Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 15.09.1979, Blaðsíða 15

Skólablaðið - 15.09.1979, Blaðsíða 15
„Allir tslendingar kunna að lesa bækur. En hversu margir kunna að lesa hús? Það er meiri íþrótt að kunna að lesa hús en að geta lesið bækur. Húsið er hugsun, sem hefur hæð, lengd og breidd. Bókin er vöntun á hugsun, sem að- eins hefur lengd. Húsið er sannleikurinn um líf kynslóð- anna. Bókin er lygin um líf þeirra”. ÞÖHBERGUR ÞÖRÐARSON, OFYITINN., HÚS EINARS JÖNSSONAR MYNDHÖGSVARA, A SKÖLAVÖRÐUHÆÐ, REIST EFTIR HUGMYNDUM LISTAMANNSINS SJALFS. torfbygginga, svonefndar fjósbaðstofur, þar sem vetrarfjósið var haft undir baðstofunni, svo að fólkið gæti notið hitauppstreymis frá skepnunum. Slíkar baðstofur náðu. raunar aldrei útbreiðslu nema í tveimur landshlutum, í Eyjafirði og Skaftafellssýslum, en samt sem áður segir það sína sögu af hörmungum fólks og allsleysi. Steinhús á 18. öld. 18. öldin hefur verið kölluð hin myrkasta í sögu landsins, en eitt er það þó sem gerir hana merkilega í byggingarsögulegu tilliti, en það er bygging fyrstu hlöðnu steinhúsanna 1757- 1765. Að vísu verða þessi hús á engan hátt tal- in afsprengi hérlendrar byggingarlistar; þau eru flest kostuð afdönsku stjórninni, teiknuð af þekktum dönskum arkítektum og byggð af dönsk- um. smiðum fyrir fólk, sem búið hafði erlendis og gerði meiri kröfur til hýbýla en almenningur á Islandi. Fjögur þessara húsa voru kirkjur, þ.e. Viðeyjarkapella, Hóladómkirkja, Landakirkja í Vestmannaeyjum og Bessastaðakirkja, en hin voru Viðeyjarstofa, tugthúsið við Lækjargötu (Stjórnarráðið), Bessastaðarstofa og Nesstofa. En þó að flest við þessi hús bæri erlent yfirbragð, þá voru þau úr innlendu efni sem færði framsýnum mönnum eins og Skúla landfógeta heim sanninn um að unnt væri að reisa hlrlendis byggingar, úr innlendu efni, sem stæðust tímans tönn og álag vatns og vinda. Burstabærinn. Síðasta skrefið i þróun íslenska torfbæj- arins var hinn svonefndi bustabær. A síðari hluta 18. aldar tóku að rísa við sjávarsíðuna danskættuð verslunar- og kaupmannshús úr timbri, samtímis því sem timburinnflutningur eykst við lok einokunar. Þetta hefur þau áhrif að bændur taka að snúa göflum stofu og skála fram að bæj- arhlaðinu, auk þess sem notkun timburs innan dyra eykst til muna, Timburþil eru síðan sett á framgaflana, og útihúsum, skemmu og smiðju er síðan skipað hvorum megin við skála og stofu, einnig með -úimburstafla fram að hlaði. Bursta- bærinn eins og við þekkjum hann og hlr er lýst að ofan, kemur til sögunnar um 1820 - 30, en algengur verður hann vart fyrr en undir síðustu aldamót. Timburstafirnir gáfu torfbæjunum reisn og yfirbragð timburhúss, þó að bærinn að öðru leyti væri lítt breyttur frá fyrri tíð. Hér var því um að ræða nokkurs konar leikmynd eða "Pót- emkin-tjöld" sem höfðu fagurfræðilegt en ekki hagnýtt gildi, líkt og skreyttar forhliðar stor- borgarhúsa erlendis. Ávissan hátt er bursta- bærinn talandi tákn um þá þjóðarvakningu sem átti sér stað í kjölfar Jóns Sigurðssonar og Fjölnismanna, tákn um að þjóðin væri nú loks að rísa upp úr þeim hörmungum sem hún hafði mátt þola síðustu aldirnar. Upphaf timburhúsatímabilsins. Samhliða breytingum í atvinnuháttum á síðari hluta 19. aldar og fram yfir aldamót hleypur fjörkippur í vöxt margra kaupstaða. Hingað koma norskir hvalveiði-og síldarkaupmenn sem reisa heil þorp að norskri fyrirmynd með glæsilega útskornum timburhúsum. Elstu kaup- staðarhúsin voru verzlunarhús í dönskum stíl, einlyft með bröttu risi og klædd tjörguðum borðum. Einnig tíðkaðist að hús væru hlaðin í binding að erlendri fyrirmynd, þ.e. hlaðið með múrsteinum upp í timburgrind, þó að vart væri það algengt. Eftir því sem leið á öldina og efnahagur fólks batnaði, urðu timburhúsin smám saman stærri og veglegri, gluggar stækkuðu og útskurður jókst og farið var að byggja tvílyft. Ef við lítum aftur til ársins 1865, þá eru í Reykjavík aðeins 83 timburhús og 9 steinhús auk torfkofa í útjaðri bæjarins. Stærstu hús bæjar- ins (og um leið landsins) voru þá stórhýsið Glasgow og Mennta-skólinn, hvort tveggja timbur- hús. En þótt. harla mikill frumbýlingsbragur væri enn á hinni væntanlegu höfuðborg, voru strax á þessum tíma til menn sem settu fram djarflegar og framsýnar hugmyndir um skipulag og útlit hins vaxandi bæjarfélags: „Tjörnina á að hlaða upp, og þar á að verða höfn höfuðstaðarins, því án góðrar hafnar getur Reykjavík aldrei orðið nema kaupstaðarkorn, eins og Tómas Sæmundsson orðar það. En bregðist það, að höfnin komi þar, þá er að fegra umhverfi tjarnarinnar, setja þar ótal gosbrunna. Upp á hæðunum beggja megin tjarnarinnar eiga að rísa stórbyggingar bæjarins, en á melunum alla leið suður undir Skerjafjörð eiga að vera íbúðarhúsa- hverfi með skrautgörðum. I Laugardalnum á að vera íþróttasvæíSi, en sunddokk við Batteríið í nánd við Sölvhól. Hana á að grafa inn í hólinn með fyrirhleðslu og lokræsi." Þessar hugmyndir voru settar fram af Sigurði Guðmundssyni málara um miðja síðustu öld. Islenzk báruj árnsmenning. Fljótlega tók aö bera á því að hús eingöngu o

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.