Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2020, Blaðsíða 134

Náttúrufræðingurinn - 2020, Blaðsíða 134
Náttúrufræðingurinn 134 Arfgerð (e. genotype) – Í víðasta skilningi má segja að arfgerð einstaklings „taki til heildarerfðasamsetningar (e. genetic constitution) einstaklings“.152 Auðlindafjölbrigðni (e. resource polymorphism) – Fjöl- brigðni sem tengist eiginleikum sem endurspegla mismun- andi nýtingu auðlinda (oftast fæðu og/eða búsvæði). Búsvæði (e. habitat) [lífveru] – Tiltekið svæði þar sem lífvera dvelst. Einkenni þess markast af því lífverusamfélagi sem þar er auk allra annarra umhverfisþátta. Búsvæði lífveru/ tegundar geta verið mjög breytileg, og geta t.d. verið ólík eftir því á hvaða lífsskeiði lífveran er. Oft skipta dýr um búsvæði eftir árstíðum. Fjölbrigðni (e. polymorphism; phenotypic polymorphism) – Í ströngum skilningi merkir fjölbrigðni í stofni ósamfelldan breytileika í einkenni (t.d. litamynstri, lögun líkamshluta, og/ eða tiltekinni hegðun), enda séu svipfarsafbrigðin tiltölulega algeng í stofninum. Mótanleiki svipfars/svipgerða (e. phenotypic plasticity) – Mótanleiki svipfars er oft skilgreindur sem eiginleiki einstak- lings til að svara mismunandi umhverfi með því að framkalla mismunandi svipfar. Orðið sveigjanleiki hefur einnig verið notað um hugtakið. Þetta hugtak var lengstum notað um byggingareinkenni (morphology) en er nú einnig notað um lífssöguleg og lífeðlisfræðileg einkenni, svo og atferli. Sum þessara viðbragða eru varanleg (t.d. ýmis útlitseinkenni) en önnur tímabundin. Siklíðar (e. cichlids) – Fiskar af ættinni Cichlidae. Sums staðar, t.d. í stóru vötnunum í Afríku (Malawí-, Tanganiyka- og Viktoríuvatni), hafa siklíðar myndað fjölmargar tegundir sem eru aðlagaðar mismunandi gerðum fæðu. Hefur þessi þróun orðið á tiltölulega stuttum tíma.153 o.v. ORÐSKÝRINGAR Skorðun svipfars (e. canalization) – Conrad Waddington77 notaði þetta hugtak til að ná utan um þá almennu staðreynd að þroskaferlar, eins og við sjáum þá í lífverum (og eru mót- aðar af náttúrulegu vali), eru stilltir þannig að útkoman er í stórum dráttum sú sama þótt minni háttar sveiflur eigi sér stað í umhverfinu. Nú má segja að hugtakið lýsi því hvernig megindrættir í þroskun svipfars eru lítt næmir fyrir breytingum í umhverfi og/eða erfðaefni (því minni næmni því meiri skorðun). Strandbotn (e. littoral zone) – Almennt merkir þetta botn- inn næst ströndinni. Í umfjöllun um Þingvallavatn höfum við notað hugtakið yfir grjót- og malarbotn niður að þeim mörkum þegar sandur og leðja taka við. Dýptarmörkin eru breytileg, geta verið frá fjöruborði niður á um 10 m á stöðum þar sem öldugangur getur orðið mestur en niður á um 5 m á skjólsælli stöðum. Svipgerð eða svipfar (e. phenotype) – „[Tekur] til allra [lýs- anlegra] þátta í formi, lífeðli, atferli og vist einstaklings.“152 Vatnsbolur (e. water column) – Sé litið á hugtakið út frá skiptingu í búsvæði má segja að vatnsbolurinn sé allt vatnið utan þess sem er næst botni. Hversu nálægt botni vatns- bolurinn nær er breytilegt; t.d. má nefna að síðla sumars geta kransþörungar orðið um eins metra háir. Í Þingvallavatni hýsir vatnsbolurinn afkastamesta framleiðslukerfi vatnsins og murtan byggir afkomu sína á því að miklu leyti.154 Æxlunarlegur aðskilnaður (e. reproductive isolation) – Samkvæmt hinu líffræðilega tegundahugtaki (e. biological species concept) er tegund (species) skilgreind sem nátt- úrulegur stofn lífvera þar sem einstaklingarnir geta æxlast saman (ef þeir fá tækifæri til þess) en geta ekki æxlast með einstaklingum annarra (skyldra) tegunda.155 Tegundirnar eru þá sagðar æxlunarlega aðskildar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.