Fiskifréttir


Fiskifréttir - 08.01.1988, Blaðsíða 8

Fiskifréttir - 08.01.1988, Blaðsíða 8
8 föstudagur 8. janúar Fiskimjölsiðnaðurinn: Tollamál Við hátíðleg tækifæri og þegar ráðamönnum þjóðarinnar ber svo við að horfa, ræða þeir um nýsköpun atvinnuveganna og að allt þurfi að gera til að við Islend- ingar getum staðið jafnfætis öðr- um þjóðum í tæknivæðingu. Við eigum í samkeppni á mörkuðum og fyrirtæki eru hvött til að búa sig sem best í þá baráttu með full- komnustu tækjum til að auka hagkvæmni og nýtingu. En hver er svo hin raunveru- lega merking þessara orða ráða- mannanna? Ganga þeir fyrir skjöldu og ryðja braut fyrirtækj- anna til betri afkomu með auk- inni tæknivæðingu? Svarið telja flestir vera að sjálfsögðu já. En því fer fjarri að svo sé. Við inn- göngu Islendinga í EFTA varð hinn svokallaði samkeppnisiðn- aður til, þ.e. stjórnvöld hétu því að íslenskur iðnaður, sem fram- leiddi vöru sem væri í samkeppni við vörur annarra EFTA-landa, skyldi búa við sömu starfsskilyrði og erlendu keppinautarnir og því njóta fríðinda í tollum og sölu- gjaldi af aðföngum sínum. Efndir stjórnvalda í þessu hafa verið vægast sagt dræmar. Það hefur einungis verið fyrir mikla og þrotlausa baráttu einstakra fyrir- tækja og samtaka eins og Félags ísl. iðnrekenda sem ávinningar hafa náðst og stjórnvöldum hefur verið þröngvað til að standa við gefin fyrirheit. Árið 1983 fékk Félag ísl. fisk- mjölsframleiðenda viðurkenn- ingu Fjármálaráðuneytisins á því að fiskmjölsiðnaðurinn væri samkeppnisiðnaður enda höfðu tollar af afurðum hans þ.e. fisk- mjöli og lýsi, verið felldir niður við inngöngu íslands í EFTA. Pá þegar hafði ráðuneytið útbúið lista yfir þau tollnúmer sem njóta skyldu „niðurfellingar og endur- greiðslu aðflutningsgjalda og/ eða sölugjalds" eins og sagði í auglýsingu ráðuneytisins. Þegar að viðurkenningu þess- ari fenginni hugðust fiskmjöls- framleiðendur njóta samkeppn- isaðstöðu sinnar, enda í harðri samkeppni á mjöl- og lýsismörk- uðunum. Hófu þeir að senda ráðuneytinu beiðnir um niður- fellingu gjalda á ýmsum þeim vörum sem þeir voru að flytja inn og áttu tvímælalaust rétt á að losna undan gjaldtöku skv. regl- unum um samkeppnisiðnað. Svör ráðuneytisins voru á einn veg. Auglýsing ráðuneytisins var tæmandi og ekki stóðu til breyt- ingar á henni. Fiskmjölsiðnaður- inn stóð því með ónýtt viður- kenningarblað í höndunum. Um óbilgirni ráðuneytisins Á miðju síðasta ári er einn fiskmjölsframleiðandi að flytja inn mjög dýra varahluti í fisk- kökupressu. Sendir hann ráðu- neytinu beiðni um niðurfellingu aðflutningsgjalda sem hann eigi rétt á. Svar ráðuneytisins var eins og að ofan er greint, að því við- bættu að verði gerðar breytingar á listanum um tollnúmer sem njóta niðurfellingar gjalda vegna samkeppnisiðnaðar muni beiðni framleiðandans tekin til nánari athugunar. I byrjun þessa árs er listi ráðuneytisins endurskoðað- ur og birtur í Stjórnartíðindum að vanda. Viti menn, inn á list- ann eru komin tollnúmer um varahluti í fiskkökupressu. Bar- áttan var þá ekki til einskis. Því miður hirti ráðuneytið ekki um að láta framleiðandann vita um FRYSTITÆKI í HÆSTA GÆÐAFLOKKI O Sjálfhleðslutæki O Láréttir frystar O Lóðréttir frystar O Sambyggð tæki Sjálfhleðslutæki - Bylting í frystingu - meka SKEMMUVEGI 8 200 KÓPAVOGI SÍMI72244 einkaumboð fyrir stal/samifi á íslandi Fiskifréttir—áskríft 91-82300 JAM VINNSLA um bord Rækjusjódari Breidd 1500 mm Lengd 1300 mm Flæd 1700 mm Afköst 300 kg/klst (25 kg i skammti) HitacJur med raf- magni eda olíu. Skapid meiri verdmæti, sjódid um bord. Til uppsetningar eftir sjódara bjódum vid kælifæriband, lausfrysti og pökunaradstödu. Fyrir sjódara, bjódum vid stærdarflokkara og naudsynleg færibönd. Vid bjódum einnig heildar rækjuvinnslulínur, og setjum þær upp um bord. Maskinfabriken JAM A/S Alsvej 2 • DK-5800 Nyborg Denmark Telf. 09 31 16 17 • Telex 50 471 Telefax: 09 31 23 25 / / / / 2.7 afgreiðslu þess á máli hans og hann hafði sjálfur í öðru að snúast á háloðnuvertíð en að lesa Stjórnartíðindi. Því leið sá frest- ur sem framleiðandinn hafði tii að krefjast endurgreiðslu gjald- anna og nú stendur ráðuneytið á því að neita honum um endur- greiðslu gjaldanna. Tæknivæðing fískmjölsiðnaðarins Til að mæta aukinni sam- keppni á erlendum mörkuðum er nauðsynlegt fyrir íslenskan fisk- mjölsiðnað að tæknivæðast. Aukin sjálfvirkni með stjórnun flestra þátta framleiðslunnar frá stjórnstöð sem ávailt sér fyrir- bestri nýtingu á hráefni og að af- urðir séu í bestu hugsanlegu ástandi miðað við það hráefni sem berst að, er tvímælalaust það sem verður að koma til í verk- smiðjunum. Fiskmjöls- og lýsisframleiðsla er mjög flókinn efnaferill. Til að búa sem best að þessari fram- leiðslu eru vinnslukerfin byggð upp að stórum hluta úr ryðfríum einingum þar sem á ferðinni eru ýmis efni sem valda tæringu. Þessum kerfum er síðan stjórnað með lokum frá stjórnstöð. Þessir lokar eru byggðir upp þannig að í þeim er ryðfrítt spjald á ryðfríum spindli. Til að þétta á móti spjaldinu er svo gúmí sem þolir þær kemisku blöndur sem um lagnirnar fara. Venjulegur málmur þolir ekki þessi efni. Nú er það spurningin og um það greinir okkur á við tollyfirvöld, er loki eins og að ofan er nefndur ryðfrír eða ekki? Hvort er það vinnsluþáttur lokans eða efnið sem steypt er utan um hann, í þessu tilfelli steypujárn, sem á að ráða flokkun lokans í tollskrá? Hér er um verulegan mun að ræða. Ryðfrír loki er gjaldalaus við innflutning meðan steypu- járnslokinn ber 35% toll, 24% vörugjald og 27,5% sölugjald. Nýlega flutti fiskmjölsverk- smiðja inn einn slíkan loka til prufu. Tollyfirvöld voruófáanleg til að setja þennan loka í tollflokk ryðfrírra loka. settu hann í stað- inn í flokk steypujárns loka. Á þennan hátt varð innflytjandi að greiða tæp 70% í gjöld ofan á innflutningsverð lokans. Þetta er hin raunverulega hvatning sem við fáum í viðleitni til framfara frá þeim sem um stjórnvölinn halda á þessari þjóðarskútu okk- ar. Um þessi áramót eru að eiga sér stað breytingar á tollum og vörugjöldum, þannig að segja má að stjórnvöld séu nú loks að taka við sér hvað þetta áhrærir. Hins vegar hafa fiskmjölsfram- leiðendur ekki ennþá fullvissu fyrir því að fjármálaráðuneytið hafi gert þeim jafnhátt undir höfði og öðrum samkeppnisiðn- aði í landinu. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags íslenskra fiskmjölsframleiðenda.

x

Fiskifréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.