Skessuhorn


Skessuhorn - 19.05.2021, Blaðsíða 26

Skessuhorn - 19.05.2021, Blaðsíða 26
MiðViKudAGuR 19. MAÍ 202126 Vísnahorn Sá ágæti hagyrðingur, Óskar í Meðalheimi á Ásum, orti þessa prýði- legu mannlýsingu fyrir margt löngu: Hatar eigi heimsins glys, hýr á meyja fundum, út af vegi velsæmis vill hann beygja stundum. Þar sem nú er eldur uppi á suðvesturútk- jálkanum gæti verið gott að rifja upp vísu Óskars frá tímum Surtseyjargossins: Meðan styrkjum öllum eyða yfirvöld og þingsins peyjar, undirdjúpin eru að greiða uppbætur á Vestmannaeyjar. En sinni eigin hagmælsku lýsti hann með þessum orðum: Lista-smá- ég ljóðin á, lítið áberandi, eins og fáein ýlustrá uppúr gráum sandi. Fyrsta vorið sitt í Reykjavík var Höskuldur Einarsson frá Vatnshorni að vinna í yndislegu veðri þar sem vel sást til Skarðsheiðarinnar og varð víst tíðlitið í áttina: Einn ég skima allt í kring. -Er nokkur að kalla? Það er að grænka lauf og lyng í lautunum upp til fjalla. Og nágranni hans Sveinbjörn Beinteinsson kvað á svipuðum árstíma: Vorið léttum lófa strauk landsins kalda vanga. Veglaus út í veðrið rauk vetrarnóttin stranga. Margir hafa uppáhald á sínum heimaslóð- um eða „sinni sveit“ og telja öðrum sveitum betri. Jafnframt hefur það verið siður góðra manna að smáagnúast út í nágrannasveitirnar þó kannske sé ekki alltaf mikil alvara á bakvið. Lárus Þórðarson mun vera höfundur þessarar sveitarlýsingar: Horfi ég í Hrútafjörð, hvergi sér í græna jörð. Víða skín í svartan svörð sviðinn vítishita. Gráa mela, móabörð, mun hér ævin flestum hörð, enda sveitin illa gjörð eins og flestir vita. Einhverra hluta vegna þótti höfundi þó tryggara að semja bragarbót: Horfi ég í Hrútafjörð, höldar ganga þar um jörð. Sólin gyllir grænan svörð, gefur vorsins hita. Víðar grundir, gróin börð, geyma bóndans sauðahjörð, sveitin er með sóma gjörð sem að allir vita. Ja ekki virðast Hrútfirðingar sækja oflof til austurs. Bjarni frá Gröf kvað um þá líka: Allir grútar okkar lands eru í Hrútafirði þó er útlit ekki hans eldhúsklútavirði. Ekki er mér kunnugt hvort þessi vísa Steins Sigurðssonar var sérstaklega tileinkuð Hrút- firðingum eða bara svona „almennt út í heim- inn“: Brauðlaust vit í vöggugjöf veldur sliti inni. Andlaust stritið út að gröf aðeins svitar skinni. Eyþór Árnason var fyrir allnokkrum árum á leið heim til sín í Blönduhlíðina með Norð- urleiðarrútu í leiðindaveðri að vetrarlagi og þuldi eftirfarandi kveðskap yfir heimilisfólki þegar hann slapp inn fyrir dyrnar: Lækir, lautir og tangar en lítið um hríslur hálar og helvíti langar Húnavatnssýslur. Eitthvað varð móðir hans ekki ánægð með þessa andans framleiðslu sonar síns svo Ey- þór þorði ekki annað en yrkja yfirbótarvísu í snatri: Líf fer um lautir og tanga lifna nú brumþrútnar hríslur Heitar og himneskar anga Húnavatnssýslur. Tryggvi Haraldsson á Akureyri afhenti Jak- obi Ó. Péturssyni tímaritið Súlur sem vænt- anlega hefur innihaldið andlegt kjarnmeti og lét fylgja stöku: Okkur ljóðin yrkja ber öll má þjóðin vita. Andans fóður færi þér fjandi góðan bita. Fleiri snillingar hafa ort á Akureyri og mætti ekki síst tilnefna Hjálmar Freysteinsson sem gaf vini sínum þessa ráðleggingu: Heimilislækna þú heiðra skalt þeir hafa flestir það orð á sér að vera lagnir að lækna allt sem lagast af sjálfu sér hvort eð er. Sigurður Jónsson á Þaravöllum eða „Siggi skytta“ var þekktur maður á sinni tíð. Bæði sem refaskytta og sömuleiðis sem hagyrð- ingur þó trúlega hafi veiðieðlið orðið honum drýgra til tekjuöflunar. Á heimleið af Kjarar- dalnum eftir að hafa legið þar á grenjum með Finni á Síðumúlaveggjum kvað Siggi: Þó mér finnist ferðin rýr fjalls í breiða salnum kem ég enn með átta dýr onaf Kjarardalnum. Oní Síðu flýtum ferð fjarri öllum kvíða, kæran núna kveðja verð Kjarardalinn fríða. Ekki man ég betur en þessi hestavísa sé líka eftir Sigga: Þá er gleðin þúsundföld, þá er sífelld blíða. Meðan ég hef Skjóna og Skjöld skal ég engu kvíða. Látum þar lokið að sinni. Með þökk fyrir lesturinn, Dagbjartur Dagbjartsson Hrísum, 320 Reykholt S 435 1189 og 849 2715 dd@simnet.is. Að vera lagnir að lækna allt - sem lagast af sjálfu sér hvort eð er! Biskup Íslands auglýsir á vef sín- um eftir presti til þjónustu í Garða- og Saurbæjarprestakalli og rennur umsóknarfrestur út á miðnætti 25. maí nk. Prestar Garða- og Saur- bæjarprestakalls eru sem stend- ur tveir, Þráinn Haraldsson sókn- arprestur og Þóra Björg Sigurðar- dóttir en Jónína Ólafsdóttir lét ný- lega af störfum eftir að hún var ráð- in sóknarprestur í Hafnarfjarðar- kirkju. Garða- og Saurbæjarprestakall samanstendur af fjórum sóknum; Akranessókn með um 7.800 íbú- um, Saurbæjarsókn á Hvalfjarðar- strönd með rúmlega 140 íbúum, Leirársókn með rúmlega 300 íbú- um og innra-Hólmssókn með rúm- lega 150 íbúum. Fjórar kirkjur eru í prestakallinu, Akraneskirkja, Hall- grímskirkja í Saurbæ, Leirárkirkja og innra- Hólmskirkja. Athygli vekur að einungis sex sóknarprestar hafa þjónað Akur- nesingum frá árinu 1886. Þeir eru: Sr. Jón A. Sveinsson, 1886 til 1921, Þorsteinn Briem, 1921 til 1946, Jón M. Guðjónsson, 1946 til 1975, Björn Jónsson, 1975 til 1997, Eð- varð ingólfsson, frá 1997 til 2019 og Þráinn Haraldsson frá 2019. Að meðaltali hafa fyrrverandi sókn- arprestar þjónað í tæp 27 ár sem verður að teljast býsna gott. Lengst starfaði Sr. Jón A. Sveinsson eða í 35 ár. Allar gildar umsóknir um starf- ið fara til þriggja manna mats- nefndar sem metur hæfni umsækj- enda. Matsnefnd velur að jafnaði fjóra hæfustu umsækjendurna en þó aldrei fleiri en fimm og skilar skýrslu þar að lútandi til biskups. Kjörnefnd Garða- og Saurbæjar- prestakalls kýs síðan prest úr hópi umsækjenda, að loknu valferli kjör- nefndar. frg Það var góð tilfinning að koma í Landnámssetur Íslands síðastlið- inn fimmtudag og finna þar aftur fullt hús af menningarþyrstum leik- húsgestum. Ekki síður var tilefnið sjálft gleðilegt, 15 ára afmæli þeirr- ar menningarstofnunar sem setrið er í höndum þeirra Sigríðar Mar- grétar Guðmundsdóttur og Kjart- ans Ragnarssonar. Gestir streymdu að og finna mátti einkennilega töfra í loftinu; hér var í vændum fyrsta sýningin á Söguloftinu eftir átta mánaða hlé. Á sviðinu stóð Reynir Tómas Geirsson sem kunnari er fyrir afrek sín sem læknir en veru sína á sviði. Hann var hér kominn til að seg- ja okkur frá Bayeux reflinum og þeim atburðum sem þar er lýst og gerðust fyrir 950 árum. Nefndur refill er útsaumuð teiknimyndasaga sem lýsir aðdraganda og atburðum orrustunnar við Hastings á Englan- di árið 1066. Það er ekki einfalt að glæða svo gamla sögu lífi en sögu- manni lék efnið í höndum og tíminn leið hratt. Margt varð til þess að sagan skilaði sér vel til áheyrenda. Sagt var frá af þekkingu, frásögnin leið áfram hnökralaus, skýr og létt og mikið af myndum hjálpuðu til við að gera efnið lifandi og skem- mtilegt. Það var gaman að fræðast um hvernig þessi merkilegi sögure- fill var gerður, gaman að sjá litina í honum og rýna í smáatriði sem maður hefði ekki annars tekið eft- ir jafnvel þótt maður hefði skoðað refilinn sjálfan. Reynir tengdi sögu refilsins við Ísland með ýmsum hætti og hefur til að bera sérstaka frásagnargleði sem hrífur áheyran- dann með. Svo hittist á að Reynir átti 75 ára afmæli þennan frumsýn- ingardag. Var vel við hæfi að fagna hátíðisdegi með þessum hætti og að loknu þéttu lófaklappi var honum sunginn afmælissöngurinn. Fjölmörg verk hafa verið flutt á sögulofti Landnámsseturs síðan fyrirtækið hóf starfsemi árið 2006 og öll hafa þau einkennst af áhers- lu á frásagnarlist og sagnamennin- gu. Þannig hafa áhugaverð ritverk og sögur færst okkur nær og slík tækifæri eru hverju samfélagi dýrmæt. Guðrún Jónsdóttir Reynir ásamt þeim Kjartani og Sirrý á 15 ára afmæli Landnámssetursins. Bayeux og Borgarnes Sagnamaðurinn Reynir Tómas. Akraneskirkja. Ljósm.mm. Auglýst eftir presti í Garða- og Saurbæjarprestakalli

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.