Fiskifréttir


Fiskifréttir - 08.01.1988, Blaðsíða 2

Fiskifréttir - 08.01.1988, Blaðsíða 2
2 SKINI OG SKÚRIR Vl€> ^J^VRRSÍOUNn Aflabrögðin____ Jólafrí miwntu mig r hv SGSJR EITTHI/TO FRLLBST VIP ÞIS ÞBSRR ÉG KEM HEIM í KVÖLP, G03TI. ÞÚ RTT RFMÆLI, ER ÞRÐ EKKI? í síðasta tölublaði Fiskifrétta voru aflatölur fram að 14. desem- ber en menn voru að veiðum til 22. desember. Þær tölur sem koma hér á eftir miðast þá við 14. desember og fram að jólum en einnig voru sumir bátar búnir að róa einu sinni á nýju ári og látum við þær tölur einnig fylgja. Það sem einkenndi umrætt tímabil er veiðibann smá- báta og jólafrí sjómanna á bátum og togurum öðrum en stóru togur- unum. Flest allir togarar landsins lönduðu fyrir jól og voru inni yfir hátíðirnar. Togararnir á Siglufirði reyndu að komast út milli jóla og nýárs en urðu að snúa við og koma í land eftir stutta útiveru - tvo daga - vegna veðurs. Þar sem bræla hef- ur verið á miðunum létu ekki allir togarar úr höfn strax upp úr ára- mótum en biðu eftir sómasamlegu veðri. Afli báta var almennt frekar rýr dagana fyrir jól. Rækjubátar byrja á veiðum 10. janúar og smá- bátar ekki fyrr en 15. janúar. Vestmannaeyjar Sá afli sem barst að landi vikuna fyrir hátíðarnar var í minna lagi og aðeins þrír togarar lönduðu afla. Smáey landaði 15. desember um 20 tn en þar af fóru 7 tn í gám en uppistaða þess sem landað var til vinnslu í landi voru 12 tn af karfa. Halkion landaði næsta dag eða 16. desember 28 tn og setti hann einn- ig 7 tn í gám en af því sem fór til vinnslu í landi var karfi uppistaðan eða 18 tn. Sindri landaði 21. des- ember 131,6 tn og var uppistaða aflans þorskur eða 58 tn, ufsi var tæp 47 tn og karfi rúm 11 tn. Það helsta sem er að frétta af Vest- mannaeyjatogurunum er að Berg- ey er í klössun í Hafnarfirði, Halk- ion er í vélarklössun í Eyjum og Gideon fer væntanlega á sjó í vik- unni. Gandí sem var á dragnót landaði tvisvar sinnum í vikunni fyrir jól og kom með 27,8 tn að landi. Mest var af sandkola og langlúru í aflanum. Af netabátum er það helst að frétta að Sighvatur GK landaði þrisvar sinnum í vik- unni fyrir jól samtals 84 tn. Neta- báturinn Frigg landaði tvisvar sinnum, þann 16. og 21. desember, samtals 23,2 tn. Hrungnir sem var á netum landaði 17. desember 14,5 tn. Suðvesturland Þorlákshöfn: Slæmt veður var vik- una fyrir jól svo fáir bátar réru og þeir sem fóru út fengu lítið sem ekkert. Heildaraflinn sem borist hefur á land frá 1. janúar - 31. des- ember 1987 var 33.614 tonn og 190 kg en fyrir árið 1986 barst heldur minni afli á land eða 33.008 tonn og 816 kg. Aukning þessi felst í því að ‘87 barst 3588.880 kg af loðnu á land en árið áður var engin loðnu- löndun í Þorlákshöfn. Annars var heildar bolfiskafli á bátum 21.500.843 kg en ‘86 var aflinn heldur meiri eða 21.902.099 kg. Hvað varðar togaraflann þá var hann heldur minni en árið 1986 eða 6.609.165 kg í fyrra en 6.714.912 kg árið 1986. Humarinn var örlítið meiri ‘87 en ‘86 því í fyrra bárust 220.860 kg á land en 218.723 árinu áður. Rækjan var tæpum níu tonn- um meiri í fyrra en ‘86 eða 29.672 kg á móti 20.102 kg. Síldaraflinn var mun meiri 1986 en 1987 en í fyrra barst 1.664.770 kg á móti 4.152.980 kg árinu áður. Grinda- vík: Sjö línubátar lönduðu í vik- unni og fóru sex þeirra í tvo róðra hver en Vörðufellið landaði einu sinni 1,6 tn. Þeir sem lönduðu tvisvar sinnum hvervoru: Eldham- ar 4 tn, Harpa II 4,4 tn, Ólafur 4 tn, Sigrún 11,8 tn, Sigurþór 4,9 tn og Þorbjörn 7,9 tn. A netum voru sjö bátar og fór Kópur oftast út eða fjórum sinnum en hann landaði samtals úr þeim ferðum tæpum 60 tn. í þrjá róðra fóru: Hafbergið 22.8 tn og Þorsteinn 10,7 tn. í tvo róðra fóru: Geirfugl 12,6 tn, Hrafn Sveinbjarnarson III 3,4 tn, Sigurð- ur Þorleifsson 13,2 tn og Vörður 8.8 tn. Harpa var á trolli en hún fór í einn túr og landaði tæpum 2 tn. A rækju var Hrafn Sveinbjarnarson II og landaði hann 13,3 tn af rækju. Nú eru menn að vakna til lífsins aftur og þann 3. janúar fóru tveir bátar á sjó; Vörðufell og Hrappur, en þeir lönduðu 1,6 tn hvor þann daginn. Keflavík: Þar voru menn að veiðum til 22. desember. Sex línubátar voru að veiðum og fóru tveir í þrjá róðra hver; Akurey 9,7 tn og Jóhannes Jónsson 7,8 tn. Búrfell landaði tvisvar sinnum samtals 27,4 tn en eftirtaldir bátar lönduðu einu sinni: Freyja 17,6 tn, Rán 2,9 tn og Þröstur 6,9 tn. Á dragnót voru tveir bátar og réru þeir tvisvar sinnum hvor; Arnar 7 tnogBaldur5,ltn. Þeirsem voruá netum í lok ársins voru iðnari við kolann en hinir því menn voru að draga milli jóla og nýárs en eftir- taldir netabátar lönduðu á tímabil- inu frá 16. desember til 31. desem- ber: Vonin II ST landaði tvisvar sinnum samtals 3,1 tn. Gunnar Há- mundason 4,3 tn úr tveimur róðr- um, Kári Jóhannesson landaði fimm sinnum samtals 12,9 tn, Ólafur VE fór í fjóra róðra og kom með 12,4 tn að landi og Stafnesið landaði þrisvar sinnum alls 50,1 tn en hann fékk þann 19. um 36 tn af þessum afla - hitt kom hann með 29. og30. desember. Eftiráramót, þ.e. þann 2. janúar lönduðu Stafnesið og Happasæll. Sá fyrr- nefndi kom með tæp 15 tn en sá síðarnefndi tæp 5 tn. Njarðvík: Þrír togarar lönduðu þar fyrir jól. Bergvíkin kom þann 18. með rúm 80 tn en 21. desember landaði Ólafur Jónsson um 130 tn og Aðal- víkin 160 tn. Uppistaðan hjá þeim öllum var karfi. Aðalvíkin landaði reyndar aftur síðasta dag ársins, þ.e. 31. desember um 20 tn. Sand- gerði: Tvær togaralandanir voru fyrir jól en Haukur kom 22. des- ember með 120,5 tn að landi og var megnið af því karfi en dálítið var einnig af ufsa í aflanum. Sveinn Jónsson kom næsta dag með um 60 tn og var sama upp á teningnum þar; karfi og ufsi var uppistaða afl- ans. Einn dragnótabátur landaði í vikunni; Ægir Jóhannsson en hann réri tvisvar sinnum og kom með 12,1 tn að landi. Þrír bátar voru á netaveiðum og fór Faxavíkin oft- ast út eða sex sinnum og kom með 18,3 tn að landi, Þorkell Árnason landaði fjórum sinnum og kom hann með 7,1 tn að landi og Hólm- steinn réri þrisvar sinnum og land- aði 7,2 tn úr þeim róðrum. Elliði var eini trollbáturinn sem landaði en hann fór einu sinni út og kom með 3,8 tn að landi. Nítján línu- bátar lönduðu í vikunni fyrir jól og fór Ragnar oftast út eða sex sinn- um en þeir róðrar skiluðu samtals 17 tn. Sóley sem fór í fimm róðra I kom með 8,9 tn að landi og Bragi sem réri fjórum sinnum landaði 9,6 tn. í þrjá róðra fóru eftirtaldir línubátar: Bergþór 15,3 tn, Fagra- nes 6,5 tn, Máni 6,1 tn, Sæljómi 5,4 tn, Hafborg 4,8 tn og Hrappur 3,9 tn. Þeir sem fóru í tvo róðra voru: Víðir II 24,5 tn, Jón Gunnlaugs 25,9 tn, Mummi 17,1 tn, Una í Garði 14,9 tn, Sandgerðingur 9,4 tn, Þorsteinn 4,2 tn, Tjaldanes 5,5 tn, Knarrarnes 3,6 tn og Fram 3,3 tn. Hafnarfjörður: Einirinn land- aði 18. desember tæpum 33 tn og var þorskur uppistaðan eða 27 tn. Víðirinn landaði 21. desember eft- ir tíu daga túr um 140 tn. Þar af setti hann í þrjá gáma og var það allt karfi og ufsi. Af því sem fór til vinnslu í landi var ufsi uppistaðan eða tæp 60 tn, þorskur 57 tn og karfi 17 tn. Bátar voru að veiðum fram að 22. desember og gekk þeim mjög vel - bæði netabátum og þeim sem voru á línu. Sandafellið var á netum og réri þrisvar sinnum fyrir hátíðirnar en það landaði 9,1 tn og þar af fékk Sandafellið 6,7 tn í síðasta róðrinum, þ.e. 22. desem- ber. Hafbjörgin landaði einnig þrisvar sinnum og kom með 2,7 tn að landi og þeir netabátar sem lönduðu einu sinni voru: Gullfari 1,2 tn og Faxabergið 0,6 tn. Hvað varðar línubátana þá réri Guðrún Björg oftast eða fimm sinnum og landaði 15,6 tn, Þórsnesið landaði fjórum sinnum alls 12,7 tn, í þrjá róðra fóru: Hringur 34,6 tn og Sig- urjón Arnlaugsson 27,6 tn. Þeir línubátar sem fóru í einn róður voru: Elín 1,2 tn, Ingvi 1,2 tn og Stakkavík 10,4 tn. Sæmundur landaði tvisvar sinnum og kom með 7,3 tn að landi. Línubátarnir Sigurjón Arnlaugsson og Hringur fóru út 3. janúar og komu inn 5. janúar með 10 tn hvor. Reykjavík: Flestir bátar hættu um miðjan des- ember vegna ótíðar og fara þeir væntanlega ekki út aftur fyrr en um miðjan janúar. Sjö togaraland- anir voru frá miðjum desember fram að jólum og var Hjörleifur fyrstur þann 14. eftir 11 daga túr með 62,6 tn. Uppistaðan í aflanum varkarfi 36 tn, ufsi 10,3 tn, þorskur 9,6 tn, blálanga 3,2 tn og ýsa 2,3 tn. Ásbjörn landaði 15. desember eftir níu daga túr 144,6 tn og var karfi uppistaðan eða 87 tn, ufsi 53,5 tn og blálanga 2,2 tn. Otto N. Þor- láksson landaði 16. desember eftir viku túr tæpum 140 tn. Uppistaðan í aflanum var karfi 84 tn, ufsi 52,7 tn, blálanga 1 tn og þorskur 1 tn. Jón Baldvinsson landaði 19. des- ember eftir átta daga túr 130,7 tn. uppistaðan hjá honum var ufsi 96,4 tn og karfi 30 tn. Ásgeir land- aði 21. desember eftir viku á sjó tæpum 96 tn. Uppistaðan hjá hon- um var karfi 42 tn, ufsi 30 tn, þorskur 8 tn, ýsa 8 tn, koli 4 tn og steinbítur 3 tn. Hjörleifur landaði 22. desember eftir viku túr 36,9 tn. Karfi var uppistaðan eða 28 tn og ufsa 6,3 tn. Ásbjörn landaði sama dag eftir sex daga á sjó 81,3 tn. Karfinn var uppistaðan í aflanum eð 45,7 tn og ufsinn var 34 tn. Allir togararnir voru inni yfir jólin en þeir eru nú komnir á sjó aftur. FRÉTTIR Útgefandi: Frjálst framtak hf. Ritstjórn og auglýsingar: Reykjav,k Bildshöfða 18.simi685380 Askrift og innheimta: Ritstjóri og ábyrgöarmaður Armula 18, simi 82300 Guðjón Einarsson Auglysingastion: Postholf8820 Blaðamaður: Eiríkur S. Eiriksson H,ldurK,artansdott,r 128Reyk,av,k Setning og prentun: Prentstofa G. Benedíktssonar Áskriftarverð: 1555 kr. Ágúst—des. innanlands. Hvert tölublað í áskrift: 97.20 kr. Lausasöluverð: 109 kr.

x

Fiskifréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.