Skessuhorn


Skessuhorn - 19.05.2021, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 19.05.2021, Blaðsíða 4
MiðViKudAGuR 19. MAÍ 20214 Garðabraut 2a - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 3.877 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 3.348. Rafræn áskrift kostar 3.040 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.800 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 950 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is Gunnhildur Lind Hansdóttir glh@skessuhorn.is Finnbogi Rafn Guðmundsson frg@skessuhorn.is Valdimar K. Sigurðsson vaks@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Hrafnhildur Harðardóttir auglysingar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Ómar Örn Sigurðsson umbrot@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Þjóðnýta peninga gamla fólksins Grundvöll núverandi lífeyrissjóðakerfis hér á landi má rekja aftur til árs- ins 1969 þegar samið var um það í allsherjar kjarasamningum á vinnumark- aði að setja upp atvinnutengda lífeyrissjóði með skylduaðild og sjóðsöfnun. Þá skyldi tryggja sjóðfélögum ellilífeyri til æviloka og verja þá og fjölskyld- ur þeirra fyrir tekjumissi vegna örorku eða andláts sjóðsfélaga. Hlutverk lífeyris sjóðanna var og er að taka við iðgjöldum sjóðfélaga, ávaxta þessa pen- inga og greiða síðan lífeyri út við starfslok eða óvinnufærni. Þegar til lífeyrissjóðanna var stofnað var það skýrt tekið fram að söfnun lífeyrisréttinda myndi engin áhrif hafa á tekjur ellilífeyris sem íslenska ríkið greiddi öllum þegnum sínum eftir starfslok. Þær varnir hrundu hins vegar þegar íslenskur bankarnir urðu gjaldþrota árið 2008. Eignir sjóðfélaga, ís- lensks almennings, rýrnuðu verulega við hrunið. Það sem verra var er að ríkissjóður fór sömuleiðis á hliðina samhliða bönkunum enda byggði hann rekstur sinn á bóluhagkerfisstjórnun líkt og þeir. Flokkarnir sem þá sátu í ríkisstjórn samþykktu að greiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins yrðu skert- ar til þeirra sem nutu lífeyris úr ævisparnaði sínum í gegnum lífeyrissjóðina. Lífeyrisgreiðslur íslensks launafólks voru þannig þjóðnýttar til að bjarga ríkissjóði og peningabákninu sem á höfuðstöðvar sínar í Reykjavík. Aldr- aðir vöknuðu upp við vondan draum og tæknilega töpuðu ellilífeyri sínum en héldu náðarsamlegast greiðslum úr þeim lífeyrissjóðum sem ekki höfðu farið á hliðina eins og fóstrar þeirra bankarnir. Síðan eru liðin tæp þrettán ár og ekkert hefur breyst. Fjölmargir stjórnmálaflokkar hafa setið í ríkis- stjórnum eftir þetta en enginn þeirra haft minnsta áhuga á því að leiðrétta þennan þjófnað sem eldra fólk verður fyrir. Á síðasta ári var 21 lífeyrissjóður starfandi hér á landi. Að mínu viti er það um 20 of margir í ljósi þess að ég sé nákvæmlega enga ástæðu til að stór hóp- ur fólks hafi af því drjúgar tekjur að kaupa og selja sömu hlutabréfin hvort sem það er í fyrirtækjum hér heima eða erlendis. Hér þykir það hins vegar sjálfsagt að greiða fyrir setu í stjórnum lífeyrissjóða og störf á þeirra vegum himinhá laun, laun sem engir aðrir en við, eigendur lífeyrissjóðanna greið- um. Það væri hins vegar allt í lagi að greiða há laun til starfsfólks sjóðanna ef samþykkt eigenda þeirra lægi að baki. Skoðum það aðeins nánar. Af handahófi ætla ég að taka dæmi um einn af þeim 21 lífeyrissjóðum sem hér starfa. Fyrr í vor var haldinn ársfundur hans. Sjóður sá á rætur í hópi erfiðsvinnufólks svo sem þeirra sem störfuðu við fiskvinnslu. um 52 þús- und manns greiddu lífeyri í sjóðinn á síðasta ári. Maður skyldi ætla að mið- að við félagafrelsið og ef allt væri eðlilegt í stjórnkerfi sjóðs af þessu tagi að allavega nokkur þúsund manns sætu ársfund. Ekki síst í ljósi þess að vegna kóvid var hann haldinn í streymi og því öllum aðgengilegur þannig séð. Í þessum rafræna ársfundi tóku hins vegar einungis þátt 130, eða 0,25% eig- enda sjóðsins. Eitthvað veldur því að hinn almenni félagsmaður, eigandinn, tekur ekki þátt í ákvörðunum sem snúa að ráðstöfun eigin peninga, kjörum eftir starfslok. Hver er skýringin? Er hún sú að atvinnurekendur sitja að jöfnu í stjórn og fulltrúar launþega? Eða er skýringin kannski sú að þeir sem stýra sjóðnum eru nákvæmlega ekkert að gera til að auka áhuga eða vilja fólks til almennrar þátttöku í ákvörðun um eigin fjárhagslegu framtíð? Reyndar hallast ég að því að skýringarinnar sé að leita í því sem fram kom hér að ofan; það skiptir lífeyrisþegann nákvæmlega engu máli hvað ger- ist í lífeyrissjóðnum, því ríkissjóður þjóðnýtir ellilífeyrinn á móti lífeyris- greiðslum úr sjóðnum. Króna á móti krónu skerðing til þess að báknið hafi meiri burði til að þenjast út. Það hefur verið reiknað út að það kosti ríkissjóð 42 milljarða króna á ári að hætta skerðingu tekna fólks úr opinberum sjóðum, ef það hefur líf- eyristekjur. Fyrir komandi alþingiskosningar ætla ég að fylgjast grannt með málflutningi frambjóðenda um hvort þeir vilja snúa ofan af þessu hrópandi óréttlæti þar sem fólki er refsað fyrir að hafa gert það sem ætlast var til af því. Magnús Magnússon Nemar í meistaranámi í ritlist við Háskóla Íslands fara á hverju vori í svokallaða skáldaferð þar sem farið er út fyrir höfuðborgina yfir eina helgi og unnið í ritsmiðju með vel völdum rithöfundi. Að þessu sinni var förinni heitið á Akranes með Bergþóru Snæbjörnsdóttur en fyrsta skáldsaga hennar, Svíns- höfuð, sló heldur betur í gegn árið 2019. Áður hefur Bergþóra gefið út ljóðabækurnar daloon dagar og Flórída en sú síðarnefnda var til- nefnd til Íslensku bókmenntaverð- launanna 2017. Á milli þess að vinna með skáld- sagnaformið á Kirkjuhvoli spókuðu ritlistarnemar sig í bænum í sólinni og fóru meðal annars í Guðlaugu, á antík markað og út að borða á Ga- lító en þar vakti hópurinn mikla at- hygli. Í hópnum var ein heimakona, Rannveig Lydia, betur þekkt sem Púsla, sem leiddi skáldin alla leið út að Elínarsæti og fræddi þau um þennan fallega bæ sem er svo ná- lægt Reykjavík að fólk á því miður til að yfirsjást hann. Mikil ánægja var í hópnum með ferðina og hver veit nema að Skaginn verði notað- ur sem efniviður í sögum þessara tilvonandi metsöluhöfunda. Hægt verður að lesa verk þeirra í smá- sagnasafninu Þægindarammagerð- in sem kemur út um miðjan júní. Berglind Ósk Bergsdóttir Það voru glöð ungmenni sem fóru um götur Borgarnes í gærmorgun og fögnuðu væntanlegri útskrift frá Menntaskóla Borgarfjarðar. Þau heimsóttu kennara og skólameist- ara í morgunsárið og þökkuðu fyrir samveruna. Það var þvílík stemning hjá krökkunum en þau hafa helm- ing skólagöngunnar búið við sam- komutakmarkanir og því kærkom- ið fyrir þau að geta glaðst saman. Nemendur komu svo í skólann sinn og snæddu morgunverð með starfs- fólki skólans og tóku lagið og héldu uppi góðu stuði og ljóst að framtíð- in blasir við þessum krökkum. vaks Eins og kunnugt er hefur mikið verið kvartað yfir umferð vörubíla í og við ný hverfi á Akranesi. Með- al annars hefur lögregla fundað með bæjaryfirvöldum. Nú hefur verið ákveðið að vegur verði lagð- ur að veginum sem liggur meðfram Garðalundi og Klapparholti og sá vegur jafnframt gerður þannig úr garði að hann þoli slíka þungaflutn- inga. Jafnframt verður tenging þess vegar við Akrafjallsveg lagfærð. Miklar byggingaframkvæmdir eru framundan í þessum nýju hverf- um og mun þessi breyting að létta verulega á téðum flutningum inn- an bæjarins. frg Lagður verður vegur fyrir vörubíla Nýr vegur fyrir þungaflutninga að og frá nýju hverfunum verður lagður meðfram Garðalundi og Klapparholti. Útskriftarhópurinn í menntaskólanum. Ljósm. MB. Fögnuðu námslokum í Menntaskóla Borgarfjarðar Hægt er að lesa verk meistaranemanna í smásagnaforritinu Þægindarammagerðin. Fóru skáldaferð á Akranes Hópurinn sem fór í Skáldaferðina á Akranes.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.