Fiskifréttir


Fiskifréttir - 08.01.1988, Page 3

Fiskifréttir - 08.01.1988, Page 3
föstudagur 8. janúar 3 Vesturland Akranes: Bátar fóru lítið sem ekk- ert út eftir miðjan desember en þeir sem það gerðu fóru dagana 17. og 18. desember. Eftirtaldir línu- bátar lönduðu þessa daga: Hrólfur 5.3 tn, Reynir 1,3 tn og Skírnir 22 tn. Enok landaði fjórum sinnum samtals 4,8 tn. A mánudaginn í þessari viku var enginn línubátur farinn út en togararnir aftur á móti allir. Þeir voru fjórir sem lönduðu á tímabilinufrá 15. -22. desember. Sturlaugur H. Böðvarsson landaði 108 tn en þar af setti hann í tvo gáma. Uppistaða þess afla sem fór til vinnslu í landi var karfi 67 tn, þorskur 2 tn, ufsi 2,5 tn, langa 2 tn og ýsa 1 tn. Sama dag landaði Skipaskagi 90 tn. Uppistaðan hjá honum var þorskur 14 tn, karfi 11 tn, ýsa 8,5 tn, steinbítur 9 tn og koli 44.5 tn. Þann 17. kom Krossvíkin með 70 tn og var ufsi uppistaðan 50 tn og karfi 12 tn. 22. desember landaði Haraldur Böðvarsson 60 tn og fór uppistaðan í fimm gáma en karfi var uppistaðan í aflanum. Rif: Stóru bátarnir réru til 19. des- ember en minni bátar voru að til 21. desember. Eftirtaldir línubátar lönduðu í vikunni: Rifsnesið sem fór í fjóra róðra landaði 37,8 tn samtals og Báran landaði einnig fjórum sinnum samtals 5,9 tn. í þrjá róðra fóru: Hamar 25 tn, Tjaldur 28,3 tn, Hamrasvanur 30 tn, Jói á Nesi 8,5 tn, Þorsteinn 5,4 tn. Esjar landaði einu sinni 4,4 tn. Stapavíkin landaði tvisvar sinnum 3,8 tn og Hafnartindur fór í einn róður og kom með 1,3 tn að landi. Á árinu 1987 var 11.362.560 kg landað í 2874 sjóferðum. Þar af áttu handfærabátar og bátar undir 10 tn 973 tonn. Ólafsvík: Bátar réru lítið frá miðjum desember fram að jólum þar sem veður var slæmt. Eftirtaldir dragnótabátar lönduðu fimm sinnum í vikunni: Halldór Jónsson 3,8 tn og Tindur 2.3 tn. I fjóra róðra fóru: Hugborg 2,3 tn og Matthildur 3,2 tn. í þrjá róðra fóru: Sigurvík 1,9 tn og Auð- björg II 1,2 tn. í tvo róðra fóru: Hringur 2,3 tn og Friðrik Berg- mann 1,8 tn. Fjórir línubátar lönd- uðu í vikunni og fór Fróði oftast út eða sex sinnum en hann landaði 21.6 tn. I fjóra róðra fór Sigurbár- an en hún landaði 5,5 tn. í þrjá róðra fór Garðar II og landaði hann samtals 13 tn. Valdimar Kristinsson fór í tvo róðra og kom með 2,9 tn að landi. Tvær togara- landanir voru fyrir jól; Jökull land- aði 16. desember 26,8 tn og var karfi uppistaðan í aflanum eða 23,1 tn og þorskur 4,4 tn. Már landaði 21. desember 94,6 tn. Uppistaðan hjá honum var þorskur 34,7 tn og karfi 24 tn. Grundarfjörður: Run- ólfur landaði 15. desember um 70 tn og var aflinn blandaður. Hann mun síðan fara strax á sjó og veður leyfir en hingað til, þ.e. fram til 4. janúar, hefur verið bræla svo hann var enn í landi. Krossnesið landaði 21. desember 17,5 tn en þar af setti hann 10 tn afkolaígám. Uppistaða þess sem fór til vinnslu í landi var þorskur 4,4 tn. Skelbátarnir Sipa- nes og Haukabergið eru hættir á skel og fara væntanlega á net þegar þeir fara aftur út. Vestfirðir Patreksfjörður: Þrátt fyrir ítrekað- ar tilraunir náðu Fikskifréttir ekki sambandi við Patreksfjörð til að fá upplýsingar af aflabrögðum liðinn- ar viku. Tálknafjörður: Togarinn Tálknfirðingur kom að landi 21. desember og var þá kominn með 80.0 tn af þorski. Togarinn var í höfn yfir jól og áramót, hélt síðan á sjó 3. janúar. Minni bátar lágu við bryggju milli jóla og nýárs. Slæmt veður kom í veg fyrir sjósókn fyrstu daga nýja ársins. Bfldudal- ur: Engar fréttir bárust frá Bíldu- dal varðandi aflabrögð á síðustu vikum liðins árs og fyrstu dögum þess nýja. Þingeyri: Eini aflinn sem komið hefur á land á Þingeyri síðan fyrir jól er úr togurunum, veður kom í veg fyrir veiðar minni báta. Sléttanes kom að landi 17. desember og var með 34.9 tn af þorski. Framnes kom inn 22. des- ember með 58.9 tn af þorski. Báðir togararnir iágu inni milli jóla og nýárs. Framnes átti reyndar að halda á veiðar milli hátíða en hætt var við það vegna veðurofsans. Báðir togararnir fóru út 3. janúar. Flateyri: „Hér er búið að vera vit- laust veður og enginn farið á sjó síðan á Þorláksmessu,“ sagði heimildamaður Fiskifrétta á Flat- eyri. Togarinn Gyllir fór á sjó 3. janúar en þá lágu bátar enn bundn- irvið bryggju. Suðureyri: Línubát- ar hafa ekki getað sótt sjó vegna brælu sían 20. desember. Togarinn Elín Þorbjarnardóttir hefur verið í landi síðan 14. desember. Reyndar hélt togarinn úr höfn 27. desember en flúði aftur inn eftir nokkra klukkutíma undan veðri. Bolung- arvík: Ekki var róið frá Bolungar- vík milli jóla og nýárs, Togarinn Dagrún kom inn 22. desember með 38.0 tn, mest af því var þorsk- ur. Dagrún var í höfn yfir hátíðarn- ar og hélt á sjó 3. janúar. Línubát- ar gátu ekki róið fyrstu daga nýja ársins og gert er ráð fyrir því að rækjubátar hefji veiðar um miðjan mánuðinn. Isafjörður: Togarinn Júlíus Geirmundsson landaði 62 tn af þorski 22. desember og var síð- an í landi fram yfir áramót. Togar- inn Guðbjörg kom inn 23. desem- ber með 95.0 tn af þorski. Guð- björg hélt aftur til veiða 4. janúar. Togarinn Guðbjartur lá í höfn frá 15. desember til 04. janúar. Þann 15. desember kom hann inn eftir tveggja daga veiðiferð með 15.0 tn af þorski. Línubátar hafa ekkert getað róið frá 21. desember vegna veðurs. Gert er ráð fyrir að rækju- veiði hefjist í Djúpinu 8. janúar ef veður leyfir.' Súðavík: Togararnir Bessi og Haffari lágu báðir við höfn yfir hátíðarnar. Bessi fór reyndar út milli jóla og nýárs, þar sem hann átti eftir af kvóta en veðrið hrakti hann fljótt inn aftur og var hann þá einungis kominn með 5.0 tn. Hólmavík: Bræla hef- ur hamlað veiðum frá því fyrir há- tíðar og fram á nýja árið. Bátar fara á sjó um leið og veður leyfir. Drangsnes: Enginn afli hefur bor- ist að landi á Drangsnesi síðan fyrir jól. Norðurland Hvammstangi: Bátar allir hafa verið bundnir við bryggju síðan fyrir hátíðar. Reiknað er með að rækjuveiðar hefjist um eða eftir miðja þessa viku og línubáturinn Glaður hefur veiðar strax og veður leyfir. Blönduós: Enginn afli kom að landi á Blönduósi síðan fyrir jól en í desembermánuði kom Gissur hvíti með 18.2 tn af rækju úr tveim- ur róðrum, Nökkvi 15.0 tn úr einni sjóferð og Sæborg 20.0 tn eftir átta sjóferðir. Skagaströnd: Togarinn Arnar kom inn 22. desember eftir 7 daga veiðiferð. Aflinn var 60.4 tn, þorskur að langmestu leyti. Togarinn Örvar er búinn að vera í slipp síðan 12. desember en við- gerð á honum er nú lokið. Togar- arnir fóru báðir á veiðar 3. janúar. Rækjuveiðar hefjast væntanlega frá Skagaströnd í kringum 9. jan- úar. Sauðárkrókur: Togararnir þrír, Hegranes, Skafti og Drangey lágu allir inni yfir hátíðarnar. Hegranes kom inn 21. desember með 69.9 tn af blönduðum afla eft- ir ellefu daga veiðiferð. Skafti kom 23. desember eftir að hafa verið 6 daga á sjó. Aflinn var blandaður, 42.5 tn. Drangey kom að landi 22. desember og var aflinn 63.3 tn. Drangey var átta daga á veiðum. Vegna brælu voru togararnir ekki farnir út þegar haft var samband við Sauðárkrók 4. janúar. Siglu- fjörður: Engin rækja hefur borist að landi síðan fyrir jól. Togararnir voru allir í landi yfir jólin en fóru út að kvöldi annars dags jóla. Vegna veðurs komu þeir allir inn 29. des- ember en hefðu verið á sjó fyrir áramótinn því þegar er orðið fisk- laust í landi. Stálvík var með 10.9 tn, Stapavík 7.2 tn og Sigluvík 10.0 tn Ólafsfjörður: Togarinn Ólafur Bekkur kom að landi 17. desember eftir að hafa verið átta daga á veið- um. Aflinn var 65,1 tn og var megnið af því þorskur. Ólafur Bekkur náði öðrum túr fyrir jólin, hann kom að landi 23. desember og var þá kominn með 39.2 tn af þorski. Hann fór síðan út milli jóla og nýárs en hörfaði inn undan veðri eftir tæpan sólarhring. Þá var aflinn orðinn 7.0 tn. Sigurbjörg kom inn 28. desember með 99.0 tn af frystum flökum. Verðmæti afl- ans er áætlað um 9.7 milljónir. Snæbjörg er laus úr slipp og fer á veiðar einhverja næstu daga. Dal- vík: Togarinn Björgúlfur var búinn að vera fimm daga á veiðum þegar hann kom að landi með 42.5 tn af þorski. Björgvin kom inn 18. desember með 77.9 tn, hann var 10 daga í túrnum. Dalborg landaði 21. desember eftir átta daga veiðiferð og var aflinn 37.5 tn. Engin rækja hefur borist að landi á Dalvík síðan fyrir jól, rækjusjómenn bíða eftir því að vinda lægi. Árskógssandur: Enginn afli hefur borist að landi síðan fyrir jól. Helstu fréttir frá Árskógssandi eru þær að Heiðrún er að búa sig á síldveiðar. Akur- eyri: Togarinn Sólbakur, áður Dagstjarnan, kom úr sinni fyrstu veiðiferð eftir að Útgerðarfélag Akureyringa eignaðist togarann, 22. desember. Sólbakur kom með 69.0 tn og var þorskur meginhluti aflans eða 66 tn. Verðmæti aflands var 1.9 milljón. Kaldbakur kom inn 28. desember eftir tíu daga veiðiferð. Aflinn var 102 tn, þar af var þorskur 98.0 tn. Verðmæti afl- ans var 2.8 milljónir. Svalbakur kom að landi 31. desember efir tíu daga veiðiferð. Aflinn var 91.0 tn og var uppistaða hans þorskur. Verðmæti aflans var 2.5 milljónir. Grenivík: Enginn afli barst að landi milli jóla og nýárs. Línubátar fóru á sjó eftir áramótin en smá- bátarnir bíða þess að veiðibanninu verði aflétt 15. janúar. í síðustu vikunni fyrir jól landaði línubátur- inn Núpur í tvígang, samtals 70.5 tn og smábátar komu með 2.1 tn að landi. Hrísey og Grímsey: Hvorki náðist samband við Hrísey né Grímsey til að leita aflafrétta nú í upphafi árs. Húsavík: „Hér var aflabók lokað 21. desember og síð- an hefur ekki komið uggi upp á land,“ sagði heimildamaður Fiski- frétta á Húsavík. Gert er ráð fyrir að bátar færu á sjó um leið og veð- ur leyfir. Þórshöfn: Leiðinlegt veð- ur hefur hamlað veiðum frá Þórs- höfn síðan fyrir jól og af þeim sök- um komust bátar ekki á sjó fyrstu daga nýja ársins. Raufarhöfn: Vegna veðurs hefur lítið sem ekk- ert verið róið frá Raufarhöfn síðan fyrir jól. Vonandi verður hægt að birta nákvæmar aflatölur þaðan í næsta blaði. Austfirðir Bakkafjörður: Enginn afli hefur borist að landi á Bakkafirði síðan fyrir jól. Veður hefur hamlað veið- um, svo og veiðibann smábáta. Vopnafjörður: Togarinn Eyvindur Vopni landaði 22.desember og kom þá með 22.4 tn að landi. Togarinn var síðan inni milli jóla og nýárs. Vegna brælu komst hann ekki út fyrr en 5. janúar. Bakka- gerði: Enginn afli hefur borist að landi á Bakkagerði síðan fyrir jól. Seyðisfjörður: Togarinn Otto Wathne seldi í Englandi um miðj- an mánuðinn, sigldi síðan til heimahafnar og lá þar yfir jól og áramót. Gullver landaði 20. des- ember 114.2 tn og lá við bryggju yfir jól og áramót. Báðir togararn- ir lögðu síðan úr höfn 2. janúar. Línubátar hafa ekkert getað róið vegna ógæfta og smábátar eru í veiðibanni. Neskaupsstaður: „Menn eru að hafa sig á sjó þessa daganna eftir að hafa átt góð jól í landi,“ sagði heimildamaður Fiski- frétta á Neskaupsstað. Togarinn Bjartur landaði llo tn 16. desem- ber og var aflinn blandaður; þorsk- ur, ufsi og karfi. Togarinn Barði landaði 21. desember og var hann með 97 tn. af blönduðum afla. Búist var við að nótaskipin færu á sjó um leið og veður gengi niður og bátarnir þann 15. þegar veiðibann- inu verður aflétt. Eskifjörður: Línubátar hafa ekkert róið síðan fyrir jól. Togarinn Hólmanes land- aði 16 desember eftir fjögra daga veiðiferð. Aflinn var 30.0 tn af þorski. Hólmanesið landaði að nýju 23. desember og var þá með 54.5 tn. Togarinn skrapp síðan út á milli jóla og nýárs og kom inn á gamlársdag með 34.6 tn. Hólma- tindur landaði 92.7 tn af þorski 21. desember og aftur kom togarinn að landi 31. desember og var þá með 44.3 tn. Reyðarfjörður: Snæ- fuglinn er í siglingu og kemur til með að selja afla sinn 14. janúar. Stöðvarfjörður: Álftafell landaði 52.0 tn 21. desember eftir að hafa verið sex daga á veiðum. Togarinn var í landi yfir jól og áramót, hann fór til veiða 3. janúar. Breiðdals- vík: Jólafrí, veiðibann smábáta og slæmt veður lögðust á eitt til að koma í veg fyrir sjósókn frá Breið- dalsvík síðustu vikur gamla ársins og fyrstu viku þess nýja. Djúpivog- ur: Togarinn Sunnutindur fór út að kvöldi annars dags jóla og kom inn aftur á gámlársdag með 31.0 tn, þar af voru 22.5 tn af þroski. Ann- ar afli barst ekki að landi milli jóla og nýárs og trillur verða í stoppi fram í miðjan janúar. Höfn: Tog- arinn Þórhallur Daníelsson fór á sjó að kvöldi annars dags jóla og kom með 51.5 tn að landi á gam- lársdag. Af aflanum voru 34.0 tn þorskur og 15.0 tn ýsa. Nú skal draga úr þorskveiðum Samkvæmt tillögum sjávarút- vegsráðherra sem til umfjöllunar voru samhliða frumvarpinu um fiskveiðistjórnun á Alþingi er gert ráð fyrir að þorskafli verði 345 þúsund tonn á árinu 1988 í stað rösklega 380 þús. tonna á nýliðnu ári. Samdrátturinn er því 35 þús. tonn. Ekki er endanlega frá þessu gengið en samkvæmt upplýsingum úr sjávarútvegsráðuneytinu hefur ekki komið til umræðu f sjávar- útvegsnefndum Alþingis að breyta þessum áformum. Á árinu 1988 er lagt til að úthlut- aður þorskkvóti verði 315 þúsund tonn en vegna sveigjanleika í sókn- armarkskerfinu (sem þó hefur verið takmarkaður mjög), leyfi- legra breytinga milli tegunda og óvissu um afla smábáta telur ráðu- neytið að aflinn geti í raun orðið 345 þús. tonn þegar upp verður staðið. Á árinu 1987 var úthlutaður þorskkvóti 330 þús. tonn en aflinn fór upp í 380 þús. tonn í raun. Eftirfarandi áform eru um leyfi- legan afla annarra tegunda á árinu 1988 (í sviga kvótinn á árinu 1987): Ýsa 65.000 tonn (60.000 tonn), ufsi 80.000 tonn (70.000 tonn), karfi 85.000 tonn (95.000 tonn), grálúða 30.000 (30.000 tonn).

x

Fiskifréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.