Þjóðmál - 01.12.2016, Blaðsíða 72
ríkjum heims, Kína, Indlandi, Bandaríkjunum,
Indónesíu og Brasilíu, geta Bandaríkin ein tal-
ist rík.8 Það er engin tilviljun, að ríkjum heims
og þá um leið smáríkjum hefurfjölgað mjög
frá stríðslokum þráttfyrir varnaðarorð Alfreds
Cobbans. Árið 1946 voru ríki heims alls 76,
en árið 2015 voru þau orðin 195: Aðildarríki
Sameinuðu þjóðanna voru 193, en að auki
mátti telja Páfagarð og Taívan sérstök ríki, og
nefna má til viðbótar sjálfstjórnarsvæði eins
og Grænland, Púertó Ríkó og Palestínu.9
Ýmsar ástæður eru til hinnar miklu
fjölgunar sjálfstæðra ríkja. Ein er, að Vestur-
veldin veittu nýlendum sínum í Afríku og
Asíu sjálfstæði á sjötta og sjöunda áratug
tuttugustu aldar. Önnur ástæða er, að
harðstjórar eru miklu færri og vanmáttugri
en á fyrra helmingi liðinnar aldar. Salazar
hélt dauðahaldi í nýlendur Portúgala. Franco
skeytti engu um óskir Baska og Katalóníu-
manna um forræði eigin mála. Ekki þarf
að fjölyrða um Hitler, Stalín og Mússólíni.
Valdsmenn lýðræðisríkja ganga iðulega fram af
meira hófi, enda oftast bundnir af almennings-
áliti og þjóðarvilja heima fyrir. Slóvakía skildi í
friði viðTékkland. Hið sama gerði Noregur við
Svíþjóð á sínum tíma (og íslendingar við Dani).
Bretar notuðu í fyrstu vald til að halda írlandi
innan hins sameinaða konungdæmis síns, en
gáfust upp á því og viðurkenndu sjálfstæði
írlands. Ef verulegur meiri hluti íbúanna í
Flandri vill skilja við Belgíu eða í Skotlandi við
Stóra-Bretland eða í Katalóníu við Spán, þá er
afar ólíklegt, allt að því óhugsandi, að afls-
munar verði neytt til að stöðva það eins og
gert er nú íTíbet og Tsjetsníu.
Þriðja ástæðan og hin langmikilvægasta
í þessu viðfangi er aukið frelsi í alþjóða-
viðskiptum, sem gerir smáþjóðum kleift að
nýta sér hagkvæmni alþjóðlegrar verkaskipt-
ingar án þess að þurfa að vera hluti af stærri
ríkisheild. En hvers vegna eru hagkerfi lítilla
þjóða oftar opin en stórra? Ein ástæðan
kann að vera, að smáþjóðir eru oft sam-
leitari en stærri þjóðir, svo að minni líkur eru
á því, að einn hagsmunahópur sitji yfir hlut
annars, arðræni hann skipulega.Til dæmis
er eflaust ein skýringin á velmegun Norður-
landaþjóðanna, að þær eru tiltölulega sam-
leitarog hagkerfi þeirra opin. Nefna má aðra
ástæðu, þótt hún sé ef til vill ekki stórvægi-
leg: Smáríki ráða ekki verði á alþjóðlegum
mörkuðum og beinn kostnaður þeirra af því
að styrkja innlend fyrirtæki í samkeppni við
erlend er því meiri en ella.10
Smæð og sveiflur
Prófessor Sibert horfirfram hjá því aðalatriði,
að frjáls alþjóðaviðskipti auðvelda smáríkjum
stórkostlega leikinn.Væri það raunar rétt,
sem hún virðist segja, að kostnaður við að
halda uppi sjálfstæðri stjórnunareiningu
lækki verulega eftir því sem íbúum fjölgar,
þá mætti spyrja, hvers vegna ekki sé aðeins
eitt ríki til í heiminum. Sannleikurinn er sá,
að smæð getur verið í senn hagkvæm og
óhagkvæm. Meðal annars þess vegna eru ríki
misstór. Stundum ráða náttúrlegar aðstæður
mestu um mörk ríkja, en stundum má rekja
þau til langrar sögu og jafnvel einskærrar
tilviljunar. Þótt Grænland og Island virðist
til dæmis vera náttúrlegar einingar, eru
Suðureyjar, Hjaltland og Orkneyjar hlutar
Skotlands, en Færeyjar ekki, Korsíka hluti
Frakklands, en Malta sjálfstætt ríki og eyjur-
nar írland og Kýpur skiptar í tvennt. Engin ein
regla á við."
Þótt Sibert telji gögn ekki sýna afdráttar-
laus tengsl milli stærðar og hagvaxtar, heldur
hún því fram, að hagkerfi smáríkja séu frekar
undirorpin sveiflum en hagkerfi stærri ríkja.
Hún viðurkennir, að til séu undantekningar
eins og Noregur og Lúxemborg, en bendir
á, að íslenska hagkerfið hafi löngum verið
óstöðugt. Það er rétt, en spurningin er, hvort
það sé, vegna þess að það sé lítið eða vegna
þess að það sé eða hafi til skamms tíma verið
fábreytt. Ekki þarf að vísu að koma á óvart, að
einhver tengsl séu milli smæðar og fábreytni.
Af sjálfu leiðir, að fjölmennar þjóðir í stórum
löndum eru líklegri en fámennar þjóðir í
litlum löndum til að búa við fjölbreytni um
auðlindir og framleiðslu. Þó hafa talsvert fjöl-
mennari þjóðir en íslendingar iðulega verið
háðar útflutningi einnar eða fárra afurða,
Síle-búar kopars, Kúbverjar sykurs og Nýja
70 ÞJÓÐMÁL vetrarhefti 2016