Þjóðmál - 01.12.2016, Blaðsíða 23

Þjóðmál - 01.12.2016, Blaðsíða 23
Hvernig er Reykjavíkurpakkið? Það er til dæmis af þeirri tegund sem hafði alltaf illan bifur á Kristjáni Möller, af því að hann skildi að jafnaðarstefnan á að ná til byggðanna líka, ekki bara kynjanna eða skattbyrðarinnar." kosið flokk sem virðist vera í stanslausri eftirhermukeppni við Vinstri græna og á í stöðugu karpi við atvinnurekendur og forsvarsmenn atvinnulífsins... Vinstri grænir geta leyft sér að tala af ofsa gegn borgaralegum flokki sem talar fyrir frelsi einstaklings og frjálsri samkeppni. Nútíma- legir jafnaðarmenn geta ekki leyft sér það." Kolbrún, sem nú er ritstjóri DV hefur alla tíð skrifað og talað fyrir hugsjónum hefð- bundinna krata Alþýðuflokksins. í hennar huga á Samfylkingin„lítið sameiginlegt með nútímalegum jafnaðarmönnum". Áður hafði Kolbrún velt því fyrir sér hvar hægri-kratar væru niðurkomnir.„Þeir eru allavega ekki í Samfylkingunni því þangað eru þeir ekki velkomnir," svaraði Kolbrún en hún útilokaði ekki að í þingflokki Samfylkingarinnar væri hægri-krati ífelum: „Kannski væri ráð að þessi einstaklingur yrði háværari svo hægri-kratarnir sem flúðu Samfylkinguna gætu bent á hann og sagt: „Já sko, það er einn réttlátur meðal þeirra!"" Árni Páll fór særður frá formannsborðinu en Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, sem lengi var virkur í Samfylkingunni og tók þátt í prófkjöri, sagði í fésbókarfærslu að skiljanlegt væri að Árni Páll hefði ákveðið að sækjast ekki eftir endurkjöri - hann hafi fengið„í arf stórpólitísk mistökforvera síns": „Árni Páll sýndi einnig kjark sinn þegar hann sendi flokksmönnum sínum bréf hvar hann reyndi að hreinsa ógróin sár og búa um þau þannig að þau gætu gróið. Hvorki þingflokkur né flokksstjórn gerði nokkuð með þetta og því eru sárin á sínum stað. Fylgi flokksins er jafn illa statt sem fyrr." Reykjavíkurpakkið KarlTh. Birgisson, ritstjóri Herðubreiðar og fyrrverandi framkvæmdastjóri Samfylk- ingarinnar, hélt því fram daginn eftir síðustu kosningar að það væri„súrrealískt" að allir - þrír - þingmenn flokksins komi úr lands- byggðarkjördæmum. Samfylkingin hafi alla tíð átt undir högg að sækja á landsbyggðinni en„á núna bara þingmenn þaðan": „Það er ekki bara súrrealískt, heldur eitthvað svo viðeigandi líka. Einn af þykkustu þráðunum í örlaga- vef Samfylkingarinnar spann nefnilega Reykjavíkurpakkið." Dómur Karls Th. er harður og óvæginn. Hann skrifar um„Reykjavíkurpakkið": „Hvernig er Reykjavíkurpakkið? Það ertil dæmis af þeirri tegund sem hafði alltaf illan bifur á Kristjáni Möller, af því að hann skildi að jafnaðarstefnan á að ná til byggðanna líka, ekki bara kynjanna eða skattbyrðarinnar. Þau fussuðu og frussuðu, þótt gegnheilli jafnaðarmaður en Kristján sé vandfundinn. Hann var ekki nógu fínn fyrir pakkið. Þetta er líka fólkið sem fór á taugum í Hruninu. Þau görguðu hæst einmitt þegar yfirvegunar var þörf. Þau voru enn í taugaáfalli þegar endurreisnin átti sér stað 2009-2013." Karl Th. heldur því fram að þegar„mest þurfti við var þetta fólk til einskis gagns. Það var of upptekið með hausinn í klofinu á sér, að finna sökudólga þar sem enga var að finna, að loka flokknum þegar mest reið á að opna hann, að stunda mea culpa sjálfspíslir þegar nauðsyn var á fólki til verka." Og KarlTh. helduráfram: „Á meðan aðrir stóðu sótugir upp í hárs- rætur í brunarústabjörgun kyntu þau undir aðför að Steinunni Valdísi Óskarsdóttur. Þau lyftu ekki litlafingri henni til varnar þegar setið var um heimili hennar. Þau lögðu Björgvin G. Sigurðsson í einelti og gera enn, eina manninn sem axlaði ítrekað ÞJÓÐMÁL vetrarhefti 2016 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.