Skessuhorn


Skessuhorn - 19.05.2021, Blaðsíða 9

Skessuhorn - 19.05.2021, Blaðsíða 9
MiðViKudAGuR 19. MAÍ 2021 9 AUGLÝSING UM NIÐURSTÖÐU SVEITARSTJÓRNAR BORGARBYGGÐAR VEGNA SKIPULAGS Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti þann 8. apríl 2021 eftirfarandi tillögur samkvæmt 32. gr. og 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010: Aðalskipulag Borgarbyggðar 2010-2022, breytt landnotkun við Ytri-Skeljabrekku, landnotkunarreitir F45 og Í7. Deiliskipulag – Frístundabyggð og íbúðarbyggð í landi Ytri-Skeljabrekku. Nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu Borgarbyggðar á www.borgarbyggd.is Vakin er athygli á málskotsrétti samkvæmt 52. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og lögum um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála nr. 130/2011 en þar kemur fram að stjórnvaldsákvarðanir má kæra til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Þeir einir geta kært stjórnvaldsákvarðanir sem eiga lögvarða hagsmuni tengda þeirri ákvörðun sem kæra á. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu skipulagsáætlana í B-deild Stjórnartíðinda. Sveitarstjórn Borgarbyggðar Í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér með auglýstar tillögur að nýju deiliskipulagi í Borgarbyggð. Deiliskipulag fyrir byggingarlóð í landi Stóra-Áss Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti þann 12. maí 2021 að auglýsa tillögu að nýju deiliskipulagi í landi Stóra-Áss í Borgarbyggð. Deiliskipulagið tekur til tveggja lóða innan 5 ha svæðis í landi Stóra-Áss. Á annarri lóðinni er heimilt að byggja íbúðarhús og hin er ætluð fyrir fjölnotahús/smiðju og hesthús. Heilda byggingarmagn er allt að 650 m2. Aðkoma að lóðum verður af Hálsasveitarvegi (518). Deiliskipulag Bjarnastaðir Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti þann 12. maí 2021 að auglýsa tillögu að nýju deiliskipulagi á Bjarnastöðum í Hálsasveit, Borgarbyggð. Deiliskipulagið tekur til bæjarstæðis jarðarinnar Bjarnastaðir. Svæðið er 5,5 ha að stærð og innan þess eru skilgreindar 3 íbúðarhúsalóðir ásamt landbúnaðarbyggingum. Aðkoma að lóðum er af Hvítársíðuvegi (523-02). Ofangreindar deiliskipulagstillögur eru aðgengilegar á heimasíðu Borgarbyggðar www. borgarbyggd.is frá 19. maí 2021 til og með 2. júlí 2021. Ef óskað er eftir nánari kynningu á ofangreindri tillögu þarf að panta tíma hjá skipulagsfulltrúa. Hverjum þeim aðila sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemd við auglýstar skipulagstillögur og er frestur til að skila inn athugasemdum til 2. júlí 2021. Athugasemdum skal skila skriflega í Ráðhús Borgarbyggðar, Bjarnabraut 8, 310 Borgarnesi, b.t. skipulagsfulltrúa eða á netfangið skipulagsfulltrui@borgarbyggd.is. Borgarbyggð, 19. maí 2021 Skipulagsfulltrúi Borgarbyggðar. SK ES SU H O R N 2 02 1 AUGLÝSING UM SKIPULAG - BORGARBYGGÐ • Bílasprautun • Bílaréttingar • Framrúðuskipti BÍLASPRAUTUN VESTURLANDS S: 860-0708 • Smiðjuvellir 7, Akranesi • bv.sprautun@gmail.com Vinnum fyrir öll tryggingafélög Blaðamaður Skessuhorns ákvað að skella sér í hjólatúr á Akranesi í góða veðrinu í liðinni viku. Far- ið var um allar helstu umferðar- götur bæjarins og lagst í smá rann- sóknarvinnu. Þá kom í ljós að á ansi mörgum stöðum eru gangbrauta- merkingar lítt sýnilegar og erfitt í raun að sjá að um gangbrautir væri að ræða. Málningin hefur máðst af eftir veturinn og því tími kom- inn að skella sér í málningargallann og henda í nokkrar rendur. Að sögn Jóns Brynjólfs Ólafssonar, verk- efnastjóra hjá Akraneskaupstað, er það yfirleitt fyrsta af vorverkum sumarsins að mála gangbrautirnar og ætti þeirri vinnu að ljúka á næstu vikum. Þá tók blaðamaður eftir því í þessum stutta hjólatúr að ökumenn aka oft ansi hratt yfir gangbrautir og jafnvel hraðahindranir og virð- ast stundum gleyma því að börn og aðrir eiga það til að fara óvarlega áður en farið er yfir gangbrautir. Því er ástæða til að minna ökumenn á að hægja á sér þegar þeir nálgast gangbrautir og hraðahindranir og aka ætíð á löglegum hraða, því öll viljum við komast á leiðarenda heil á húfi. vaks Gangbraut við Suðurgötu. Illa merktar gang- brautir eftir veturinn Hraðahindrunin við Skagabraut. Fátt sem minnir á að þarna við Þjóðbraut sé gangbraut. Við Faxabraut.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.