Fiskifréttir


Fiskifréttir - 08.01.1988, Blaðsíða 9

Fiskifréttir - 08.01.1988, Blaðsíða 9
föstudagur 8. janúar 9 Metsölur í Það verður vart annað sagt en að nýja árið heilsi vel, hvað varðar fersk- fisksölur erlendis. f Þýskalandi fékk Viðey hæsta meðalverð í íslenskum krónum talið fyrir afla sem seldur var sl. mánudag og í Hretlandi lék Hoffellið frá Fáskrúðsfirði sama leikinn. Meðal- verð á kfló hjá Hoffellinu var hvorki meira né minna en 97.60 krónur! Þess má geta að aflinn úr Hoffellinu, alls 166 tonn, var seldur á tveimur dögum og þar af voru 59 tonn seld sl. þriöjudag. Meðalverðið þá var 112.59 kr. fyrir kflóið! Talsvert var um landanir íslenskra fiskiskipa í Bretlandi og Þýskalandi dagana fyrir jól. Við áttum eftir að greina frá sölu Happasæls í Hull 15. des- ember en hann seldi alls 76 tonn fyrir 4.5 millj. króna. Meðalverð á kíló var 59.34 krónur. Daginn eftir voru tvær sölur í Bretlandi. Sólborg seldi 46 tonn í Hull fyrir 3 millj. króna og var meðal- verð á kíló 66.99 og Guðmundur Krist- inn seldi í Grimsby, 81 tonn fyrir 5.1 millj. króna. Meðalverð á kíló hjá Guð- mundi Kristni var 62.18 kr. Tvær sölur vorueinnigíBretlandi 17. desember, er Albert Ólafsson seldi í Grimsby og Kambaröst í Hull. Albert Ólafsson seldi alls 50 tonn fyrir 2.9 millj. króna og fékk 58.62 kr. að jafnaði fyrir kílóið. Kambaröst seldi 123 tonn fyrir 8.6 millj. króna og fékk 70.25 kr. að jafnaði fyrir kílóið. Afli Kambarastarinnar var aðal- lega þorskur og ýsa. Það voru einnig tvær sölur í Bretlandi 18. desember, Akurey og Otto Wathne. Akurey seldi 48 tonn í Hull fyrir 3.4 millj. króna og fékk 70.43 kr. að jafnaði fyrir hvert kíló, en aflinn var þorskur, ýsa og koli. Otto Wathne seldi 67 tonn í Grimsby fyrir 3.8 millj. króna og var meðalverð- ið aðeins 57.03 kr. Loks má nefna tvær sölur 21. desember, Vöttur seldi 77.5 tonn í Hull fyrir 4.6 millj. króna (með- alverð 59.88 kr./kg.) og Þorri seldi 78 tonn f Grimsby fyrir 4.8 millj. króna (meðalverð 61.71 kr./kg.). í Þýskalandi seldi Þorlákur ÁR í Cuxhaven 16. desember og er þetta fyrsta sala íslensks fiskiskips í þeirri höfn frá því sl. vetur eða vor. Þorlákur seldi 109 tonn fyrir 5.5 millj. króna og var meðalverðið 50.38 kr. fyrir kílóið, svo vart er hægt að segja að Cuxhaven hafi verðlaunað Þorlák fyrir framtakið. Reyndar voru 12 tonn af smáum ufsa í aflanum og varð það til þess að lækka verðið. Breki seldi svo í Bremerhaven 17. og 18. desember, alls 212 tonn af fiski, aðallega karfa, fyrir 10.6 millj. króna. Meðalverð á kíló var 50.06 kr. eða heldur lakara en í Cuxhaven. Þá seldi Ögri 28. og 29. desember og var það síðasta sala íslensks fiskiskips er- lendis á árinu. Ögri seldi 229 tonn fyrir 15.2 millj. króna og fékk ágætt meðal- verð eða 66.24 kr. fyrir kílóið. Verðsprenging í upphafi árs Segja má að það hafi verið togarinn Viðey sem reið á vaðið varðandi met- sölur nú í upphafi ársins. Viðey seldi 165 tonn í Bremerhaven 4. janúar og fékk 12.6 millj. króna fyrir vikið. Með- alverð var 76.63 kr. fyrir kílóið og er það hið hæsta í íslenskum krónum talið frá upphafi. í Bretlandi var Hoffellið svo á ferð- inni4. og5. janúar ogseldi alls 166 tonn fyrir 16.2 millj. króna. Meðalverð fyrir aflann var 97.60 kr. á kílóið og er það metverð í krónum á kíló. Má reyndar segja að gamla metið sem Otto Wathne átti hafi verið rækilega slegið því það var 88.55 kr. fyrir kílóið. Auk þess að ná hæsta meðalverði, náði Hoffellið mjög góðri heildarsölu og þau eru ekki mörg skipin sem gert hafa betur. Met Viðeyjar 17.340.000 krónur stendur þó enn óhaggað. ársbyrjun Lakara í gámunum Hið góða verð sem skipin hafa fengið að undanförnu, hefur ekki endurspegl- ast ígámasölunum og t.a.m. var meðal- verð á gámafiski ekki nema 63.86 kr. sl. mánudag (þorskurinn á 62.43 kr.). Alls voru seld 155 tonn umræddan mánudag fyrir 9.9 millj. króna. Þar af voru 100 tonn af þorski, 12.5 tonn af ýsu og 24 tonn af kola. Var meðalverð fyrir ýsu 75.73 kr. og 76.23 kr. fyrir kolann. I vikunni fyrir áramót, voru seld 147 tonn af íslenskum gámafiski á tveimur dögum, 29. og 30 desember. Fyrir þetta magn fengust 9.4 millj. króna eða 63.88 kr. aðjafnaði fyrirkílóið. Allsvoruseld 83 tonn af þorski — meðalverð 61.74 kr./kg.; 22 tonn af ýsu — 85.98 kr./kg. og 21 tonn af kola á 69.86 kr. hvert kíló. Sæmundur semur um nýtt skip Sæmundur Árelíusson frá Siglu- fírði hefur gert bráðabirgðasamn- ing við skipasmíðastöðina Lunde Varv och Verkstads AB í Svíþjóð um smíði á skipi í stað Þorláks helga SI. Skipið verður systurskip nýja skipsins, sem er í smíðum í stöð- inni fyrir Norðurtangann hf. á ísa- firði, — 34.5 m langt og 8 m breitt. Þetta er fjórði smíðasamningurinn sem þessi sænska stöð gerir við Is- lendinga. SKÚMUR GK Óskum sjómönnum og útgerö Fiskaness til hamingju meö nýja skipið og þökkum gott samstarf. Umboðsaðili fyrir Lunde Varv á íslandi. O ÍSCO hí. SÍÐUMÚLI 37, P.O. BOX 8909, 128 REYKJAVÍK SÍMI 91-688210, TELEX: 3069 IS IS LundeVarv och Verkstads AB HÁKON ÞH Óskum Gjögri hf. innilega til hamingju með nýja skipið. Skipsteknisk A/S hannaði — áætlaði, og hafði eftirlit með smíði skipsins. SKIPSTEKNISK AS CONSULTING NAVAL ARCHITECTS AND MARINE ENGINEERS Vasshauggata 21, P.O Box 354, N-6001 Álesund Tel.;+47 71 24 658. Telefax: +47 71 28 730 Telex: 40 213 ship n

x

Fiskifréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.