Fiskifréttir


Fiskifréttir - 08.01.1988, Qupperneq 4

Fiskifréttir - 08.01.1988, Qupperneq 4
föstudagur 8. janúar Oskum Fiskanesi h/f Grindavík til hamingju með nýja skipið og Kronborg-rækjuvinnslukerfið um borð. UMBOÐS- OG VÉLAVERSLUN VÉLORKA HF. SÍMI (91 >-621222 - TELEX: 2330 VELORK IS - TELEFAX: 354-1-621220 GRANDAGARÐI 3 - P.O. BOX 1298 -121 REYKJAVÍK, ICELAND Kronboig Falkevej 45, 9352 Dybvad, Danmark. Telefon 08-86 42 33. Telex 60383 kronbodk. Sunnutindur selur / Færeyjum — Það vannst ekki tími til að láta skipið sigla til Bretlands og því völdum við þann kostinn að selja aflann fyrir fast verð í Færeyjum. Við fengum ágætt verð og þetta var ekki nema 17 tíma sigling í stað þess að það er 30 tíma sigling á markað- ina í Reykjavík og Hafnarfirði. Þetta sagði Ingólfur Sveinsson, framkvæmdastjóri Búlandstinds hf. á Djúpavogi í samtali við Fiski- fréttir en það bar til tíðinda fyrir jól að skip þeirra Sunnutindur seldi afla í Færeyjum. Sunnutindur seldi alls 97 tonn af fiski í Færeyjum og fengust um átta krónur danskar fyrir kílóið af þorski og sex krónur danskar fyrir grálúðuna. Voru þetta 46.16 ísl. kr. og 34.62 ísl. kr. fyrir kílóið á gengi fyrir jól. Að sögn Ingólfs fór aflinn til tveggja kaupenda og buðu Færeyingarnir upp á ókeypis löndun og ókeypis ís ofan í kaupið. Hafði útgerðin reyndar enga þörf fyrir ísinn en að sögn Ingólfs mun- aði verulega um niðurfellingu löndunarkostnaðar. 311 þús. loðnutonn I árslok Fyrstu loðnuna á nýju ári fengu Sig- urður RE1400 tonn, sem veiddust norð- ur af Sléttu og Guðmundur Ólafur 450 tonn sem hann fékk vestur af Kolbeins- ey. Þeir tilkynntu loðnunefnd þennan afla aðfaranótt 6. janúar. Þegar loðnuflotinn hætti veiðum 17. desember sl., var heildaraflinn á vertíð- inni orðinn rúmar 311 þúsund lestir. Þá hafði Börkur NK landað mestu, 16456 lestum en hæsta löndunarhöfnin var Siglufjörður með 60470 lestir. Er Fiski- fréttir höfðu samband við Loðnunefnd nú um miðja vikuna, höfðu engin skip tilkynnt um afla nú eftir áramótin. Skipin voru þá mörg hver komin norður fyrir landið en erfiðlega gekk að finna loðnuna. Samkvæmt upplýsingum Loðnu- nefndar voru fimm hæstu löndunar- hafnirnar þessar í árslok: Siglufjörður 60470 lestir, Eskifjörður 35910 lestir, Neskaupsstaður 28750 lestir, Raufar- höfn 23830 lestir og Krossanes 21240 lestir. Aðrar hafnir voru með minna en 20 þúsund lestir. Aflahæsti báturinn á vertíðinni fram til áramóta, var sem fyrr segir Börkur NK með 16456 lestir en rétt er að taka það fram að forsendur fyrir afla ein- stakra báta voru mjög mismunandi. Sumir bátar lönduðu í heimahöfn t.d. í Vestmannaeyjum og lögðu á sig sólar- hringa siglingu á meðan aðrir sigldu til næstu hafnar á nokkrum klukkutímum. Skipin fóru einnig á stað á mismunandi tíma þannig að allur samanburður er erfiður. Hér verður þó getið þeirra skipa sem höfðu aflað meira en 10 þús- und lestir fyrir áramót: Börkur 16456 lestir, Jón Finnsson 15535 lestir, Skarðsvík 12936 lestir, Hrafn 12294 lestir, Jón Kjartansson 12214 lestir, Víkingur 12049 lestir, Hilmir 11021 lest, Guðrún Þorkelsdóttir 10449 lestir, Eldborg 10316 lestir og Örn 10119 lestir. Við áttum eftir að greina frá eftirtöld- um tilkynningum sem bárust Loðnu- nefnd fyrir hátíðarnar: Þriðjudagur 15. desember: Sjávar- borg 200. Miðvikudagur 16. desember: Víkur- berg 560, Keflvíkingur 540, Fífill 580, Börkur 1300, Eskfirðingur 570, Gull- berg 620, Höfrungur 920, Gígja 750, Erling 600, Bergur 120, Eldborg 1350. — Samtals 11 skip með 7910 lestir. Fimmtudagur 17. desember: Bjarni Ólafsson 700, Svanur 450, Gísli Árni 300, Grindvíkingur 500, Sjávarborg 380. — Alls fimm skip með 2330 lestir. BRUNABOÐI Aðvörunartæki fyrir báta HÁKON ÞH Óskum útgerð og áhöfn innilega til hamingju með nýja skipið. Þökkum viðskiptin. Ulstem, N-6065 Ulsteinvik, Norway Tel.: 47/70/10 050. Telex 42 342 Peilo TeknikkA/S SUBSIDIARIES: Ulstein (UK), Edinburgh, telex 72 73 83 Ulstein (Singapore), Smgapore. telex 24 484 Ulstein Maritime, Vancouver, telex 43 54 799 Ulstem Schiffstechmk, Hamburg. Teletex (17) 40 32 43 - ULSTEIN Ulstein Inc., New Orleans (USA) Ulstein Asia Ltd., Hong Kong, telex 73 022 norge Nett og traust tæki, sem skynjar eld, reyk og sjó.i Sölustaðir: Eldvamir hf sími91-65 16 75 Rafiðn sími 91-8 44 22 V

x

Fiskifréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.