Skólablaðið

Volume

Skólablaðið - 15.09.1979, Page 10

Skólablaðið - 15.09.1979, Page 10
Rekja hsá rætur jass x margar áttir, en þó er talið að hann hafi einkum komið frá þrælum hvíta mannsins í Bandaríkjunum. Negrarnir voru mikið gefnir fyrir söng og sungu-mikið úti á ökrunum, en einnig við trúarathafnir sínar. Var tónlist þeirra mjög blues-kennd, eins og reyndar má enn heyra í kirkjum þeirra. Virðist blues hafa verið grunnurinn, sem seinna var byggt á. Bluesinn náði smám saman almennri hyllij og áður en langt um leið voru hvítir menn farnir að spila hann. Negrarnir höfðu aðallega notast við blásturshljóðfæri til að túlka tilfinningar sínar í tónlistinni. Þegar hvítir menn tóku að „stæla" þetta, kom oft og tíðum fram meiri hraðil svo og ákveðnari taktur, meira „staccato". H1jóðfæraskipan bessara frumkvöðla var yfirleitt þannig að laglínan var spiluð á tromp- et auk básúnu sem einnig var notuð til að undir- strika laglínu trompetsins. Klarinettan var til skrauts, en um takt og rythma sáu trommur, kontrabassi, túba, banjó og gítar. Á meiri dans- leikina voru svo fengnir píanóleikarar. Það var einmitt um aldamótin, skömmu eftir að Steinway og fleiri Þjóðverjar settust að í Bandaríkjunum, að píanóið var fyrst notað í jass. Fyrsti jassleikarinn sem eitthvað hvað að, var Joe King Oliver, trompetleikari frá New Orleans. Hann átti heiðurinn af því að koma Louis Armstrong á framfæri. King Oliver sá Louis fyrst fimmtán ára gamlan og gerði sér ljóst að hér var um efnilegan pilt að ræða.Varð hann Louis nokkurs konar lærifaðir, en starfaði jafnframt í einni vinsælustu hljómsveit New Orleans-borgar, þ.e. hljómsveit Kid Orys. Þegar Oliver fór til Chicago þremur árum síðar, lét hann Louis taka við stöðu sinni í hljómsveitinni sem trompetleikara. Fjórum árum seinna bað King Oliver Armstrong að koma til Chicago og spila með sér í Creole Jazz-Band, sem og Louis gerði. ! Þessi hljómsveit hætti nokkrum árum síðar og stofnaði Louis þá hljómsveitina Hot Five og síð ar Hot Seven, sem segja má um að hafi verið há- punktur ferils hans. Seinna var Armstrong í hljómsveit Fletcher Hendersons. Talið er að þar hafi Duke Ellington fyrst fengið áhuga á stórum hljómsveitum, en í hljómsveit Hendersons voru ellefu til tólf manns. Þá tók Ellington að út- setja lög sín af alvöru. Þremur árum síðar var Ellington og hljómsveit hans orðin svo vinsæl að bein útvarpsútsending frá dansstað þeim í New York, er þeir spiluðu á, var hafin. Um þetta leyti birtust mörg ný andlit í sviðsljósinu, s.s. Earl „Fatha" Hines í Chicago Fats Waller, Benny Goodman og Benny Moten. Sveiflan var að taka völdin og Benny Goodman m^ð sína hljómsveit auk Counts Basie. Einnig voru Tommy Dorsey og Glen Miller að nálgast há- punkt ferils síns. Hámark sveiflunnar má telja árin frá 1930 til '40. Upp úr 1936 tók að skyggja á sveifluhljómsveitir svertingja og hvítar hljómsveitir unnu markaðinn. Tók þá að bera á nýrri stefnu meðal svertingja, bebop. Frumkvöðla bebopsins kannast sjálfsagt margir við, - þá Charlie Bird Parker og John Birks - Dizzy Gillespie. þeir ruddu jassinum leið til frjálsræðis, en seinna kom Miles Davies til sögunnar. Upp úr því kom „Cool" jass inn og „Third Stream" frá t.d. Dave Brubeck. Og enn þroskaðist ávöxturinn. John Lewis og hljómsveit hans, Modern Jazz Quartet gerðu tilraunir með að semja „öðruvísi" jass, eins konar jassfúgur. Tók þá framúrstefnan við með John Coltrane og arabískum og indverskum tón- stigum. I þessari grein minni hef ég reynt að fjalla um sem flest í sem fæstum orðum. Fá nöfn koma fyrir, en um mörg önnur, s.s. Teddy Wilson, Gil Evans, McCoy Tyner, Rufus Reid og Stan Letz, hefði mátt skrifa. í greininni sleppti ég alveg að geta nokkuð um Jazz-Rock, sem mér virðast margir hafa áhuga á, auk þess sem bluesinn var skilinn útundan. Að lokum vona ég að enginn taki línuritið hátíðlega um of. Magnús B. Baldursson, 5.B. straumar og stefnur í u.s.a. Duke Ellington. Louis Armstrong. I45o 11 <íö 5"» IA ISTo lS8o I) L'ítOURÍTÍ© SVUÍR 06 v/ÍN>SfELDRHL.UTFPH.L p RIT. ByLGrMR . 2.) DÍXÍE.LAND TÓULÍSTÍN F5LRÍST ÚR. SUOURR.ÍtOUIOUf*') TtL CHtcRíiO . 3) TRKÚÐ EFTÍR HUftÐ &LUE.S UlRDÍST RLLTPF HRFR bRFMRM FE.RÍ L .

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.