Þjóðmál - 01.12.2016, Blaðsíða 77

Þjóðmál - 01.12.2016, Blaðsíða 77
að koma í veg fyrir fjármálakreppuna né gegna jákvæðu hlutverki eftir hana. — Til viðbótar við það, sem virðist hafa verið aðgerðaleysi Davíðs andspænis yfirvofandi áfaili, er svo að sjá sem hvorki forsætis- ráðherrann, Ijármálaráðherrann né eftirlits- aðilar hafi gert neina alvarlega tilraun til að hemja vöxt íslensku bankanna. Þetta veitir vísbendingu um, að mikilvægur kostnaður af smæðinni felist í þeirri byrði, sem lögð er á æðstu embættismenn.23 Til þess eru margar ástæður, að dæmi Siberts er illa valið. Þar skiptir ef til vill minnstu máli, að hún fer rangt með staðreyndir. Davíð Oddsson var ekki skipaður formaður bankastjórnar Seðlabankans 2005, heldur einn af þremur bankastjórum. Þeir kusu síðan formann úr sínum röðum, og varð Davíð fyrir valinu. Hann var aldrei heldur leikhússtjóri eða stjórnmálaskýrandi. (Hann var hins vegar leikhúsritari Leikfélags Reykjavíkur 1970- 1972 meðfram Iaganámi og þingfréttaritari Morgunblaðsins 1973-1974, einnig meðfram laganámi.) í öðru lagi var Davíð Oddsson mestalla starfsævi sína stjórnmálamaður, áður en hann settist í Seðlabankann. Hann var aðeins embættismaður í fullu starfi í sex ár, á meðan hann varframkvæmdastjóri Sjúkrasamlags Reykjavíkur 1976-1982, en þá var hann jafnframt borgarfulltrúi. Sérhæfing kann að þykja kostur á embættismönnum, en fgöl- hæfni hefur iðulega verið talinn stjórnmála- mönnum til tekna, því að þá hafi þeir víðari sjóndeildarhring.Tómas Jefferson, forseti Bandaríkjanna, var frægur fyrir fjölhæfni sína. Hann var í senn bóndi, húsameistari og heimspekingur. Breski stjórnmálaleiðtoginn Winston Churchill var snjall rithöfundur og fékk raunar Nóbelsverðlaunin í bókmenntum 1953. Hann var gamall hermaður og stundaði málaralist í tómstundum. Ekki ætti að þurfa að minna hagfræðinga á Keynes lávarð, sem var kunnur að fjölhæfni, sannkallaður„endur- reisnarmaður". í þriðja lagi var Davíð Oddsson borgarstjóri í Reykjavík í níu ár, 1982-1991, en það merkti, að hann var í raun og veru framkvæmda- Davíð Oddsson talará morgunverðarfundi Verslunar- ráðsins 6. nóvember 2007: „Á sama tima og íslenska ríkið hefur greitt skuldir sínar hratt niður og innlendar og erlendar eignir Seðlabankans hafa aukist verulega, þá hafa aðrar erlendar skuldbindingar þjóðarbúsins aukist svo mikið, að þetta tvennt sem ég áðan nefndi er smáræði í samanburði við það."Davíð varaði einnig ráðherra margoft við i trúnaði, lagði til, að Kaupþing flyttist úr landi, lcesave- reikningaryrðu færðir úr útbúum i dótturfélög og banki Glitnis iNoregiyrði seldur. Hann kynnti ráðherrum spá og viðbragðsáætlun enska sérfræðingsins Andrews Gracies um, að bankakerftð yrði fallið i október 2008, og lét gera áætlun um að verja íslenska hluta bankakerfisins. Mynd: Kjartan Þorbjörnsson. stjóri eins stærsta fyrirtækis landsins.Voru stuðningsmenn hans jafnt og andstæðingar sammála um, að hann hefði stjórnað Reykjavíkurborg skörulega. Hann var síðan forsætisráðherra í tæp fjórtán ár, en eitt hlutverkforsætisráðherra eftir íslenskum reglum og venjum er að hafa með höndum yfirstjórn efnahagsmála. Einkennilega hljómar að segja, að maður með slíkan feril að baki hafi ekki neina sérþekkingu á efna- hagsmálum. Gerir Sibert nægilega skýran greinarmun á sérþekkingu og sérfræðiþekk- ingu? Aðalbankastjóri seðlabanka þarf frekar reynslu, þroska og yfirsýn en leikni í að fara með stærðfræðilögmál á málstofum. í lýð- ÞJÓÐMÁL vetrarhefti 2016 75
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.