Þjóðmál - 01.12.2016, Blaðsíða 8
Alþingi. Á grundvelli kosningaúrslitanna
og upplýsinga, sem fram komu á
þeim fundum, afhenti ég formanni
Sjálfstæðisflokksins, Bjarna Benediktssyni,
umboð til stjórnarmyndunar. Viðræður
undir forystu hans skiluðu ekki árangri.
Formaður Vinstri hreyfingarinnar - græns
framboðs, Katrín Jakobsdóttir, tók þá við
stjórnarmyndunarumboði en aftur leiddu
viðræður ekki til farsællar niðurstöðu.
Þegar Katrín skilaði umboði til
stjórnarmyndunar í síðustu viku lá ekki
skýrt fyrir hver skyldi taka við því. Ég
ákvað að bíða um stund með að stíga
það skref, með hliðsjón af því að línur
myndu hugsanlega skýrast án þess að
einn stjórnmálaleiðtogi hefði umboðið
á hendi. Fyrir slíkri ákvörðun eru ýmis
fordæmi, má til dæmis nefna gang
stjórnarmyndunarviðræðna árin 1987,
1983 og 1978.
Raunin varð sú að formenn
Sjálfstæðisflokks og Vinstri hreyfingarinnar
- græns framboðs ræddu saman um
möguleika á myndun ríkisstjórnar
þessara tveggja flokka með aðild þriðja
stjómmálaflokksins eða fleiri flokka. Upp
úr þeim viðræðum slitnaði en nánast um
leið lýstu fulltrúar Bjartrar framtíðar, Pírata,
Samfylkingar og Viðreisnar þeim vilja
sínum að ræða á ný myndun stjórnar þeirra
flokka og Vinstri hreyfingarinnar - græns
framboðs.
Fyrr í dag kallaði ég leiðtoga eða fulltrúa
allra stjórnmálaflokka á þingi til fundar,
leitaði álits þeirra á möguleikum til
stjórnarmyndunar og því hver skyldi næst
leiða hugsanlegar viðræður um myndun
ríkisstjórnar. íframhaldinu boðaði ég
Birgittu Jónsdóttur, þingflokksformann
Pírata, á minn fund og fól henni umboð til
stjórnarmyndunar.
tÖHUW
VIÐBUR^.
, $k6gar4í'C
^“>L'a9U"
©S.oMÖM'
9 Nexu*
!5^iM48urt'°r‘
g2.oW*b*r
NYR VIÐBURÐAVEFUR
FUNDIR OG RAÐSTEFNUR
J3 TÓNLIST
KVIKMYNDIR
LEIKHUS
MYNDLIST
AÐRIR VIÐBURÐIR
o SJÓNVARPSDAGSKRÁ
- vinsælasti vefur landsíns
Allt það helsta á einum stað
6 ÞJÓÐMÁL vetrarhefti 2016