Þjóðmál - 01.09.2015, Blaðsíða 45

Þjóðmál - 01.09.2015, Blaðsíða 45
ÞJÓÐMÁL hausthefti 2015 43 mannréttinda. Evrópa byggði upp meiri velferð og öryggi fyrir borgara sína en áður hafði og hefur þekkst. Það öryggi tryggðu öflugir herir, góðir kaupmenn, bestu handverksmenn í heimi, yfirburðir í mannréttindum og virðing fyrir eignarréttinum og manngildinu. Á sama tíma varð Evrópa umburðarlyndasta svæði heimsins. Engin ein lífsskoðun ræður ríkjum í Evrópu. Miðað er við að hver sem er megi halda fram eins réttum eða röngum skoðunum og hann vill án þess að amast sé við því nema í rökræðum og pólitískri baráttu. Við erum frjáls skoðana okkar. Við erum frjáls að því að gera innan hóflegra marka grín að skoðunum annarra og afneita þeim sem tómu rugli. Þetta eru þau gildi sem Evrópa verður að standa vörð um og vera tilbúin til að verja. Einkum þegar inn í Evrópu streymir fólk sem vill afnema þessi gildi frelsis og umburðarlyndis. Þess vegna er það jafnbrýnt og fyrr að Evrópa verji landamæri sín. Veiti fólki sem þarf alþjóðlega vernd og aðstoð á heimaslóð eða sem næst heimaslóð. Sýni pólitíska forustu og framtíðarhyggju og gæti ekki síst hagsmuna trúarsystkina okkar hvar sem er í heiminum og geri öllum ljóst að við látum ekki viðgangast villimannlegan skepnuskap gagnvart fólki óháð því hvort það er á forsendum fasisma, nasisma, kommúnisma, íslam eða annarra öfga. Öfga sem eru ætíð ógn við frelsi og mann- réttindi einstaklingsins. Evrópa verður að vakna og takast enn á ný á við nýja böðulshönd, sem blóðug sínu sverði lyftir, gegn friði, frelsi og öryggi okkar. Danmörk, Svíþjóð og Noregur raða sér í þrjú efstu sætin yfir mesta frelsi einstaklinga samkvæmt frelsis- vísitölu þriggja hugveitna. Ísland er í sjöunda sæti. Efnahagslegt frelsi er hins vegar talið mest í Hong Kong, Singapore og á Nýja-Sjálandi. Finn- land er efst Norðurlandanna í tíunda sæti en Ísland er neðst í 37. sæti. Í heild er Ísland í 14. sæti frelsis- vísitölunnar en efst trjóna Hong Kong, Sviss og Finnland. Það eru þrjár hugveitur sem standa að umfangsmikilli rannsókn á ýmsum þáttum einstaklings- og efnahagslegs frelsis í 152 löndum heimsins – Cato stofnunin í Bandaríkjunum, Fraser stofnunin í Kanada og Friedrich Nau- mann frelsisstofnunin í Þýskalandi. Að baki frelsisvísitölunni eru 76 þættir er mæla mann- réttindi, einstaklingsfrelsi og efnahagslegt frelsi. Þar með talið öryggi borgaranna, ferðafrelsi, trúfrelsi, félagafrelsi, tjáningafrelsi og rétt- inn til að koma saman, stærð hins opinbera, lagaumhverfi og vernd eignaréttarins, frelsi til alþjóðlegra viðskipta, aðgangur að traustum gjaldmiðli, og regluverk fjármálamarkaðar, vinnumarkaðar og viðskipta. Það kemur ekki á óvart að frelsi skuli vera mest í Norður-Evrópu, Norður-Ameríku (Banda- ríkin og Kanada) og í Vestur-Evrópu. Minnst Frelsisvísitalan: Ísland í 14. sæti – neðst Norðurlandanna Evrópa byggði upp meiri velferð og öryggi fyrir borgara sína en áður hafði og hefur þekkst. Það öryggi tryggðu öflugir herir, góðir kaupmenn, bestu handverks- menn í heimi, yfirburðir í mannréttind- um og virðing fyrir eignarréttinum og manngildinu. Á sama tíma varð Evrópa umburðarlyndasta svæði heimsins. Engin ein lífsskoðun ræður ríkjum í Evrópu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.