Þjóðmál - 01.12.2016, Blaðsíða 50
Árið 1982 var 40% taprekstur af útgerð hérlendis, 13% tap árið 1983 og 19% tap
árið 1984. Afli fór minnkandi vegna ofveiði samhliða því að gríðarleg umfram-
framleiðslugeta var til staðar. Fiskmarkaðir þekktust ekki heldur var fiskverð
ákveðið af opinberu verðlagsráði og millifærslukerfi.
mokuðu afla á land og síðan var það mál
landkrabbana að vinna fiskinn og selja.
Vestfirðingarnir voru í þann tíma í harðri
baráttu gegn kvótakerfinu. Þingmenn
þeirra lögðu endurtekið fram tillögur um
sóknarmark á Alþingi - síðast undir merkjum
Frjálslynda flokksins. Óskynsemin í því kerfi
ætti að vera augljós. Sóknarmarkið felur það
í sér að fiskveiðarnar verða að kapphlaupi
við tímann þar sem skipin fiska eins hratt
og hægt er - en sitja þess á milli bundin við
bryggju. En vestfirðingarnir áttu styst að
sækja á miðin og áttu því hægast með að
moka fiski á land auk þess að sóknarmarkið
var í samræmi við gamla aflakóngs-hugar-
farið að hugsa um kíló af lönduðum fiski en
ekki lokaverðmæti aflans.
Nú tæpum 30 árum síðar eru stóru Vest-
fjarðaskipin - spíttbátar í yfirstærð - horfin
og kvóti þeirra kominn annað. Fiskiðjan
Skagfirðingur er aftur á móti eitt öflugasta
útgerðarfyrirtæki landsins. Sjávarútvegnum
hefur verið umbylt á þessum 30 árum - fókus
fyrirtækjanna er nú á allri virðiskeðjunni
fremur en moka fiski á land í kapphlaupi.
Fiskiðjan var vitaskuld ekki ein - flestar
norðlenskar útgerðir voru þá þegarfarnar
að nýta sér kvótakerfið til þess að hámarka
virði aflans sem fullunninnar vöru. Það var
einmitt á þessum tíma sem hið gamalgróna
iðnaðarsvæði í Eyjafirði gekk í endurnýjun
lífdaga sem miðstöð fiskiðnaðar - og slorið
tók við af ullinni. Þessar breytingar hafa þó
verið hraðari en svo að þjóðarsálin hafi náð
að fylgja þeim eftir, enda hefur þjóðmála-
umræðan verið föst í fortíðinni - í rómantísk-
um bábiljum þar sem sjávarútvegur snýst
bara um veiðar. Jafnframt er talað líkt og
góður árangur útvegsfyrirtækjanna sé
eitthvert vandamál! Á sama tíma er Ijóst að
kvótakerfið er ekki meitlað í stein. Það er
mikil nauðsyn að gera kerfið markaðsvænna,
eyða þeirri eignaréttarlegu óvissu sem ertil
staðar við nýtingu heimildanna sem og þær
pólitísku kvaðir sem enn liggja á kerfinu, s.s.
hvað varðar stærð fyrirtækja. Og þá jafnframt
þarft að skapa sátt um auðlindargjald.
Gjaldþrota grein
Þegar kvótakerfið kom fram í sinni fyrstu
mynd árið 1984 var rekstur sjávarútvegs-
fyrirtækja herfilegur. Árið 1982 var40%
taprekstur af útgerð hérlendis, 13% tap
árið 1983 og 19% tap árið 1984. Afli fór
minnkandi vegna ofveiði samhliða því að
gríðarleg umframframleiðslugeta vartil
staðar. Fiskmarkaðir þekktust ekki heldur var
fiskverð ákveðið af opinberu verðlagsráði og
millifærslukerfi. Vegakerfi landsins var byggt
upp af malarvegum er voru vanbúnir fyrir
þungaflutninga. Verðbólga mældist í tugum
prósenta. Greininni hafði um langan tíma
verið haldið uppi með lánum á neikvæðum
raunvöxtum en eftir að verðtryggingu
var komið á árið 1979 fór að þrengja að
mörgum skuldsettum fyrirtækjum. Hrun
þorskstofnsins árið 1989 var síðan gríðar-
legt áfall - útgerðin var á leiðinni á hausinn
og við lá að hún myndi draga bankakerfið
með sér. Níundi áratugurinn endaði því á
stóru„beiláti" fyrir sjávarútveginn sem var
með öðrum þræði„beilát" fyrir bankakerfið
sjálft. En þá jafnframt varð sú mikilvæga
breyting gerð að aflaheimildir urðu fram-
seljanlegar árið 1990 sem skapaði grunn fyrir
hagræðingu í greininni - að hin hagkvæmari
fyrirtæki keyptu út þau lakari. Samhliða hafa
sjávarútvegsfyrirtækin stækkað en jafnframt
hefur stoðum verið skotið undir gríðar mörg
lítil og sérhæfð fyrirtæki.
Tilkoma kvótakerfisins var þó aðeins
fyrsta skrefið í þá átt að snúa botnlausu
48 ÞJÓÐMÁL vetrarhefti 2016