Þjóðmál - 01.09.2015, Page 30

Þjóðmál - 01.09.2015, Page 30
28 ÞJÓÐMÁL hausthefti 2015 Flokkur án æsku er flokkur án framtíðar. Þetta eru orð sem útskýra sig sjálf, orð sem bergmála aftast í hausnum á sjálfstæðismönnum þegar þeir sjá dreifingu fylgis í Capacent könnunum. Flokkurinn sem eitt sinn hafði þá sérstöðu að vera eini flokkurinn sem gat gert tilkall til fylgis ungs fólks er nú jaðarflokkur meðal ungra kjósenda, sem flestir vilja kjósa Pírata, en samkvæmt könnunum njóta þeir 55% fylgis hjá kjósendum yngri en þrjátíu ára. Forystumenn Sjálfstæðisflokksins á þingi og í borgarstjórn hafa fá svör á hraðbergi þegar þeir eru spurðir um ástæður fylgishrunsins. Þeir benda á Valhöll. Svo á Heimdall. Síðan á gras- rótina. Að lokum verða þeir svo ringlaðir af því að hafa bent í allar áttir, að þeir þagna og vona að næsta skoðanakönnun verði betri. Þegar það rætist ekki halda þeir í vonina um að eiga 2-3% fylgi „inni“ á kjördegi, enda mætir ungt fólk verr á kjörstað en gamla góða kjarnafylgið, sem þó fer þverrandi með hverju árinu. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með tæplega 15% fylgi á höfuðborgarsvæðinu hjá kjósendum á aldrinum 18-39 ára. Fylgishrunið er því ekki einungis bundið við fartölvukynslóðina sem er í háskóla. Hrunið er einnig meðal fólks sem hefur komið upp fjölskyldu og mætir í vinnuna frá níu til fimm. Þessi hópur, kjósendur á aldrinum 18-39 ára, er stór meirihluti þjóðarinnar. Þetta fólk hefur ekki trú á því að Sjálfstæðisflokkurinn sé sá flokkur sem er best til þess fallinn að tryggja þeim góða framtíð. Fylgishrunið meðal ungs fólks jókst verulega á árunum eftir hrun. Það verður hins vegar ekki útskýrt með því að benda á eitt vandamál eða einn sökudólg. Ef vandamálið væri svo einfalt þá væri ekki um vandamál að ræða, heldur frekar misfellu sem aðeins þyrfti að slétta. Þrátt fyrir að vandinn sé margslunginn og djúp- stæður, þá er ég sannfærður um að Sjálfstæðis- flokkurinn hefur mörg tækifæri ef hann snýr aftur til uppruna síns, sem borgaralegur og frjálslyndur stjórnmálaflokkur. Ingvar Smári Birgisson Flokkur án æsku

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.