Orð og tunga - 2021, Blaðsíða 123
112 Orð og tunga
Efnisskipan greinarinnar er á þann veg að í öðrum hluta grein
ar innar er gerð grein fyrir útgefnum orðasöfnum á sviði fjármála.
Í þriðja kafla er greint frá framkvæmd rannsóknarinnar og í fjórða
kafla er fjallað um niðurstöður. Í síðasta kafla eru lokaorð.
2 Íðorðastarf á sviði fjármála á Íslandi
Í þessum kafla fjalla ég um útgefin orðasöfn á sviði fjármála og hvað
fram kemur um mikilvægi íðorðastarfsemi í íslenskri málstefnu,
í lögum um stöðu íslenskrar tungu og í þingsályktun um að efla
íslensku sem opinbert mál á Íslandi. Litið er á hvaða leiðir hafa verið
einkennandi við að efla orðaforða á sviði fjármála.
2.1 Íðorð og íslensk málpólitík
Íðorð eru orð eða orðasambönd sem tilheyra ákveðnu efnissviði, hafa
afmarkaða og sértæka merkingu og eru hluti af hugtakakerfi inn an
efnissviðsins. Algengast er að íðorð séu nafnorð og enda þótt flest
íðorð séu einyrt, s.s. bankainnstæða, eiginaðhverfur og hagnýta, er ekki
óalgengt að þau séu fleiryrt, s.s. afleidd verðvísitala, afskrifaðar tap aðar
kröfur, afstemming á bankareikningi og CPM-aðferð (sjá Ágústu Þor
bergs dóttur 2011a:292–294).
Þegar þau orðasöfn, sem nefnd eru í kafla 2.2 eru skoðuð, má berlega
sjá að unnið hefur verið að því að auka orðaforða á sviði viðskipta
og hagfræði svo að unnt væri að nota tungumálið í samtímanum
og fjalla um hugtök eða hluti sem bera upphaflega erlend heiti (sbr.
Halldór Halldórsson 1987:94). Þetta er í samræmi við aðalmarkmið
íslenskrar málstefnu, Íslensku til alls (2009:11), sem samþykkt var á
Alþingi 2009, þ.e. að tryggja að íslenska verði notuð á öllum sviðum
íslensks samfélags. Greinilegt er að fyrst og fremst hefur verið farin
sú leið að mynda ný orð úr innlendum orðstofnum. Tökuorð eru
mjög fátíð (nettó, brúttó) en nokkuð er um svokallaðar tökuþýðingar
þar sem myndað er orð hliðstætt að gerð og merkingu og erlent orð
(flæðilína úr e. flow line; grár markaður úr e. grey market).
Í þessu samhengi er áhugavert að leiða hugann að því að orðalagið
íðorðasmíð er notað í Íslensku til alls (2009:47, 54, 76) og bendir það til
þess að síður er gert ráð fyrir að sú leið verði farin að taka upp erlend
orð og laga þau að íslenskri stafsetningu og hljóð og málkerfi þannig
að þau falli sem best að málinu. Myndun nýyrða úr innlendum
tunga_23.indb 112 16.06.2021 17:06:51