Þjóðmál - 01.12.2016, Blaðsíða 88

Þjóðmál - 01.12.2016, Blaðsíða 88
seðlabankar þessara landa veitt dóttur- félögum Glitnis og Kaupþings (sem voru norsk, finnsk og dönsk fyrirtæki, þótt þau væru í eigu íslendinga) sams konar neyðar- lán í lausafjárvandræðum þeirra og sænski seðlabankinn gerði, þá hefði mátt selja þessi fyrirtæki á miklu hærra verði. Þetta geta ekki talist góðir stjórnsýsluhættir. Ef til vill kunna einhverjir að segja, að þetta hafi verið undan- tekning frekar en regla, en rétti mælikvarðinn á stjórnsýslu er einmitt, þegar á reynir. Þarf ísland aðstoð erlendra sérfræðinga? Hér er ekki tóm til að ræða út í hörgul allar röksemdir prófessors Siberts fyrir því, að ísland sé of lítið og stjórnsýsla þess óburðug. En stundum virðist hún þar bregða sér í hlut- verk Gróu á Leiti. Hún varpar því til dæmis fram, að fjandskapur í garð Glitnis hafi valdið því, að bankanum var neitað um neyðarlán haustið 2008. Þetta er hæþið. Sú ákvörðun var ríkisstjórnarinnar allrar, og ekki voru allir ráðherrarnirfjandmenn Glitnis, þótt vissulega hafi einn seðlabankastjórinn, Davíð Oddsson, verið gagnrýninn á suma eigendur Glitnis eins og á ýmsa aðra bankamenn. Þótt helstu eigendur Glitnis berðust í nokkra daga gegn þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinnarað kaupa frekar hlut í bankanum og færa niður hlut annarra hluthafa (eins og einnig var gert víða annars staðar) en að veita honum neyðarlán, vildu þeir síðar óðfúsir taka því boði, þótt það væri þá orðið of seint. Rifja má upp, að dr. Gylfi Magnússon dósent taldi Glitniskaupin vera„eftir kennslubókinni", og voru kunnir íslenskir hagfræðingar sammála honum og raunar erlendir líka.92 Einnig lætur Prófessor Sibert að því liggja, að Sjálfstæðisflokkurinn hafi gegnt ósæmi- legu hlutverki í sölu Landsbankans með því að gera baksamninga um eftirsóttar fram- kvæmdastjórastöður íbankanum handa sjálf- stæðismönnum að sölunni lokinni.93 Þetta er langsótt, jafnvel fráleitt. Halldór J. Kristjáns- son var bankastjóri Landsbankans, þegar hann var seldur, svo að vart hefur þurft neina leynisamninga um stöðu hans. Enginn gat áreiðanlega heldur séð fyrir, að Sigurjón Þ. Árnason yrði ráðinn að bankanum skömmu eftir sölu hans, enda bar þá ráðningu brátt að. Hvorugur þeirra hafði heldur þau tengsl við forystusveit Sjálfstæðisflokksins, að ráðning þeirra hefði verið skilyrði fyrir sölu bankans, svo að ekki sé minnst á næstráð- endur þeirra.94 Raunar er líka ofmælt, að kaupendur stærsta hlutans í bankanum árið 2003 hafi verið í nánum tengslum við forystu- sveit Sjálfstæðisflokksins. Magnús Þorsteins- son varframsóknarmaður, BjörgólfurThor Björgólfsson óflokksbundinn og vildi ekkert af stjórnmálaflokkum vita og Björgólfur Guðmundsson sjálfstæðismaður, en hafði verið kosningastjóri Alberts Guðmunds- sonar í sögulegu prófkjöri 1981, þegar Albert barðist við Davíð Oddsson um fyrsta sæti á framboðslista flokksins í Reykjavík.95 Þeir Björgólfur og Davíð höfðu því síður en svo verið samstíga innan Sjálfstæðisflokksins. Þess verður einnig að geta, að Ríkisendur- skoðun gerði tvær skýrslur um sölu bank- anna, þar á meðal Landsbankans, og fann ekkert athugavert við hana, sem heitið gat. Þær skýrslur hljóta að hafa verið aðgengi- legar íslenskum heimildarmönnum prófes- sors Siberts.96 Prófessor Sibert segir skynsamlegt að leysa þann vanda, hversu fáir íslenskir embættis- menn séu ýmist hæfir eða hafnir yfir grun um hlutdrægni og ósjálfstæði, með því að ráða erlenda sérfræðinga til landsins. Hún nefnir í því sambandi þau Svein Harald 0ygaard, sem gegndi um skeið stöðu seðlabankastjóra, og Evu Joly, ráðgjafa sérstaks saksóknara. Þessi dæmi eru þó óheppileg. 0ygaard var enginn sérfræðingur um peningamál eða rekstur seðlabanka, heldur fyrrverandi trúnaðarmaður norska Verkamannaflokksins og síðar starfsmaður ráðgjafarfyrirtækisins McKinsey & Co. Ráðning hans var af stjórn- málaástæðum og samkvæmt meðmælum forystu norska Verkamannaflokksins, þótt sjálfur segðist hann aðspurður ekki muna, hvenær ráðningin hefði verið færð í tal við sig!97 Svo óheppilega vildi líka til, að með henni var stjórnarskráin brotin, því að þar 86 ÞJÓÐMÁL vetrarhefti 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.