Þjóðmál - 01.12.2016, Blaðsíða 90
ráðstafanir eru aðallega tvenns konar. Smá-
ríki leitast í fyrsta lagi iðulega við að útvega
sér vernd eins voldugs ríkis gegn öðru, eins
og saga Evrópu geymir mörg dæmi um.
Portúgal væri líklega enn undirgefið Spáni,
hefði það ekki leitað til Bretlands. Skotland
var löngum í bandalagi við Frakkland gegn
Englandi. Annar hugsanlegur útleikur smá-
ríkja er að sameina kraftana, eins og gerðist
eftir seinni heimsstyrjöld, þegar ríki Vestur-
Evrópu gengu í Atlantshafsbandalagið. Því
erfiðara er þó að gera slík bandalög sem
aðilareru fleiri og sundurleitari. (Til dæmis
gerðust hvorki Svíþjóð né Sviss aðilar að
Atlantsbandalaginu.)
Takmarkaður skýringarmáttur skjólshug-
taksins sést best af sögu íslands, þótt
prófessor Baldur Þórhallsson telji sig einmitt
sækja rök fyrir kenningu sinni til hennar.
Það hljómar til dæmis einkennilega, að
íslendingar hafi leitað sér skjóls í hinu norska
veldi, þegar þeir gerðu samning við Noregs-
konung 1262. Þeir voru ófúsir til verksins.
Ástæðan var einföld: Þeir óttuðust eins og
bændur annars staðar á Norðurlöndum, að
þeir þyrftu að bera þunga skatta og jafnvel
vera kvaddir í stríð. Snorri Sturluson lýsir
þessu vel í ræðu Einars Þveræings og frásögn
af andófi norskra og sænskra bænda gegn
konungum.101 í Sturlungu segja sumir bændur
líka mæddir, að best sé að hafa engan
höfðingja.102 í raun og veru neyddi Noreg-
skonungur samningnum upp á íslendinga.
Hákon gamli vildi eins og konungum er títt
færa út veldi sitt. Með þátíðartækni átti hann
erfitt með að senda her til íslands, en hann
hafði annað vopn í fórum sér, sem var hótun
um einangrun landsins. Öll verslun þjóðarin-
nar fór þá fram um Noreg, og konungur
gat hæglega stöðvað hana. Þessu vopni
beitti konungur, eins og sést best af því, að
íslendingar töldu ráðlegt að setja sérstakt
ákvæði í samninginn 1262 um, að samgön-
gur við landið yrðu tryggðar.103 Hitt er annað
mál, að eflaust töldu líka sumir fslendingar í
einlægni þjóðina (eða sjálfa sig?) best komna
undir stjórn Noregskonungs, til dæmis Sturla
Þórðarson sagnritari.104
Skjólid reyndist gildra
Prófessor Baldur Þórhallsson snýr orsakasam-
henginu við um sáttmálann 1262. fslendingar
sömdu ekki við Noregskonung, af því að
þeir óttuðust einangrun, heldur af því að
konungur hótaði þeim einangrun, nema þeir
semdu. Fjarlægðin var þeim í senn vernd
og hætta. Landið var of fjarlægt, fátækt og
harðbýlt til þess, að neinn annar en Noregs-
konungur hefði áhuga á því að leggja það
undir sig. Hitt er annað mál, að í Ijós kom, er
á leið, að íslendingar höfðu ekki skriðið f skjól
árið 1262, heldur gengið í gildru. Þótt þeir
væru snauðir, voru íslandsmið gjöful. Þegar
erlendir kaupmenn og fiskimenn tóku að
venja komur sínar hingað á fimmtándu öld,
var landið nærri því gengið undan konungi,
sem nú sat í Kaupmannahöfn. Þá gat
konungur valið á milli tveggja kosta. Annar
var að stuðla að því, að þjóðin efnaðist við
útgerð og verslun, sem hefði leitt til þess, að
tekjur af landinu hefðu hækkað, en jafnframt
til þess, að konungur hefði ekki getað gengið
að yfirráðum sínum yfir því vísu. Hinn var að
reyna að minnka hættuna af því að missa
landið með því að hneppa útgerð og verslun
í viðjar og torvelda samskipti við önnur lönd.
Konungur tók seinni kostinn: Hann gerði
bandalag við íslensku landeigendastéttina.
Landbúnaður varð eini löglegi atvinnu-
vegurinn, og ísland breyttist í fátæktarbæli,
eins og prófessorarnir Gísli Gunnarsson og
Þráinn Eggertsson hafa lýst.105 Öryggið var
tekið fram yfir frelsið. Þetta var falsöryggi af
tveimur ástæðum. Hin fyrri var, að samningur
íslendinga við konung veitti þjóðinni enga
vernd, þegar á reyndi. Englendingar fóru
sínu fram, á meðan þeir höfðu á því áhuga,106
og þegnarTyrkjasoldáns sigldu hingað
norður árið 1627 og rændu og rupluðu án
nokkurs viðnáms. Raunar reyndi konungur
hvað eftir annað að selja landið, en fann
ekki kaupendur.107 Seinni ástæðan til þess,
að þetta var falsöryggi, var, að þjóðin var
svo fátæk, að hún mátti við litlu, eins og sást
í Stórubólu 1707-1709 og Móðuharðind-
unum 1783-1785. Var þá jafnvel rætt um að
88 ÞJÓÐMÁL vetrarhefti 2016