Verktækni - 2012, Blaðsíða 1

Verktækni - 2012, Blaðsíða 1
Ráðstefna 16. nóvember 3 Radonmengun í húsum 8 Af stjórnarborðum 12 Ársfundur FEANI 6 Sofandaháttur í samgöngumálum 13 5 . t b l . 1 8 . á r g . 2 01 2 Kjaramál 4 Hönnun fangelsis á Hólmsheiði er hafin á grundvelli vinningstillögu Arkís arkitekta- stofu. Úrslit í hönnunarsamkeppninni voru tilkynnt í júní síðastliðnum. Um er að ræða nýtt gæsluvarðhalds- og móttökufangelsi með deild fyrir kvenfanga, aðstöðu fyrir afplánun skemmri fangelsisrefsinga og vararefsinga. Fangelsisbyggingin verður með 56 fangarýmum og um 3.700 fermetrar að stærð. Í hönnunarteyminu eru, auk Arkís arkitektastofu, Mannvit,Verkís og VSI – öryggishönnun og ráðgjöf. Gert er ráð fyrir að hönnun byggingarinnar og útboðsgögn verði tilbúin vorið 2013 og í kjölfarið geti framkvæmdir hafist. Vorið 2015 er stefnt að því að ljúka framkvæmdum og taka bygg- inguna í notkun. Áætlaður kostnaður við fangelsið er rúmlega tveir milljarðar króna. Fangelsið verður hannað og byggt sam- kvæmt alþjóðlega umhverfisvottunar- kerfinu BREEAM. Verkefnið fellur vel að meginreglum Nordic Built sáttmálans sem innanríkisráðherra og hönnunarhópurinn undirritaði í byrjun októbermánaðar. Nordic Built er samvinnuverkefni sem hvetur til þróunar samkeppnishæfra lausna Fangelsi á Hólmsheiði í vistvænni mannvirkjagerð. Verkefnið miðar að því að Norðurlöndin nái mark- miðum sínum um að vera leiðandi í nýsköpun, grænum hagvexti og velferð. Nordic Built er eitt af sex svonefndum kyndilverkefnum sem stofnað var til í tengslum við mótun nýrrar stefnu um sam- vinnu í iðnaðar- og nýsköpunarmálum, með áherslu á grænan vöxt, sem norrænu viðskipta- og iðnaðarráðherrarnir sam- þykktu í október 2011. Nordic Built verkefnið verður framkvæmt í þremur tengdum áföngum á tímabilinu 2012-2014. Í fyrsta áfanga verkefnisins hefur áhersla verið lögð á að skilgreina þær sameiginlegu áskoranir og tækifæri sem norræni byggingariðnaðurinn stendur frammi fyrir. Sú vinna leiddi til Nordic Built sáttmálans, Nordic Built Charter, sem er kjarni verkefnisins.

x

Verktækni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.