Þjóðmál - 01.09.2015, Qupperneq 50

Þjóðmál - 01.09.2015, Qupperneq 50
48 ÞJÓÐMÁL hausthefti 2015 hans að ekki væri við hæfi að fulltrúar sama arms flokksins sætu í embættum formanns og varaformanns. Margrét Frímannsdóttir, sem síðar varð formaður flokksins, segir að í reynd hafi ekki verið neinir sérstakir armar í flokknum þegar á reyndi „heldur bara samtrygging strák- anna í þingflokknum sem pössuðu vel hver upp á annan“, svo vitnað sé orðrétt til ævisögu Margrétar. Hún telur að hér hafi persónulegur metnaður Steingríms ráðið för og segir svo: „Hann var krónprinsinn og átti að verða formaður þegar Ólafur Ragnar léti af störfum.“ Formenn Alþýðubandalagsins máttu ekki sitja lengur en átta ár, svo ljóst var að kjörinn yrði nýr formaður árið 1995. Í huga flestra blasti við að erfðaprinsinn Stein- grímur Jóhann tæki við. En um svipað leyti urðu breytingar í flokknum og ýmsu flokks- fólki þótti nóg um völd þess fámenna hóps sem öllu hafði stýrt. Margrét Frímannns- dóttir orðar þetta svo í ævisögu sinni: „Þessi fámenna klíka stjórnaði og hún valdi líka sína erfðaprinsa, sem ekki var nema von; erfðaprinsessurnar voru ekki einu sinni til í ævintýrunum.“ Margrét Frímannsdóttir afréð að gefa sjálf kost á sér til formennsku og atti þar kappi við Steingrím. Sjálf hafði hún og fólk í hennar ranni metnað til að sameina vinstri- flokkana. Hún segir Steingrím þó ekki hafa haft á því áhuga. Hann hafi aðeins viljað kosningabandalag við hina flokkana á vinstri vængnum. Margir framámenn í flokknum reyndu að telja henni hughvarf og lagði Svavar Gestsson einarðlega að henni að draga framboð sitt til baka. Svo fór að Margrét hafði sigur með 53,5% atkvæða. Hún tók til við að uppfylla kosningaloforð sitt um stofnun samein- aðs flokks vinstrimanna. Árið 1998 var stofnaður þingflokkur Samfylkingarinnar, nýs flokks sem átti að sameina flokka á vinstri væng stjórnmálanna. Ýmsum hörðum vinstrimönnum mislíkaði sameiningin og þeir stofnuðu nýjan flokk, Vinstrihreyfinguna – grænt framboð. Þetta flokksbrot úr Alþýðubandalaginu bauð fyrst fram árið 1999 með Steingrím J. Sigfússon í broddi fylkingar. Ætla má að saga íslenskra vinstrimanna hefði orðið allt önnur hefði Steingrímur haft betur í formannskjörinu 1995 gegn Margréti. „Stjórnendur í eðli sínu“ Áður en flokkur Steingríms var formlega stofnaður spáði Össur Skarphéðinsson, þing- maður Alþýðuflokksins og fyrrum samflokks- maður Steingríms, því í blaðagrein að líklega myndi hinn nýi róttæki vinstriflokkur, sem hann kallaði „talibana“, annaðhvort „gufa upp“ eða sameinast Samfylkingunni að loknum Vinstri menn hafa alla tíð verið uppteknir af klofningi í eigin röðum og haldið ófáa fundi til að ræða hvernig þeiri geti sam- einast undir einu merki. Árið 1995 var einn slíkur fundur haldinn, þar sem mættu margir þekktir vinstri menn. Alþýðublaðið birti myndir af fundinum sem haldinn var á Kornhlöðuloftinu. Þar má m.a. sjá Inga R. Helgason, sem var var um áratugaskeið einn valdamesti maður Alþýðubandalagsins og áður Sósíalista- flokksins en Álfheiður, fyrrverandi ráðherra VG, er dóttir Inga. Þá var Hallgrímur Helgason rithöfundur á fundinum og einnig Kolbrún Bergþórsdóttir, núverandi ritstjóri DV og Bryndís Schram. Steingrímur J. lét sig ekki vanta og var með „vopnabróður” sínum Árna Þór Sigurðssyni, fyrrverndi þingmanni VG og nú sendiherra. Már Guðmundsson, nú seðlabankastjóri, var einnig á fundinum ásamt fleiri þekktum vinstrimönnum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.