 27,4 Lax / Salmon 1+ 51,8 Sakkarhólmi: Urriði / Trout 57,9 Lax / Salmon 59,5 48,1
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.