Þjóðmál - 01.12.2016, Blaðsíða 36
Tækni til raforkuvinnslu
Bretar hafa auglýst þá stefnubreytingu, að
auka vægi kjarnorku og taka upp stöðlun og
Ijöldaframleiðslu kjarnaofna og hluta íkjarn-
orkuver. Þetta kann að lækka raforkuverð á
Bretlandi þegarfram í sækir.
Kaldur samruni vetniskjarna getur, ef fer
að vonum vísindamanna, truflað alla orku-
markaði verulega Hermálanefnd bandaríska
þingsins hefur kallað eftir skýrslu sem hægt
verði að ræða nú í haust 2016 og kann að
breyta vægi þessa þáttar.
Rafhlöður ásamt fylgibúnaði eru dýrar og
þróun hæg. Sú tækni er enn lítt fallin til að
lækka orkuverð almennt, en gæti minnkað
verðsveiflur og kolefnalosun.
Auðlindin
Það skal ítrekað, að reynsla undanfarinna ára
bendir til, að ekki sé unnt að meta nákvæm-
lega orku hvers jarðvarmasvæðis fyrr en það
er full rannsakað og virkjun rekin á svæðinu í
nokkur ár. Stórfelld fjölgun jarðvarmavirkjana
á stuttum tíma hefur því vissa áhættu í för
með sér.
Sæstrengurinn
Bilanatíðni sæstrengja er all vel þekkt,
en veðurfar og aðstæður til viðgerða á
Norður Atlantshafi gæti boðið upp á lengri
viðgerðartíma en annarstaðar þekkist. Af
þeim sökum er mögulegt að fjárfestar dæmi
þetta áhættusamari framkvæmd en svipuð
verkefni annarstaðar.
Áhrif sæstrengs
Almennt mun orkuverð hækka á fslandi með
tilkomu sæstrengs. Orkuverðið kann að verða
fast fyrstu 15 árin, en sveiflast síðan með
orkuverði í Bretlandi.
Orkuverð í Evrópu eltir nokkuð olíuverð.
Atvinnuvegir hér hafa þegar nokkra áhættu
af olíuverði, en fyrir ríkissjóð mun hinsvegar
vera um áhættujöfnun að ræða að svo miklu
leyti sem ekki þarf að auka niðurgreiðslur.
Sæstrengur kallar á verulegt magn nýrrar
orku, eða um 7TWh/ár. Sé eingöngu miðað
við núverandi nýtingarflokk rammaáætlunar,
sem sýndur er á Mynd 7, þá er hann því sem
næst uppurinn með þessari framkvæmd.
Hinsvegar má bæta inn nokkurri vindorku og
eitthvað mun tínast inn úr biðflokki þannig
að meira verður eftir en ráðið verður af
myndinni.
Tilkoma sæstrengs getur kallað á að skipta
út hluta þeirrar stóriðju sem hér er nú fyrir
aðra sem þolir hærra verð, eða loka henni og
leggja fleiri sæstrengi.
Niðurstaða
Það að leggja sæstreng til Bretlands og flytja
út orku hefur í för með sér verulega áhættu,
bæði fyrir fjárfestinguna sem slíka og íslenskt
þjóðfélag, sem þarf að aðlagast hærra orku-
verði. Þolmörk gagnvart áhrifum á búsetu-
skilyrði, allan almennan atvinnurekstur og
stóriðju hafa ekki verið kortlögð.
Það, að setja upp hér samskonar raforku-
markað og tíðkast í Evrópu hefur vandamál
í för með sér. Hægt er að fá undanþágu frá
reglugerðum Evrópubandalagsins í allt að 15
ár og fresta þannig hluta vandans til lausnar
fyrir afkomendur okkar.
Sæstrengur er stórt skref í þá átt, að
Ijúka við virkjun þess sem eftir er að virkja í
landinu. Fyrir stjórnvöld er því næsti þáttur
þessa máls að marka hér orkustefnu, þar sem
tekið er á áhættum og því, að farið er að hilla
undir endimörk íslenskrar orkuauðlindar. Fyrr
en slík stefna er komin á umræðustig svo
stjórnmálamenn geti tjáð sig um hana er ekki
tímabært að ræða sæstreng við Breta.
Elías B. Elíasson er fyrrverandi sérfræðingur
í orkumálum hjá Landsvirkjun.
34 ÞJÓÐMÁL vetrarhefti 2016