Þjóðmál - 01.12.2016, Blaðsíða 92

Þjóðmál - 01.12.2016, Blaðsíða 92
Vissulega er erfitt að henda reiður á þjóðarhugtakinu, þótt franski ritskýrandinn Ernest Renan hafi ef til vill komist næst því að gera það skynsamlega: Þjóð er sú heild, sem vill vera saman sem heild, finnur til sam- hugar, deilirarfi. „Þá hefir menntunin verið mest," skrifaði Jón Sigurðsson,„þegar mestar hafa verið utanferðir og íslendingar átt mest viðskipti við önnur lönd; þó ekki við eitt land, heldur mörg."114 Prófessor Baldur Þórhallsson viðurkennir eflaust mörg þau sjónarmið, sem hér hafa verið reifuð, til dæmis um gildruna, sem íslendingar festust í fyrir tilstilli erlends konungs og innlendrar landeigendastéttar upp úr 1500. Hann segir, að af því geti verið kostnaðurekki síðuren ávinningur að skríða í skjól, og stundum sé hann meiri en ávinningurinn. Þá sé skjólið ekki lengur til. En með því hefur hann gert kenningu sína algilda og þá um leið ógilda. Hún skýrir allt og um leið ekkert: Þegar ávinningur af tengslum við stærri ríki er meiri en kostnaður, þirtist skjólið. Þegar kostnaðurinn af slíkum tengslum er meiri en ávinningurinn, hverfur skjólið. Kenningin er eins og viðskipta- vinurinn hjá franska gistihúseigandanum César Ritz: Hún hefur aldrei rangt fyrir sér.115 Hún er óhrekjanleg, því að hún geymir í sér skýringar á öllum frávikum. Sérhvert það gagn, sem smáþjóð hefur af samskiptum við aðra stærri, er skilgreint sem skjól. Eins og Baldur setur kenninguna fram, er hún líka dæmi um algenga rökvillu, hófleysis- eða afarkostavilluna (the fallacy of the excluded middle). Til eru fleiri kostir en þeir tveir, að smáþjóð sé sjálfri sér nóg um allt og að hún verði að afsala sér fullveldi til stærri heildar, ýmist stórveldis eða ríkjasambands. Smáþjóð getur verið sjálfstæð og fullvalda, en notið góðs af frjálsri verslun við aðrar þjóðir, frjóvgað og auðgað menningu sína með erlendum hugmyndum og gert ráðstafanir með samningum við stærri ríki til að tryggja öryggi sitt. Smáríki og þjóðríki Niðurstaðan er, að smáríki eins og ísland fái staðist, þótt vissulega sé það ekki sjálfu sér nógt um allt. Þeir Jón Sigurðsson, Hannes Hafstein, Jón Þorláksson, ÓlafurThors, Bjarni Benediktsson og aðrir leiðtogar sjálfstæðis- baráttunnar hafi ekki farið erindisleysu með því að berjast fyrir heimastjórn, fullveldi og sjálfstæði. Röksemdir prófessoranna Anne Siberts og Baldurs Þórhallssonar gegn smáríkjum séu ekki allar beinlínis rangar, en geymi flestar aðeins í sér hálfsannleika, ábendingar um takmarkanir. En þarf smáríkið að vera þjóðríki? Margirfrjálshyggjumenn hafa verið gagnrýnir á þjóðríkishugmyndina. Enski sagnfræðingurinn Acton lávarður varaði við því, að þjóð og ríki færu saman: Þá yrði til of víðtækt vald í höndum þeirra, sem veldust þar til forystu.116 Austurríski hagfræðingurinn Ludwig von Mises var andvígur þjóðernisstefnu, enda hefði veldi Habsborgar-ættarinnar haldið saman mörgum ólíkum þjóðum innan sama markaðarog sama myntsvæðis.117 Ensk-íraski stjórnmálaheimspekingurinn Elie Kedourie skrifaði fróðlega bók um, að tilgangur stjórnmála ætti að vera að auðvelda ólíkum einstaklingum að búa saman án árekstra, ekki að hrinda í framkvæmd einhverri heildarhugmynd.118 Vissulega er erfitt að henda reiður á þjóðarhugtakinu, þóttfranski ritskýrandinn Ernest Renan hafi ef til vill komist næst því að gera það skynsamlega: Þjóð er sú heild, sem vill vera saman sem heild, finnur til samhugar, deilir arfi.119 Hins vegar er mikill misskilningur, að þjóðarhugmyndin sé aðeins sköpunarverk menntamanna nítjándu aldar. Hugmyndin var ekki sköpuð þá, heldur uppgötvuð, skrásett, skilgreind. íslendingar vissu til dæmis alla tíð af sjálfum sér sem þjóð, sem væri skyld Norðmönnum, en samt ekki norsk.„Oss hafa augun þessi íslensk, konan vísað brattan stíg," orti Sighvatur skáld Þórðarson snemma á elleftu öld.120 90 ÞJÓÐMÁL vetrarhefti 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.