Þjóðmál - 01.12.2016, Blaðsíða 19

Þjóðmál - 01.12.2016, Blaðsíða 19
hjá Samfylkingunni. í kosningunum 2003 ákvað Össur Skarphéðinsson, að skynsam- legast væri að tefla Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, borgarstjóra fram sem for- sætisráðherraefni flokksins. Hún settist í „baráttusæti"flokksins en náði ekki kjöri. En þótt Ingibjörg Sólrún næði ekki markmiðinu var Samfylkingin ótvíræður sigurvegari kosninganna. Fylgið vartæp 31% - aðeins 2,7%-stigum minna en Sjálfstæðisflokksins sem tapaði töluverðum stuðningi. Samfylk- ingin var með 20 þingmenn á móti 22 hjá Sjálfstæðisflokknum.1 Draumurinn um að verða turn íslenskra stjómmála var innan seilingar árið 2003. Innanmein komu hins vegar í veg fyrir sókn í kosningunum 2007. Og þrátt fyrir kosninga- sigurinn2003 urðu margirfyrir vonbrigðum - sigurinn átti að verða enn stærri. Framboð Ingibjargar Sólrúnar til Alþingis vakti hörð viðbrögð meðal samstarfsflokka Samfylkingarinnar í R-listanum. Framsóknar- flokkurinn og Vinstri grænir gátu eðlilega ekki sætt sig við framboðið. Ingibjörg Sólrún neyddist til að tilkynna að hún myndi láta að embætti borgarstjóra. Að loknum þingkosn- ingunum um vorið 2003 var staða hennar sérkennileg. Hún var í pólitísku tómarúmi, hætt sem borgarstjóri og hafði ekki náð kjöri sem þingmaður. Ingibjörg Sólrún hafði því engan vettvang til að beita sér af afli í stjórn- málum - hafa áhrif og völd Stuðningsmenn Ingibjargar Sólrúnar lögðu hart að henni að leggja til atlögu við Össur Skarphéðinsson og bjóða sig fram til formanns Samfylkingarinnar. Sumarið 2003 var gerð skoðanakönnun að undirlægi stuðningsmanna hennar sem sýndi að 87,3% kjósenda Samfylkingarinnar vildu að Ingibjörg Sólrúnhún yrði formaður. Hún ákvað hins að bíða og bjóða sig fram til vara- formennsku. Um leið lýsti hún því yfir að hún ætlaði bjóða sig fram til formanns á lands- fundi árið 2005. f samtali við Morgunblaðið 1 í ágúst 2005 sagði Bryndís Hlöðversdóttir af sér þingmennsku og tók við sem deildarforseti í háskólanum á Bifröst. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir tók sæti hennar. í ágúst útskýrði Ingibjörg Sólrún ákvörðun sína með eftifarandi orðum: „Ég hef... upplifað það á undanförnum dögum að Samfylkingarfólki líður mjög illa yfir því að ég hafi ekki einhverja formlega stöðu innan flokksins. Ég var ekki tilbúin til að fara í formannskosningu; taldi það ekki vera til farsældar fyrir flokkinn og því var þetta mín niðurstaða, þ.e. að bjóða mig fram til varaformanns á næsta landsfundi og stefna að því, með öllum þeim fyrir- vörum sem á því eru, að bjóða mig fram til formanns árið 2005 og þá á grundvelli þeirrar vinnu sem ég ætla að taka að mér fyrir flokkinn." Öllum var Ijóst að samskipti Össurar og Ingibjargar Sólrúnar voru stirð og virtust fgölskyldu tengsl ekki skipta þar máli. í frétta- skýringu Morgunblaðsins í janúar 2005 sagði meðal annars: „Allt frá því að Samfylkingin var stofnuð hefur verið lögð mikil áhersla á að flokks- menn leystu ágreiningsefni sín innan flokksins en efndu ekki til átaka á opin- berum vettvangi, en innanflokksátök voru áberandi í Alþýðubandalaginu og Alþýðu- flokknum. Forystumenn Samfylkingarinnar voru sér meðvitandi um að slík átök gætu eyðilagt fyrir flokknum, en þeir vildu jafn- framt byggja upp flokk sem ekki byggði flokksstarf sitt á átakahefðum gömlu flokkanna. Þó þetta hafi að mörgu leyti tekist ágætlega er ekki þar með sagt að innan flokksins séu ekki átök. Það þarf ekki að tala lengi við Samfylkingarmenn til að skynja að þar er tekist á og þau átök snúast ekki hvað síst um völd. Samband Össurar og Ingibjargar Sólrúnar hefur verið stirt frá því að Ingibjörg Sólrún hóf afskipti af landsmálapólitík. Þau móta sína pólitíkog tala máli flokksins án samráðs hvort við annað." Ingibjörg Sólrún lagði Össur í formanns- kosningu í maí 2005. Yfirburðir Ingibjargar Sólrúnar voru töluverðir. Hún hlaut tvo þriðju atkvæða í póstkosningu. í sama mánuði var fylgi Samfylkingarinnar 33,9% samkvæmt Gallup-mælingu. Síðan fór hægt og bítandi ÞJÓÐMÁL vetrarhefti 2016 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.