Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.01.2021, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.01.2021, Blaðsíða 16
eftir kosningarnar í nóvember 2016. Og svarið er: Aldrei! Óreynt lið tekið í bóli Demókrötum tókst að blekkja Jeff Session nýskipaðan dómsmálaráðherra að hann væri vanhæfur til þess að skipa sérstakan saksóknara í rannsókn á meintu sam- særi hins nýkjörna forseta við Pútín (!) um að komast til valda. Eftir nær þriggja ára rannsókn á því máli, sem aldrei var heil brú í, rann það út í sandinn. Óend- anlegir fjármunir og þaulvanir saksóknarar úr röðum demókrata með ríkulegar heimildir gátu ekki soðið súpu úr ryðguðum naglanum eina. Þeir höfðu þó sýnt áður að einskis yrði svifist. En á meðan á öllum þessum tilraunum stóð leið aldr- ei vika án þess að hinir „virtu og virðulegu“ fjölmiðlar vestra birtu „nýjar upplýsingar“ frá „afar traustum heimildum“ um að náðst hefðu fram þessar og hinar upplýsingar sem hefðu nú rennt afgerandi stoðum undir rússaákæru. Þingmenn demókrata kyntu undir allri vitleysunni með eigin yfirheyrslum í þinginu og má rétt ímynda sér hversu skaðleg áhrif allar þessar uppdiktuðu „fréttir“ höfðu á starf nýs forseta og nýrr- ar ríkisstjórnar. Hinir „virtu“ hafa aldrei upplýst hverjir hinir traustu heimildarmenn voru sem aldrei reyndust hafa annað fram að færa en það sem blöðin hlupu sjálf frá í hvert eitt sinn. Fjölmiðlar með minnstu sómakennd afhjúpa lyga- laupa sem þykjast hafa heimildir. Ella sitja þeir sjálfir uppi með alla lygina, og stórskaðaða ímynd um langa hríð. Skrípaleikur Pelosi Hver man ekki eftir því þegar forsetinn á miðju kjör- tímabili sínu flutti hefðbundna skýrslu til þjóðarinnar, að Pelosi forseti fulltrúadeildar stóð upp fyrir aftan hann, svo forsetinn gat ekki vitað hvað fram fór þar, og reif ræðu hans í tætlur og henti í ruslafötuna. Hvernig telja menn að fjölmiðlar hefðu látið hefði háttsettasti maður þingsins, úr röðum repúblikana, hagað sér með slíkum ósköpum við forseta demókrata? En þetta mátti hún að eigin sögn vegna þess að Trump var aldr- ei rétt kjörinn forseti. „Pútín þú veist.“ Því slíkur tryllingur? En hvers vegna var mönnum svona uppsigað við Trump? Skýringar demókrata eru eftirminnilegar. Ein var sú að kosning hans væri ómarktæk þegar hugsað væri til þeirra sem kusu hann. Á fundi með bankamönnum á Wall Street kallaði Hillary, frambjóð- andi demókrata, þá kjósendur „The deplorable“. Ein- faldasta þýðingin er „pakkið“. En þess utan auðvitað þetta, þið vitið, með Pútín. Sjálfskipaðir sérfræðingar hér heima töldu ótvírætt að sönnun hefði fengist um rússagaldurinn þegar FBI taldi sig geta rakið auglýsingakostnað í sjónvarpi, ætt- aðan frá Rússum, sem í dollurum svaraði því að Rúss- ar hefðu varið í heild 30 þúsund krónum til að hafa Þ orrinn er mættur. Á Vísindavefnum er fróðleikur um hann eins og svo margt annað. Árni Björnsson og Guðrún Kvaran og margir fleiri eru hafsjór um dagana og hvernig þeir og Íslend- ingar hafa fylgst að frá upphafi land- náms og reyndar átt samleið á öldunum þar á undan. Guðrún: „Þorri er nafnið á fjórða mánuði vetrar að gömlu íslensku misseratali. Hann hefst á föstudegi á bilinu 19.-26. janúar og lýkur á laugardegi áður en góa tekur við. Sá laugardagur er nefndur þorraþræll.“ Hún vitnar svo til orðsifjabókar Ásgeirs Bl. Magnús- sonar um „að orðið sé oftast tengt sögninni að þverra, minnka, skerðast“. Ásgeir telur þó að til greina komi að tengja það lýsingarorðinu þurr og bendir á vísu- brotið „Þurr skyldi þorri“ en framhald þess er: „þey- söm góa, votur einmánuður, þá mun vel vora.“ Og svo „Í Fornaldarsögum Norðurlanda er kafli með yfir- skriftinni „Hversu Noregr byggðist“ (II:75). Þar segir frá manni nokkrum er Fornjótur hét. Hann átti þrjá syni og hét einn þeirra Kári. Sonur hans var Snær konungur og börn Snæs voru Þorri, Fönn, Drífa og Mjöll. Þorri átti þrjú börn, tvo syni sem hétu Nór og Gór, og dótturina Gói. Um Þorra er sagt að hann hafi verið ágætur konungur. „Hann blótuðu Kænir til þess er snjóva gerði ok væri skíðfæri gott. Þat er ár þeira. Þat blót skyldi vera at miðjum vetri, ok var þar þaðan af kallaðr Þorra mánaðr.“ Í öðrum kafla í sama riti er kafli með yfirskriftinni „Fundinn Noregr“ (II:88). Þar segir að Þorri hafi verið blótmaður. „Hann hafði blót á hverju ári at miðjum vetri; þat kölluðu þeir Þorrablót. Af því tók mánaðrinn heiti.“ Ljóst er af þessu að þorra- blót voru þekkt til forna.“ Og svo það sem farið hafði fram hjá bréfritara að „þau þorri og góa (áður Gói) voru gerð að hjónum í síðari alda heimildum en börn þeirra voru einmánuður og harpa“. „Húsbændur áttu að „fagna þorra“ eða „bjóða þorra í garð“. Það áttu þeir að gera með því að fara fyrstir á fætur fyrsta dag í þorra. Þeir áttu að fara út á skyrtunni einni og vera bæði berlæraðir og berfættir en fara í aðra buxna- skálmina og láta hina lafa eða draga hana á eftir sér. Þeir áttu að ljúka upp bænum, hoppa á öðrum fæti í kringum allan bæinn og bjóða þorra velkominn til húsa. Þorra var síðan fagnað með því að bjóða til veislu.“ Fyrir dekurkynslóðir okkar er ekkert eftir af þessum fyrirmælum nema þetta síðasta að „bjóða til veislu“. Og á vísindavefnum er minnt á að finna má þessi orðatiltæki á bókum: „Hægt er að þreyja (þeyja) þorr- ann og góuna.“ Iðulega hendir okkur latmælta að sleppa góunni og láta okkur nægja að nefna áform um að þreyja þorrann. Eftir að Íslendingum lánaðist eftir aldaneyð að búa almennt betur að heimilunum en fyrr var fært er vetrartíð önnur ógn og minni en áður var. Batnandi tíð kom í land þegar okkur tókst að verða ábyrg í eigin málum. Því er það að minnsta kosti skrít- ið að heilu stjórnmálaflokkarnir hafa það sem sitt eina mál að komast í gamalt klúður á ný. Fáar þjóðir búa al- mennt við jafngóðan húsakost og hér er og mildar hann mjög mislynt veðurfar, sem forðum var áhættu- þáttur íslenskrar tilveru. Heita vatnið okkar er öfund- arefni allra sem kynnast og eins mengunarlaus raf- magnsframleiðsla. Reyndar er það svo að Lands- virkjun lýgur því hiklaust á opinberum kvittunum að landinn framleiði drjúgan hluta rafmagnsins með kjarnorku! Og aumingjadómur stjórnmálamanna nú- tímans er slíkur að þeir bera ekki við að henda út heimabakaðri niðurlægingu hæstlaunuðu embættis- manna þjóðarinnar. Almenningur fær engar boðlegar skýringar á þessu furðulega tiltæki. Það „kjarnorkar margt tvímælis þá gert er“ kemst næst því að vera skýring af hálfu „yfir- valda“. Kannski koma einhvern tíma viðbrögð. Þar til þreyjum við þorrann enda hugtakið ekki lengur bund- ið við árstíma kulda og myrkurs. Ritskoðurum ekki hlýtt Víða um heim er það kokgleypt að bandaríska þjóðin andi öll léttar eftir að oki Trumps hafi verið af henni létt. En bandaríska þjóðin var reyndar furðu jafnskipt á milli þeirra sem vildu Trump áfram og hinna sem vildu Trump burt. Varla nokkur blandaði Biden í þá spurningu, hlutfallið á milli manna í öðrum löndum er samkvæmt margvíslegum mælingum allt annað en þetta. Megn andúð á Trump var sannarlega yfirgnæf- andi í þeim löndum þar sem spurt var. Og er þá nánast eingöngu átt við Vesturlandaþjóðir. Við þykjumst vita það með góðri vissu að miðstjórn Kínverska komm- únistaflokksins, fyrir hönd rúmlega milljarðs manna, sé algjörlega sammála nefndum könnunum. En það vekur óneitanlega nokkra undrun að svo mjótt hafi verið á mununum í heimalandi stóru flokkanna tveggja. Trump og hans áhangendur og stuðningsmenn hafa fullyrt að rangt hafi verið haft við í kosningunum nú síðast og þau rangindi hafi beinst sérstaklega að nokkrum kjördæmum þar sem mjótt var á munum. Og það hafi ráðið úrslitum. Þessar fullyrðingar hafa þótt býsna ósvífnar og jaðri við landráð að mati þeirra sem hneykslaðastir eru. Þar eru ekki aðeins á ferðinni „the mainstream media“ vestra sem lagðist öll á aðra hlið. Ekki einungis í aðdraganda kosninganna heldur hvern einasta dag kjörtímabilsins sem hófst með því að Trump fékk kjör sitt staðfest. Og þessi ráðandi fjölmiðlaher hefur fulla heimild til að haga sér í þeim efnum eins og hann vill. Hann er ekki með lagaskyldu að gæta hlutleysis, eins og hér er, en ekkert hins vegar gert með! Erlendir fréttamenn, undantekningarlítið, hafa dregið sama vagn. Nú seinast sást fréttamaður BBC vestra segja í fréttum að „flestum“ þætti það lág- markskrafa að fráfarandi forseti viðurkenndi fyrir inn- setningu Joes Bidens að ekki hefði verið haft rangt við í forsetakosningunum. Það hljómar vel og ekki ósann- gjarnt. En samt spurðu einhverjir: Hvenær viður- kenndu demókratar að Trump væri réttkjörinn forseti Smjaður endist illa. Ritskoðunarkröfur verr Reykjavíkurbréf22.01.21 16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.1. 2021

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.