Þjóðmál - 01.09.2015, Side 94

Þjóðmál - 01.09.2015, Side 94
92 ÞJÓÐMÁL hausthefti 2015 hefðu lesið upp úr Rauða kverinu. Formaðurinn höfðaði stundum til verstu hvata mannskepnunnar – haturs, öfundar, tor- tryggni og tortímingarhneigðar. Hann lét aldrei í ljós iðrun vegna hörmunganna sem hann olli þjóðinni með stefnu sinni og kenndi alltaf öðrum um mistök sín. Mannslífið var langt frá því að vera heilagt í huga Maós eins og glögglega kom fram á ráðstefnu leiðtoga kommúnistaríkja í Moskvu árið 1957 þegar hann ræddi möguleikann á þriðju heimsstyrjöldinni: Veltum því fyrir okkur hversu margir myndu deyja ef stríð blossaði upp. Af 2,7 milljörðum íbúa jarðar gæti um þriðjungurinn látið lífið, eða ef til vill fleiri, við skulum segja helmingur mannkynsins. … Um leið og stríðið hefst verður kjarnorku- og vetnissprengjum beitt í miklum mæli. Ég ræddi þetta eitt sinn við erlendan leiðtoga. Hann sagði að hæfist kjarnorkustríð myndu allir deyja. Ég sagði að færi allt á versta veg myndi helmingur mannanna deyja, en hinn helmingurinn lifa af, og að heimsvaldastefnan yrði máð burt af yfirborði jarðar og sósíalismi kæmist á í öllum heiminum. Nokkrum árum síðar yrði fjöldi jarðarbúa aftur 2,7 milljarðar og líklega enn meiri. Þögn sló á leiðtogana. Skömmu síðar þegar Maó talaði aftur um nytsemi kjarnorkustríðs fyrir málstað kommúnista spurði leiðtogi ítalska kommúnistaflokksins hversu margir Ítalir myndu lifa af slíkar hörmungar. „Enginn,“ svaraði Maó. „En hvers vegna heldur þú að Ítalir séu svona mikilvægir fyrir mannkynið?“ Með þessum orðum var Maó ekki að leggja til að Sovétríkin gerðu kjarnorkuárás á Bandaríkin. Það sem vakti fyrir honum með þessu tali var að sýna hinum leiðtogunum hversu eitilharður kommúnisti hann væri sjálfur. Hann teldi jafnvel réttlætanlegt að fórna helmingi mannkynsins í þágu hugsjónarinnar. Væri hægt að ganga lengra en það í hollustu við hugsjónina? Maó gortaði oft af mannfjöldanum í Kína og var stoltur af því að vera leiðtogi svo fjölmenns ríkis. Hann skopaðist oftar en einu sinni að því að einu gilti þótt tugir milljóna Kínverja færust, þeim héldi alltaf áfram að fjölga. Kári Stefánsson kvartar yfir útþynningu á hug- takinu „sósíalisti" um leið og hann býður upp á skilgreiningu sem miklu frekar á við orðið „krati" en nokkuð annað. Ný orð koma iðulega í stað gamalla, og gömul orð eru oft heimfærð upp á eitthvað allt annað en þau stóðu upphaflega fyrir, og þannig er það. Í Bandaríkjunum er til dæmis talað um að vera „liberal" þegar viðkomandi er blúss- andi vinstrisinnaður, og hið gamla og góða 19. aldarhugtak „liberal" því búið að fá þveröfuga merkingu miðað við hinn upprunalega skilning á orðinu. En hvað um það. Í stað þess að tala um sósíalista má tala um kampavínssósíalista - ríka eða þokka- lega efnaða einstaklinga sem hafa hagnast persónulega á því að nýta sér völd ríkisvaldsins til að skapa fyrirtæki sínu (eða öðrum samtökum sem viðkomandi tilheyrir) svigrúm eða liðka fyrir því með lagalegri mismunun. Kampavínssósíalistar tala oft um nauðsyn þess að hafa sterkt ríkisvald sem getur gert hvað sem því sýnist, gefið að það geri það sem viðkomandi kamapvínssósíal- isti getur hagnast persónulega á. Verkalýðsforingjar eru margir hverjir kampavínssósíal- istar, og meðlimir verkalýðsfélaga þeirra kokgleypa áróður þeirra og verða þannig fall- byssufóður þegar sumir nýta sér ríkis- valdið til að hagnast persónulega. Kári Stefánsson er sennilega kampavínssó- síalisti. Hann gæti hugleitt að nota þennan titil í næsta útvarpsviðtali. Geir Ágústsson í pistli á bloggsíðu sinni 24. ágúst 2015. Kampavínssósíalistar Mynd: Niels Noordhoek

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.