Þjóðmál - 01.12.2016, Blaðsíða 89

Þjóðmál - 01.12.2016, Blaðsíða 89
Ráðning Sveins Haralds 0ygaards 2009 istöðu seðlabankastjóra var ekki vegna sérþekkingar hans, heldur afstjórn- málaástæðum. Fyrsti maðurinn til að heimsækja hann íSeðiabankann var flokksbróðir hans, Thorvald Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs. Hér standa þeir brosleitir fyrir framan helstu sjálfstæðistákn ísiendinga: Var íslenska ríkið of lítið til að geta staðið á eigin fótum? Mynd: Kristinn Ingvarsson. er kveðið á um það, að aðeins megi skipa íslenska ríkisborgara í embætti. Hefur jafnan verið litið svo á, að sömu hæfiskilyrði gildi um setningu og skipun í embætti.98 Eva Joly, sem er raunar líka norsk að ætt, er franskur stjórnmálamaður, sem hafði verið rannsóknardómari. Hún er yst á jaðri franskra stjórnmála, þingmaður græningjaflokks og fékk 2% atkvæða í forsetakjöri þar í landi 2012. Sumar fullyrðingar hennar hér á landi voru ekki heldur dæmi um þá gætni, sem jafnan ertengd góðum stjórnsýsluháttum. Hún sagðist til dæmis vera viss um sekt ýmissa bankamanna og furðaði sig á því, að þeir skyldu ekki þegar hafa verið hand- teknir.99 Aðalatriðið er þó, að hvorugt voru þau 0ygaard né Joly dæmi um óháða og óhlutdræga sérfræðinga. Skjólkenning Baldurs Þórhallssonar Það væri efni í aðra ritgerð jafnlanga þes- sari að ræða út í hörgul þær röksemdir, sem prófessor Baldur Þórhallsson (sem einnig hefur setið á þingi fyrir Samfylkinguna) færir fyrir því, að ísland sé of lítið til að fá staðist. Örfá orð verða hér því látin nægja. Röksemdir Baldurs eru aðallega sögulegar, og reifar hann þær í röð ritgerða, sem hann hefur birt ásamt aðstoðarfólki sínu: Öll smáríki þurfi skjól, og ísland hafi fundið slíkt skjól í hinu norska veldi og síðan hinu danska og enn síðar hjá Bretum og Bandaríkjamönnum.100 Sú fullyrðing, að öll smáríki þurfi skjól, er ekki beinlínis röng, en felur í sér umdeilan- lega alhæfingu. Orðið skjól er þá teygt og togað út á þrjú svið: Það er í senn notað um markaði, menningartengsl og ráðstafanir í öryggismálum. En það á misjafnlega vel við á þessum þremur sviðum. Smáríki þurfa markaði, því að þau eru eðli málsins sam- kvæmt sjaldnast sjálfum sér nóg. En þeirri þörf er aðallega fullnægt í viðskiptum með gagnkvæman hag að leiðarljósi og ekki með sérstöku skjóli hjá stærra ríki, að minnsta kosti ekki við frjáls alþjóðaviðskipti og á friðartímum. f öðru lagi bráðvantar smáríki ef til vill ekki menningartengsl, en slík tengsl eru þeim þó holl. Nýjar hugmyndir spretta oftast upp í fjölmenni. En þótt smáríki njóti ósjaldan góðs af þeirri sköpun, sem á sér stað í fjölmennum ríkjum, til dæmis í vísindum, tækni og listum, er undarlegt að orða það svo, að þau hafi eitthvert skjól af slíkri sköpun. í þriðja lagi þurfa smáríki vissulega að gera einhverjar þær ráðstafanir í öryggismálum, að þau verði ekki auðveld bráð stærri ríkja. Þar á skjólshugtakið líklega best við. Slíkar Sú fullyrðing, að öll smáríki þurfi skjól, er ekki beinlínis röng, en felur í sér umdeilanlega alhæfingu. Orðið skjól er þá teygt og togað út á þrjú svið ÞJÓÐMÁL vetrarhefti 2016 87
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.