Þjóðmál - 01.12.2016, Blaðsíða 17

Þjóðmál - 01.12.2016, Blaðsíða 17
„Við lítum á okkur sem höfuðandstæðing Sjálfstæðisflokksins í íslenskum stjórnmálum. Það er erfitt fyrir menn að festa merkimiða á okkur og kalla miðjuflokk eða vinstriflokk vegna þess að við viljum ná yfir breitt svið í samfélaginu. Við erum fyrst og fremst flokkur jafnaðarstefnunnar... Við erum jafnaðarflokkur og það skiptir mig engu máli hvort menn vilja kalla hann miðjuflokk eða vinstriflokk." þörf á að jafna leikinn í samfélaginu og við erum tilbúin til þess að veita ríkisstjórn forystu. Við erum tilbúin til þess hvenær sem er að taka við stjórnartaumunum, hvort heldur er á þessu kjörtímaþili eða eftir næstu kosningar. Kæru flokkssystkin. Ég lýsi yfir að af minni hálfu þá hefst kosn- ingastarfið strax í dag." „Það verður okkar hlutverk, sem erum komin saman í þessum sal, að gæða stjórn- málin siðferðilegu inntaki, sem þau skortir svo mjög í dag,"sagði Össur sem undir lok ræðunnar lagði áherslu á helstu baráttumálin: „Við berjumst fyrir sanngjörnu samfélagi jafnra tækifæra. Við viljum að einstaklingur- inn blómstri í samfélagi sem sinnir um hann. Við vitjum að réttindi haldist í hendur við skyldur. Við viljum að öflugt efnahagslíf og sanngjarnt samfélag fari saman. Við teljum að einstaklingsframtak og félags- hyggja eigi samleið. Við viljum gagnsæja og lýðræðislega stjórnsýslu með dreifðu valdi. Við einsetjum okkur að breyta íslenskum stjórnmálum með nýjum hug- myndum á grunni samhjálpar og atorku." í viðtali við MorgunPlaðið 9. maí sagði hinn nýkjörni formaður að lagður hefði verið grunnur að aðferðum til„þess að vinna okkur inn í framtíðina"og bætti við: „Sterk átakahefð hefur einkennt flokkana á vinstri vængnum. Ég hef einsett mér að útrýma henni og leggja áherslu á að iðka samræðustjórnmál, þar sem menn ræða sig að niðurstóðu. Þáttur í því er að einangra málaflokka, sem við þurfum að takast á við og kalla sem oftast til sérfræðinga til að eiga orðaskipti við okkur. Það gerðum við með glæsilegum árangri á málstofum sem haldnar voru á stofnfundinum." Það var skýrt í huga Össurar hver helsti andstæðingur Samfylkingarinnar væri: „Við lítum á okkur sem höfuðandstæðing Sjálfstæðisflokksins í íslenskum stjórn- málum. Það er erfitt fyrir menn að festa merkimiða á okkur og kalla miðjuflokk eða vinstriflokk vegna þess að við viljum ná yfir breitt svið í samfélaginu. Við erum fyrst og fremst flokkur jafnaðarstefnunnar. Við erum lítil þjóð í stóru landi sem hefur lifað af hörmungar og hallæri í gegnum aldirnar vegna samhjálpar. Það er því ákaflega sterk hefð fyrir samhjálp og jafnaðarhyggju á íslandi. Þess vegna geri ég mér vonir um að vel framsett stefna, sem er sett fram af heiðarleika og án nokkurs hroka og flokkur sem reynir að skilgreina þau vandamál sem berja að dyrum og leitar svara við þeim, eigi mikinn hljómgrunn. Við erum jafnaðarflokkur og það skiptir mig engu máli hvort menn vilja kalla hann miðjuflokk eða vinstriflokk. Mitt starf í stjórnmálum gengur ekki eftir merkimiðum." 8 PÖSTUDAGUK 12. MAl 2000 ÞJÓÐMÁL vetrarhefti 2016 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.