Skessuhorn


Skessuhorn - 19.05.2021, Blaðsíða 31

Skessuhorn - 19.05.2021, Blaðsíða 31
MiðViKudAGuR 19. MAÍ 2021 31 Skagamenn léku tvo leiki í Pepsí Max deildinni í fótbolta frá því síð- asta blað var gefið út. Fyrri leikur- inn var útileikur gegn FH síðasta fimmtudagskvöld og byrjuðu Skaga- menn leikinn vel því Gísli Laxdal unnarsson skoraði með góðu skoti eftir sendingu Elias Tamburini strax á 6. mínútu. Skagamenn misstu svo mann út af á 28. mínútu eftir að Há- kon ingi Jónsson fékk tvö gul spjöld á fimm mínútna millibili með ansi klaufalegum hætti. Skagamenn því einum færri og FH-ingar voru fljót- ir til og nýttu sér liðsmuninn tveim- ur mínútum síðar þegar Óttar Bjarni Guðmundsson, leikmaður ÍA, skor- aði sjálfsmark eftir skot Péturs Við- arssonar. Staðan var því 1-1 í hálfleik og það var ekki fyrr en á 82. mínútu sem FH komst yfir með marki fyr- irliðans Matthíasar Vilhjálmssonar. Í kjölfarið brustu allar flóðgáttir og FH bætti við þremur mörkum á síð- ustu mínútunum og öruggur sigur FH-inga staðreynd, 5-1. Afdrifarík meiðsli Tveir leikmenn ÍA urðu fyrir slæm- um meiðslum í leiknum. Fyrst var það Sindri Snær Magnússon sem lenti í slæmu samstuði og er með tvö brotin rifbein og verður líklegast frá í 4-6 vikur. Síðar í leiknum meiddist markvörður ÍA, Árni Snær Ólafsson og er með slitna hásin og verður frá keppni út tímabilið. Markalaust Í seinni leiknum á mánudagskvöld- ið náðu Skagamenn ekki að krækja í sinn fyrsta sigur í Pepsi Max deild- inni þegar þeir tóku á móti Stjörn- unni í fjórðu umferð deildarinnar, lokastaðan í leiknum 0-0. Liðið sit- ur nú á botni deildarinnar með að- eins tvö stig ásamt fjórum öðrum liðum en aðeins þrjú stig eru upp í fimmta sætið. Tveir leikmenn ÍA léku sinn fyrsta leik í byrjunar- liði og annar þeirra, dino Hodzic, markvörður Skagamanna, lék sinn fyrsta leik í efstu deild en hann kom til liðs við ÍA frá Kára fyrir tíma- bilið. Þá var sóknarmaðurinn Mor- ten Beck mættur eftir að hafa kom- ið frá FH í síðustu viku og menn að vona að hann geti hjálpað við að leysa markaþurrð Skagamanna sem hafa aðeins skorað tvö mörk í fjór- um leikjum til þessa. Lítið um marktækifæri Fyrri hálfleikur var frekar tíðinda- lítill, liðin skiptust á að sækja en lítið um góð marktækifæri nema helst þegar Hilmar Árni Halldórs- son, leikmaður Stjörnunnar, fékk dauðafæri rétt fyrir hlé en renndi boltanum framhjá markinu. Í seinni hálfleik áttu Skagamenn hættu- legri færi, fyrst var það Gísli Laxdal unnarsson sem komst einn inn fyr- ir í byrjun hálfleiksins en markvörð- ur Stjörnunnar, Haraldur Björns- son, varði vel og síðan varði hann aftur þegar Viktor Jónsson slapp í gegn undir lok leiks eftir klaufaskap varnarmanns Stjörnunnar. Lokastaðan því markalaust jafnt- efli en Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, var nokkuð ánægður með sína menn í viðtali eftir leik: „Það hefur vantað hjá okkur að ná ekki að klára leiki með góðum frammistöðum. Ég er ánægður með margt en hefði viljað vinna leikinn og mér fannst við skapa tækifæri til að landa þessum sigri.“ Næsti leik- ur Skagamanna í Pepsi Max deild- inni verður næsta föstudag gegn HK í Kórnum í Kópavogi og hefst klukkan 18.00. vaks Það var sannkallað markaregn í Akraneshöllinni þegar Knatt- spyrnufélagið Kári tók á móti KV á föstudagskvöldið. Lauk leiknum með 4:4 jafntefli þar sem KV jafn- aði leikinn á fjórðu mínútu í upp- bótartíma, örfáum sekúndum fyr- ir leikslok. Káramenn voru mjög óheppnir að ná ekki að sigra í leikn- um því í stöðunni 4:3 fengu þeir tvö upplögð færi til þess að klára leik- inn sem ekki nýttust. Marinó Hilmar Ásgeirsson átti stórleik hjá Kára og skoraði þrennu í leiknum. Hann skoraði fyrstu tvö mörk leiksins og kom Kára í 2:0. Komu mörkin á 14. og 35. mín- útu leiksins. En KV náði að skora tvö skallamörk undir lok hálfleiks- ins á 41. og 43. mínútu og voru þeir Kristján Páll Jónsson og Ask- ur Jóhannsson þar að verki en vörn Káramanna leit ekki vel út í mörk- unum. Staðan 2:2 í hálfleik. Leikmenn KV höfðu heldur undirtökin framan af síðari hálfleik en Káramenn áttu góðar skyndi- sóknir og úr einni slíkri fullkomn- aði Marinó Hilmar þrennu sína á 70. mínútu en níu mínútum síðar fékk KV vítaspyrnu og skoraði ing- ólfur Sigurðsson úr spyrnunni. Og staðan aftur jöfn. Káramenn gáf- ust ekki upp og bættu í sóknina og fengu vítaspyrnu á 82. mínútu þeg- ar markvörður KV braut á Mar- inó Hilmari sem var kominn einn í gegn. Ómar Castaldo Einarsson markvörður KV fékk að líta gula spjaldið fyrir brot sitt en margir voru á því að annar litur hefði átt að vera á spjaldinu. Það var Martin Montipo sem skoraði úr vítaspyrn- unni en hann er nýkominn til Kára að láni frá ÍA sem fékk leikmanninn til sín í síðustu viku. Á dramatískum lokamínútum þegar Káramenn fengu upplögð marktækifæri til að klára leikinn náðu Vesturbæingarnir í KV að jafna eftir mikinn hamagang í víta- teig Káramanna og var Þorsteinn Örn Bernharðsson þar að verki. Lokatölur 4:4 og Kári er því með eitt stig eftir fyrstu tvær umferðirn- ar í 2. deildinni. Næsti leikur Kára- manna verður á útvelli gegn Reyni Sandgerði næstkomandi föstudag og hefst klukkan 19.15. se Reynir Hellissandi byrjaði ekki vel í fyrsta leik sínum í C-riðli fjórðu deildar sem fram fór á Ásvöllum í Hafnarfirði á sunnudag. Liðið spil- aði gegn KÁ og tapaði með fjór- um mörkum gegn engu. Staðan var markalaus eftir fyrri hálfleikinn en seint í seinni hálfleiknum skoruðu heimamenn fjögur mörk og upp- skáru sanngjarnan 4-0 sigur. Fyrst var það daði Snær ingason með mark á 79. mínútu, síðan þeir Al- exander Snær Einarsson og Aron Hólm Júlíusson með sitt markið hvor og Sindri Hrafn Jónsson var síðan með mark á lokamínútu leiks- ins. Næsti leikur Reynis er á Ólafs- víkurvelli þriðjudaginn 25. maí gegn liði Mídasar og hefst klukk- an 20.00. vaks Víkingur Ólafsvík tapaði stórt á heimavelli fyrir liði Aftureldingar á föstudagskvöldið í annarri um- ferð Lengjudeildar karla í knatt- spyrnu. Lokatölur 5-1 fyrir gest- ina. Gestirnir byrjuðu með látum. Kristófer Óskar skoraði tvö mörk á fyrstu átta mínútunum og síðan bætti Valgeir Árni Svansson þriðja markinu við á 13. mínútu. Víking- ur minnkaði muninn á 17. mínútu með marki Hlyns Sævars Jónssonar en Kristófer fullkomnaði þrennuna eftir tæplega hálftíma leik og staðan í hálfleik, 1-4. Hasarinn hélt áfram í síðari hálf- leik. Emmanuel Eli Keke var rek- inn af velli á 60. mínútu en það var víst frekar furðulegur dómur. Eli Keke og Kristófer voru að rífast inni í teig þegar Konráð Ragnars- son, markvörður Víkinga, kom og hrinti Kristófer. dómari leiksins ákvað hins vegar að reka Eli Keke af velli og leiðrétti það ekki. Krist- ófer skoraði síðan fjórða mark sitt skömmu síðar og rétt fyrir leikslok var Hlynur Sævar rekinn af velli fyrir að sparka boltanum í burtu og Víkingur þá tveimur mönn- um færri. Lokastaðan því 5-1 fyr- ir gestina sem eru með fjögur stig eftir tvær umferðir en Víkingur er enn án stiga. Í viðtali við fotbolti.net eftir leik sagði Gunnar Einarsson, þjálf- ari Víkinga, að þetta væri ofboðs- lega svekkjandi og fúlt. „Það er lít- ið annað að gera en að horfa fram á við og mæta í næsta leik. Það er verðugt verkefni á móti Kórdrengj- um og mér finnst gaman að etja við þá kappi og ég trúi ekki öðru en að mínir menn geti peppað sig upp í að mæta því liði.“ Næsti leikur Víkinga er einmitt á móti áðurnefndum Kórdrengjum og verður á Ólafsvíkurvelli föstu- daginn næsta og hefst kl. 19.15. vaks Markaregn í Akraneshöllinni Reynismenn töpuðu í fyrsta leik Víkingur komst lítt áleiðis í leiknum á föstudag: Ljósm. af. Ólsarar töpuðu fyrir Aftureldingu Nú reynir á Dino Hodzic markmann Skagamanna eftir að Árni Snær Ólafsson meiddist í síðustu viku og verður frá keppni út þetta tímabil. Dino lék á mánudaginn sinn fyrsta leik í efstu deild. Ljósm. Guðmundur Bjarki Halldórsson. Stórtap og markalaust jafntefli hjá Skagamönnum

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.