Fiskifréttir


Fiskifréttir - 08.01.1988, Blaðsíða 1

Fiskifréttir - 08.01.1988, Blaðsíða 1
Faxanrtarkaðurinn hf. við Austurbakka pósthólf 875 121 Reykjavík Sími 623080 Fiskuppboð virka daga 07.30 Nýtt dragnót- arskip til Ólafs- víkur Nýtt skip bættist nýlega í flota Ólafsvíkinga. Er þetta Auðbjörg SH 197 sem Enni hf. í Ólafsvík lét smíða í Póllandi. Skipið sem er 67 brúttórúmlestir að stærð, kemur í stað eldra skips með sama nafni sem var úrelt í fyrra. Að sögn Óttars Guðlaugssonar, skipstjóra og eins eiganda skips- ins, er það tæpur 21 metri á lengd og 6 metrar á breidd. Það er smíð- að hjá Visla Yard í Póllanci en sú stöð tilheyrir Navimor - skipa- smíðastöðinni sem mikið hefur unnið fyrir íslendinga. Ekki var lokið við skipið í Póllandi, heldur var það dregið til Hamborgar þar sem vélar og spil voru sett niður. Að því loknu var siglt til íslands og hreppti skipið versta veður á leið- inni. Auðbjörg SH197 verður gerð út á dragnótaveiðar að sögn Óttars Guðlaugssonar, auk hefðbund- inna netaveiða. Akveðið var að sleppa togspilinu en einbeita sér þess í stað að dragnótinni. Nú er verið að vinna við ýmislegan frá- gang á skipinu áður en það heldur til veiða. Samkvæmt upplýsingum Óttars Guðlaugssonar, kostaði Auðbjörg um 40 milljónir króna en samið var um smíðina í febrúar í fyrra. Gamii Skúmur seldur til Kolumbíu Gamli Skúmur GK frá Grinda- vík, sem gekk upp í kaupin á nýja Skúm, hefur verið seldur til Kol- umbíu í Suður-Ameríku. Skipasmíðastöðin Lunde Varv och Verkstads AB í Svíþjóð, sem smíðaði nýja skipið, tók eldra skipið upp í á 3,7 milljónir sænskar krónur, sem jafngildir 22,5 mill- jónum ísl. króna á núverandi gengi. Ekki er vitað hversu mikið fé Kolumbíumenn gáfu fyrir skipið og ekki heldur til hvers á að brúka það. Togurum meinaðar rækjuveiðar? „ Við munum fara í hariu — Við fórum á rækju í fyrra og hittifyrra til þess að kaffæra ekki allt í þorski hér yfír vertíðarmán- uðina. Við höfum lagt í verulegar fjárfestingar vegna þessa og m.a. byggt upp rækjuverksmiðju í landi. Við munum ekki taka því þegjandi, heldur fara í hart ef það á að útiloka okkur frá rækjuveið- unum. Þetta sagði Runólfur Guðmundsson, skipstjóri á Run- ólfi frá Grundarfirði í samtali við Fiskifréttir, en hann líkt og margir togaramenn, hefur nú miklar áhyggjur af þeim hugmyndum stjórnvalda að útiloka togarana frá rækjuveiðum á þessu ári. I frum- varpi sjávarútvegsráðherra er ekki gert ráð fyrir því að togararnir sem verið hafa á bolfiskveiðum, fái leyfi til rækjuveiða en kveðið er á um að hægt sé að bæta rækjumiss- inn upp með auka þorskkvóta ef mönnum bjóði svo við að horfa. — Þetta getur verið afgerandi fyrir okkur og því er ekki að neita að þessar hugmyndir draga úr okk- ur móðinn, sagði Valdimar Braga- son, framkvæmdastjóri Útgerðar- félags Dalvíkinga hf. en fyrirtækið á von á nýjum togara í stað Björg- vins EA, til landsins um mitt þetta — segir Runólfur Guðmundsson skipstjóri ár. Verið er að smíða togarann í Flekkefjord í Noregi og nýlega leitaði útgerðarfyrirtækið eftir til- boðum í smíði og niðursetningu rækjuverksmiðju um borð í nýja skipinu. Þetta er fjárfesting upp á tugi milljóna króna en rekstrar- áætlanir útgerðarinnar ganga út á að togarinn verði á rækjuveiðum samhliða þorskveiðunum. — Við höfum verið á rækju allt að sex vikur á ári undanfarin ár og ætlun okkar var sú að láta rekstur- inn m.a. standa undir sér með auknum rækjuveiðum. Við sáum áform stjórnvalda ekki fyrir og ef svo heldur sem horfir verðum við að hætta við rækjuna með ófyrir- sjáanlegum afleiðingum, sagði Valdimar Bragason. Þess má geta að verulegar fjár- hæðir eru í húfi fyrir þá togaraeig- endur sem hafa verið með skip sín á rækjuveiðum einhvern hluta árs- ins. Runólfur Guðmundsson taldi aflaverðmæti Runólfs á rækjunni í fyrra nema a.m.k. níu milljónum króna en aflinn var 150 tonn á rúm- um mánuði. Þess munu einnig dæmi að menn hafi haldið togur- unum á rækjuveiðum í þeirri trú að þeir væru að skapa sér viðmiðun í komandi kvótakerfi. Munu ein- hverjir þeirra ekki hafa náð bol- fiskkvótanum af þessum sökum. Fjögur ný skip bættust í fískiskipaflotann nú um jól og áramót. Hér að ofan er stærsta skipið, Hákon ÞH (sjá grein bls. 10—11), en auk hans komu Skúmur GK, Auðbjörg SH og Freyja RE (nánar segir frá henni í næsta blaði). Mynd: Grímur.

x

Fiskifréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.