Þjóðmál - 01.12.2016, Blaðsíða 46

Þjóðmál - 01.12.2016, Blaðsíða 46
Það er Ijóst að Bandaríkin njóta ekki sama alþjóðlega trúverðugleika og áður. Við þetta þætist svo að þandarískir kjósendur vilja ekki lengurgegna hlutverki heimslögreglu, arkitekts alþjóðaviðskipta og klappstýru heimsgilda. Vandinn er sá að enginn annar getur tekið þetta hlutverk að sér. Sinni Bandaríkjamenn því ekki gerir enginn það. Kaldhæðnin í þessu öllu er sú að betur árar nú í heiminum en nokkru sinni fyrr. Frá 1990 hefur tekist að lyfta 1,3 milljörðum manna úr sárri fátækt. í fyrsta sinn í sögunni búa aðeins innan við 10% af öllum íbúum heims við sára fátækt. Þetta er einstakt - mesti árangur mannkyns nokkru sinni. Margt af þessu má rekja til tækninnar sem færði okkur einstæð og áður óþekkt tól til að kippa þessu í lag. Nú hafa mál hins vegar þróast þannig að í stað þess að spyrja„höfum við tækin til að bæta heiminn" spyrjum við „gera eigin stjórnmál okkur kleift að bæta heiminn?" Þetta er ekki aðeins mikilvæg spurning, þetta er sjálf mikilvæga spurningin. Hve mikið afarfleifð Obama mun lifa áfram - Parísar-samningurinn um loftslags- breytingar, samningurinn við írani, viðskipta- bannið á Rússa, efling NATO í Evrópu? Og hvað afþessu er mikilvægast að varðveita? Ég ætla að vera heiðarlegur - frá mínum sjónarhóli séð hafði þegar sorfið mjög að arfleifð Obama í utanríkismálum. Honum tókst ekki að Ijúka að fullnustu við Kyrrahafs- viðskiptasamninginn (TPP) sem hefði breytt miklu. Parísar-samningurinn kom of seint og gekk of skammt þegar hann loksins fæddist... og nú geturTrump gert hann að engu. „Rússneska endurræsingin" misheppnaðist að mestu leyti (segja má það mestu mistök hans) og nú kemurTrump dansandi og sýnir hve mikill Rússavinur hann er. Á vakt Obama hrakaði samskiptum Banda- ríkjanna og Evrópu svo mjög að þau hafa ekki verið veikari í 70 ár. Varla er unnt að segja að NATO hafi styrkst í stjórnartíð Obama. Samt er sumt komið á hreint. íran-samn- ingurinn er staðreynd og reyni Trump að eyðileggja hann verður hann aleinn við þá iðju ... bandamennirnirfylgja honum ekki. Þetta á einnig við um Rússa sem voru meðal þeirra sem beittu sér fyrir gerð samningsins. Til framtíðar skiptir mestu að viðhalda bandalagi ríkjanna við Atlantshaf og frum- kvæðinu gagnvart Asíu, þessir þættir utan- ríkisstefnunnar eru mikilvægastirog þá ber að varðveita. Báðir þessir þættir eru þó einstaklega veikburða í lok stjórnartíðar Obama og hætta er á að þeir veikist enn frekar undirTrump. Sigri Marine Le Pen í frönsku forseta- kosningunum jafngildir það „endalokum ESB" eins og einn embættismaður orðaði það nýlega við mig? Nei, ESB gæti enn gegnt mikilvægu hlut- verki þótt Le Pen sigraði næsta vor. Það yrði hins vegar rothögg fyrir háleita markmiðið um að koma á fót hátimbruðu, yfirþjóðlegu kerfi sem myndi tengja gildi og réttarreglur í eina heild. Við sjáum viðvörunarmerkin í þessa veru nú þegar með vaxandi popúlisma í mörgum ESB-löndum, sigur Le Pen mundi ýta enn frekar undir þetta. Hve hættulegt er það fyrir hnattrænan stöðugleika að Rússar fóru inn í netheima til að skipta sérað bandarísku kosningunum? í sjálfu var það ekki svo hættulegt í Ijósi þess aðTrump sigraði að lokum. Hefði Hillary Clinton sigrað hefði það grafið mun meira undan stöðugleika þar sem það hefði spillt fyrir samskiptum á milli ráðamanna í Washington og Moskvu. Almennt talað þá er þetta dæmi um gegnsæi með valdbeitingu sem á eftir að magnast og grafa undan valdi ríkisstjórna um heim allan og er einkum hættulegt fyrir veikbyggðar og brothættar stofnanir víða um veröldina. (...] Efvið lítum á stöðuna í alþjóðamálum á þessari stundu hverja telur þú helstu örlaga- valdana vera? Popúlisma í krafti tækni. Þetta er alþjóðlegt fyrirmæri en vegur sérstaklega þungt í Bandaríkjunum og Evrópu. 44 ÞJÓÐMÁL vetrarhefti 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.