Fréttablaðið - 10.07.2021, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 10.07.2021, Blaðsíða 70
Þetta er spennandi og áhugavert viðfangsefni um meðferð á sjö konum. TÓNLIST Sönghátíð í Hafnarborg Tónlist eftir: Bach og Händel, og úr íslenskum sönghandritum frá barokktímanum. Flytjendur: Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, Benedikt Kristjánsson, Pétur Björnsson, Halldór Bjarki Arnarson og Sigurður Halldórsson. Hafnarborg laugardaginn 3. júlí. Jónas Sen Þeir sem reyna að breiða út inn- hverfa íhugun og kenningar Mahar- ishi Mahesh Yogi monta sig gjarnan af ótal vísindarannsóknum. Á öllum svæðum í heila iðkenda á meðan þeir stunda íhugunina eru alfabylgj- ur ráðandi. Það merkir að heilinn er slakur og einbeittur í senn. Sömu niðurstöðu, eða svipaða, má fá með því að hlusta á barokk- tónlist. Hún var samin á tímabilinu 1600–1750. Geislafræðingur nokkur, dr. Mohiuddin, gerði eitt sinn rann- sókn á þessu. Hann lét alla deildina á spítalanum hlusta á barokktón- list í heyrnartólum á meðan hún stundaði vinnu sína. Niðurstaðan var afgerandi: Af köst jukust og mönnum leið almennt betur, því þeir urðu svo rólegir. Fleiri rannsóknir hafa verið gerð- ar, sem sýna að barokktónlist er sér- staklega góð fyrir hvers kyns heima- lærdóm, fólk verður einbeittara, en samt friðsælla, og árangurinn er í takti við það. Hin indæla ró Yfirskriftin á tónleikum á Söng- hátíð í Hafnarborg á laugardaginn var helguð barokktónlist og bar yfirskriftina Indæla ró. Þarna var tónlist eftir Bach og Händel, en ekki bara það. Inn á milli voru sálmar og lög úr íslenskum sönghandritum frá sama tíma. Menningarlífið á Íslandi var nefnilega blómlegra en margir halda og það kom skýrt fram hér. Heyra mátti úr kvæða- bók Ólafs Jónssonar á Söndum, úr handritunum Hymnodiu Sacra og Melódíu, úr Maríusöngvum sr. Daða Halldórssonar og fleira. Allt var það forkunnarfögur músík. Maður fann alfabylgjurnar nánast f læða út um eyrun á tónleikunum. Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir og Benedikt Kristjánsson sungu og gerðu vel. Sú fyrrnefnda var í prýði- legu formi. Hún söng af alúð og inni- leika, röddin var tær og öguð. Agi og formfesta er einmitt einkenni barokktónlistar, en samt er hún líka svo lifandi. Hún er því sjaldan leiðinleg, nema auðvitað þegar hún er illa flutt, sem var ekki upp á ten- ingnum hér. Buxnahlutverk Guðrún brá sér meðal annars í svo- kallað buxnahlutverk. Það var í Cara speme úr óperunni Júlíus Sesar eftir Händel. Buxnahlutverk er það þegar kona er í hlutverki karls. Sjón- rænt séð var það ekkert sérstaklega sannfærandi, því Guðrún Jóhanna var í f lottum kjól. Söngurinn sjálfur var þó vissulega glæsilegur, löðrandi í testósteróni. Söngkonan getur greinilega allt. Benedikt var líka magnaður. Túlkun hans var í hvívetna öguð og formföst, en samt gædd nauðsyn- legri snerpu. Hann skilaði megin- einkennum barokktónlistarinnar frábærlega vel til áheyrenda, söng af hástemmdri einlægni og himneskri andakt. Hljóðfæraleikurinn var góður. Pétur Björnsson lék af snilld á fiðlu, spilamennskan var hófstillt og fal- lega mótuð. Hann tranaði sér aldrei óþarflega mikið fram, heldur féll leikur hans fullkomlega að heildar- myndinni. Sigurður Halldórsson sellóleikari var líka með sitt á hreinu og Halldór Bjarki Arnarson var pott- þéttur á sembalinn og orgelið. Þetta var frábær skemmtun. n NIÐURSTAÐA: Sérlega flott dag- skrá þar sem barokktónlist Evrópu blandaðist saman við íslensk lög og sálma frá sama tíma. Alfabylgjur og allt á hreinu Hún söng af alúð og innileika, segir Jónas Sen um Guðrúnu Jóhönnu. Óperur eftir Karólínu Eiríks- dóttur verða frumfluttar á Álandseyjum og í Svíþjóð. kolbrunb@frettabladid.is Þann 15. júlí næstkomandi verður óperan Lisabeta eftir Karólínu Eiríksdóttur frumflutt í Alandica konserthúsinu á Álandseyjum. Óperan byggir á sannsögulegum viðburðum, en á 17. öld voru sjö konur líflátnar á Álandseyjum fyrir galdra. „Fyrir sjö árum var flutt eftir mig á Álandseyjum óperan Magnus María sem gekk mjög vel og var sýnd víða á Norðurlöndum, meðal annars í óperuhúsunum í Ósló og Helsinki, Borgarleikhúsinu í Stokk- hólmi og einnig hér á landi á Lista- hátíð árið 2015. Núna eru Álandsey- ingar að halda upp á hundrað ára sjálfsstjórn og af því tilefni var ég beðin um að semja óperu upp úr bók sem rithöfundurinn Carina Karlsson skrifaði um ofsóknir gegn galdrakonum,“ segir Karólína. Hljómsveitarstjóri á óperusýn- ingunum verður hin finnska Anna- Maria Helsing, sem hefur meðal annars stjórnað Sinfóníuhljómsveit Íslands. „Um páskana 2019 hittumst við Karlsson og Helsing hér á Íslandi til að ræða saman ásamt Idu Kron- holm, leikstjóra sýningarinnar. Það er mikilvægt í stóru verkefni eins og þessu að allir sem að því koma séu á sömu blaðsíðunni,“ segir Karó- lína. „Þetta er spennandi og áhuga- vert viðfangsefni um meðferð á sjö konum sem tengist fáfræði og galdraofsóknum sem voru við lýði á 17. öld í Evrópu. Í september verður síðan frum- flutt í Piteå í Svíþjóð óperan BLY eftir Karólínu. „Ég var líka beðin um að skrifa þá óperu. Boð um þessar tvær óperur komu nánast í sömu vikunni. BLY er drama, um fjölskyldu þar sem hlutirnir fara nokkuð mikið úr skorðum,“ segir Karólína. Hún verður viðstödd báðar frum- sýningarnar. Spurð hvort til standi að setja óperurnar upp hér á landi segist hún ekki geta sagt til um það og bætir við: „Ég hef lítið gert til að vekja athygli á þeim. En þetta er mikið gleðiefni og ég hlakka til að vera viðstödd æfingar í næstu viku og auðvitað frumsýninguna.“ n Frumflutningur á óperum Karólínu Á Álandseyjum og í Svíþjóð verða óperur Karólínu frumfluttar. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR stod2.is 38 Menning 10. júlí 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐMENNING FRÉTTABLAÐIÐ 10. júlí 2021 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.