Skessuhorn


Skessuhorn - 19.05.2021, Blaðsíða 21

Skessuhorn - 19.05.2021, Blaðsíða 21
MiðViKudAGuR 19. MAÍ 2021 21 Sigríður Elín Sigurðardóttir starf- ar sem sjúkraflutningakona í af- leysingum hjá Heilbrigðisstofn- un Vesturlands en þetta er annað sumarið sem hún vinnur við það. Sigríður Elín býður sig jafnframt fram í fjórða sæti í prófkjöri Sjálf- stæðismanna í Norðvesturkjör- dæmi sem fram fer í næsta mánuði, yngst frambjóðenda. Sigríður Elín er á tuttugasta og fyrsta aldurs- ári og hefur lokið EMT-B grunn- námi sjúkraflutningamanna en það er fyrsta gráðan af þremur sem námið stendur saman af. Hún er dóttir Sigurðar Þórs Runólfsson- ar og Helgu Jónu Björgvinsdóttur á Eystra-Miðfelli í Hvalfjarðarsveit og er elst þriggja systkina. „Ég er alin upp í sveit,“ segir Sigríður Elín. „Við fluttum í Út- hlíð á Suðurlandi þegar ég var tíu mánaða. Þar ráku mamma og pabbi jarðvinnufyrirtæki. Við vorum líka með kindur auk þess sem ég var mikið í hestum. Þar bjuggum við fjölskyldan í um tíu ár. Þá flutti fjölskyldan að Þverholtum á Mýr- um og rak kúabúið þar í tvö ár. Fyr- ir sjö árum flutti fjölskyldan síðan á ættaróðalið að Eystra-Miðfelli. Þar bjuggu langamma og langafi og amma, Elín Valgarðsdóttir, er fædd og uppalin á Eystra-Miðfelli.“ Sigríður Elín flutti nýlega á Akra- nes þar sem hún býr, ásamt kærasta sínum Sigurjóni Bergsteinssyni. Þau hafa fest kaup á eigin húsnæði en Sigurjón er frá Akranesi, son- ur Rannveigar Sigurjónsdóttur og Bergsteins Metúsalemssonar. „Við erum nýbúin að kaupa raðhús við Vogabraut á Akranesi, keyptum húsið af afa og ömmu Sigurjóns.“ Áhugi Sigríðar Elínar á stjórn- málum vaknaði snemma. „Ég var skráð í Sjálfstæðisflokkinn 15 ára.“ Hún var formaður nemendaráðs í Heiðarskóla. Þar barðist hún meðal annars fyrir kaupum á púðum í nýja stóla sem nemendum þóttu afar harðir og óþægilegir ásetu. Púða- kaupin voru samþykkt og höfðu nemendur síðan val um lit á púðana og voru tveir í boði. Þá var Sigríð- ur Elín formaður ungmennaráðs Hvalfjarðarsveitar um skeið. Áslaug Arna er helsta fyrirmyndin Í tíunda bekk grunnskóla bauðst nemendum að fara í starfskynningu í fyrirtækjum að eigin vali. Aldrei kom annað til greina hjá Sigríði Elínu en að fá að fara á Alþingi. „Minn stærsti draumur var að fara á Alþingi.“ Hún hafði því samband við frænku sína, Elsu Láru Arnar- dóttur, þáverandi alþingismann en hún er móðursystir Sigríðar Elínar og fékk að verja einum degi á Al- þingi. „Þetta var frábær dagur og ég starði stóreygð og dolfallin á Elsu Láru flytja ræðu.“ Aðspurð um fyrirmyndir í póli- tík segist Sigríður Elín einmitt líta mikið upp til Elsu Láru, ekki bara í pólitík heldur bara fyrir hversu dugleg hún er. Þá segir Sigríður Elín að Áslaug Arna Sigurbjörns- dóttir dómsmálaráðherra sé í mikl- um metum hjá henni. „Áslaug Arna er rosalega flott kona, ég dáist að henni og öllu sem hún hefur gert, hvernig hún hefur komið sér á framfæri og hvernig hún nýtir sam- félagsmiðla til að útskýra mál og hún nær svo vel til fólks.“ Þegar blaðamaður spyr Sigríði Elínu um áhugamál segist hún hafa prófað ýmislegt. Hún var í frjálsum íþróttum og fimleikum auk þess að æfa fótbolta með Skallagrími sem hún þurfti að hætta vegna meiðsla. „Svo finnst mér gaman að ganga á fjöll auk þess sem ég stunda líkams- rækt í líkamsræktarstöðinni Ægi á Akranesi. Ég hef líka mjög gaman af bakstri og ýmsu öðru í eldhús- inu. Þá hef ég líka áhuga á öllu sem tengist sveitinni. Annars er ég mjög opin og til í að prófa allt.“ Sigríður Elín lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranes af náttúrufræðibraut árið 2019 en það tók hana aðeins þrjú ár að ljúka stúdentsprófinu. „Eft- ir útskrift fórum við í smá heims- reisu, meðal annars til dubai.“ Að því loknu hóf hún nám í byggingar- tæknifræði við Háskólann í Reykja- vík. „Ég ætlaði að verða tæknifræð- ingur eins og afi, Runólfur Sigurðs- son.“ Hún segist ekki hafa fund- ið sig í því náminu í tæknifræði, fannst það karllægt og að hún sem ljóshærð kona passaði illa inn í hóp- inn. „Mér leið svolítið eins og pers- ónunni í myndinni Legally Blond, ljóshærð pía með bleikt veski. Ég er svona týpa sem á erfitt með að sitja kyrr og verð að vera á hreyfingu.“ Hún lauk því aðeins fyrstu önninni í tæknifræðinni. „Mér finnst að maður megi alltaf skipta um skoð- un.“ Vill helst vera í hasar Sigríður Elín hefur sem áður seg- ir lokið grunnnámi sjúkraflutninga- manna og hóf nám í hjúkrunarfræði fyrir ári síðan. Þrátt fyrir að ná öll- um prófum komst hún samt ekki áfram. Einungis þeim 130 nemend- um sem bestum árangri ná er hleypt áfram í náminu en um 300 manns hófu námið. „Ég fór í „klásusinn“ í fyrra en komst ekki inn þá, mað- ur er bara mannlegur og allt getur gerst. Ég ætla að reyna aftur í haust og þá verð ég með meira nesti. Ég læt þetta ekki slá mig út af laginu.“ Sigríður Elín viðurkennir að henni finnist svolítið skrítið að í þessum skorti á hjúkrunarfræðingum skuli þessar takmarkanir samt vera við- hafðar við inntöku í námið. „Það er sérstakt að þó maður nái öllum prófum skuli maður ekki komast áfram. Það eru bara þeir efstu 130 sem bestum árangri ná sem komast áfram,“ segir hún. Sigríður Elín segist þó ekki hætt heldur ætlar hún að reyna aftur næsta haust. Hún hyggur síðan á framhaldsnám í bráðahjúkrunar- fræði enda hefur hún mikinn áhuga á þessum málaflokki. Á Íslandi er hægt að ljúka svokölluðu diploma námi í bráðahjúkrun en Sigríður hefur meiri áhuga á að ljúka meist- aragráðu í faginu frá erlendum há- skóla. „Ætli ég sé ekki komin með einhverja veiru, vill helst vera í ein- hverjum svona hasar en það er víst ekki hægt að bólusetja fyrir þeirri veiru,“ segir Sigríður Elín að lok- um og hlær. frg Björgunarsveitin Lífsbjörg í Snæ- fellsbæ og unglingadeildin drek- inn fengu nýverið góðar gjafir frá Lionsklúbbi Nesþinga og Lions- klúbbi Ólafsvíkur. Fékk Lífsbjörg að gjöf frá Lionsklúbbi Nesþinga fjóra hjálma og gleraugu sem nýt- ast vel á sexhjól, sleða og buggybíl sveitarinnar. Frá Lionsklúbbi Ólafs- víkur fékk unglingadeildin drekinn þrjá þurrgalla sem koma að góð- um notum þegar farið er með ung- menni til dæmis út á bátum sveitar- innar eða til að leika sér í vötnum. Einnig keypti sveitin þrjá galla og eru því til sex þurrgallar fyrir ung- lingadeildina. Meðfylgjandi mynd- ir voru teknar við afhendingu gjaf- anna. þa Lionsmenn færðu björgunarsveitinni gjafir Fór fyrst á þing fimmtán ára og er nú komin í prófkjör Sigríður Elín Sigurðardóttir. Ljósm. Agnes Rós Sveinbjörnsdóttir. Sigríður Elín Sigurðardóttir. Ljósm. Agnes Rós Sveinbjörnsdóttir. Sigríður Elín og Sigurjón Bergsteinsson framan við Atlantis The Palm Hotel í Dubai. Ljósm. aðsend.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.