Skessuhorn


Skessuhorn - 19.05.2021, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 19.05.2021, Blaðsíða 1
Ert Þú í áskrift? Sími 433 5500 www.skessuhorn.is FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 20. tbl. 24. árg. 19. maí 2021 - kr. 950 í lausasölu Crispy chicken burger special 1.795 kr. Máltíð Tilboð gildir út maí 2021 Gos úr vél frá CCEP fylgir meðBorgarnes: Akranes: Gosflaska frá CCEP fylgir með sími 437-1600 Saga Refilsins frá Bayeux á Söguloftinu Í flutningi Reynis Tómasar Geirssonar Næstu sýningar: Sunnudaginn 23. maí kl. 16:00 Sunnudaginn 30. maí kl. 16:00 Miðasala og borðapantanir: landnam@landnam.is og í síma 437-1600 Á sunnudaginn héldu nokkrir félagar í björgunarsveitum og Slökkviliði Borgarbyggðar bátaæfingu á Skorradalsvatni. Auk þess að liðka tæki og mannskap var prófað að setja vatnsdælu um borð í bát og dæla í land. Ennþá ríkir hættustig almannavarna vegna þurrka og hættu á gróðureldum og vilja menn vera við öllu búnir. Sjá nánar bls. 25. Ljósm. Kristín Jónsdóttir. Grásleppuveiði hefur verið afar góð á þessari vertíð en margir hafa nú lokið veiðum. Útlit er fyrir að ver- tíðin verði með hæstu meðalveiði á bát frá upphafi, en hún stendur nú í tæpum 40 tonnum á bát. Verðið er hins vegar lágt miðað við síðustu ár, en algengt verð fyrir óskorna grá- sleppu er nú 130 krónur fyrir kílóið en var um 230 krónur í fyrra. Þrír bátar hafa nú landað yfir hundrað tonnum af grásleppu á vertíðinni, en þeir eru Sigurey ST með ríflega 110 tonn, Hlökk ST með 107 tonn og Rán SH-307 með ríflega hundr- að tonn. Eiður Ólafsson á Ísak AK er einnig í hópi þeirra sem gert hafa góða vertíð, landaði 89,7 tonnum á Akranesi. Flestir bátar hafa nú lokið ver- tíð ef frá eru taldir þeir sem gera út til veiða á innanverðum Breiða- firði þar sem veiðar mega hefjast á fimmtudaginn. Veiðiráðgjöf Hafró gerir ráð fyrir að veidd verði alls 9.040 tonn á vertíðinni og er búið að veiða tæplega sex þúsund tonn. Veiðiráðgjöfin gerir ráð fyrir að 22% veiðanna verði á innanverðum Breiðafirði. Feðgarnir Magnús Emanúelson og Jón Þór Magnússon gera út á Rán SH. Þeir luku met grásleppu- vertíð sinni nú á dögunum; lönd- uðu 100 tonnum og 40 kílóum bet- ur sem telst vera metafli á grásleppu í Breiðafirði. Með þeim réri einn- ig Jóhannes Stefánsson tvær vikur veiðitímabilsins. Afli Ránar á vertíð- inni fékkst í 26 róðrum og spann- aði leyfilega 40 daga. Mest fiskaðist 6.887 kg í einum róðri. Í samtali við fréttaritara sagði Magnús að hann hefði aldrei upplifað annað eins mok á einni vertíð hjá sér en hann hefur stundað grásleppuveiðar á bátum sem Oliver ehf. gerir út undanfarin ár. Hann segir að á síðasta ári hafi veiðin ekki verið neitt sérstök, aflinn um 40 tonn í 27 löndunum. Þegar Magnús er spurður hvaða skýringu hann hafi á þessum mikla afla nú segir hann að kannski sé ein af þeim sú að þeir byrjuðu veiðar seinna að þessu sinni eða 16. mars í fyrra, en 6. apríl nú. Þá hafi tíðin einnig verið einstaklega góð í vor. Magnús segir að lítil þorskgengd hafi verið í netin hjá þeim á þessari vertíð. mm/þa Ríflega hundrað tonna grásleppuvertíð feðganna lokið Feðgarnir Magnús og Jón Þór kampakátir að lokinni síðustu löndun úr Rán SH. Hagstæðustu bílalánin* arionbanki.is *Skv. aurbjorg.is Bílalán Arion banka standa öllum til boða. Þú þarft ekki að vera í öðrum viðskiptum við okkur til að njóta bestu kjara á bílafjármögnun sem í boði eru á Íslandi samkvæmt fjártæknivefnum Aurbjörgu.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.