Fiskifréttir


Fiskifréttir - 08.01.1988, Blaðsíða 10

Fiskifréttir - 08.01.1988, Blaðsíða 10
10 föstudagur 8. janúar Nýsmíði HÁKON ÞH Glæsilegt nóta- og togveiði- skip með frystingu um borð Rétt fyrir hátíðarnar kom hið nýja og glæsilega nótaskip og frystitogari, Hákon ÞH til landsins. Skipið sem er systurskip Péturs Jónssonar RE, var smíðað hjá Ulstein - skipasmíðastöðinni í Noregi og kemur það í stað samnefnds nótaveiðiskips sem nýverið var selt til Chile. Skipið er nú farið á loðnuveiðar en þegar þetta er ritað er óvissa um aðrar veiðiheimildir. Hákon í prufusiglingu í Noregi. Togað undir brúna Hákon ÞH er 205. skipið sem Ulstein - fyrirtækið smíðar og er það sérhannað með þarfir útgerð- arinnar í huga af Skipsteknisk a/s og Ulstein. Hákon er 57.45 metrar á lengd og lengd milli lóðlína er 49 metrar. Breidd er 12.5 metrar og dýpt að aðalþilfari er 5.25 metrar. Vegna nótaveiðanna hefur orðið að útbúa togþilfarið þannig að brúnni hefur verið lyft, líkt og gert er á mörgum minni togskipunum til þess að ná nægilegri lengd. Vegna þessa fyrirkomulags er mjög auðvelt að skipta yfir á aðrar veiðar og sjálfar lestarnar sem eru rúmir 400 rúmmetrar að stærð eru hannaðar þannig að fljótlegt er að skipta frá loðnuveiðum og yfir á Brúin er mjög rúmgóð og hlaðin öllum nýjustu og fullkomnustu siglingar- og fiskileitartækjum. Myndir Grímur. Plötufrystarnir (t.h.) og þvottakar fyrir grálúðu (t.v.). Vinnslurýmið er mjög stórt á íslenskan mæli- kvarða og þar er m.a. fullkomin rækjuverksmiðja. A myndinni hér að neðan sjást vinnslurásirnar og í bakgrunni fyrir miðri mynd er önnur rækjuflokkunarvélin. rækju- eða bolfiskveiðar með til- heyrandi frystingu. Með þessu lestarrými á Hákon að geta borið því sem næst 1300 tonn af loðnu. Hákon ÞH er óneitanlega eitt allra glæsilegasta skip íslenska flot- ans og er talið að slíkt skip þurfi að veiða fyrir a.m.k. 200 milljónir króna á ári til þess að standa undir sér. Skipið er hvort tveggja útbúið til veiða á loðnu og veiða á bolfiski og rækju. Nótavindan er mjög kraftmikil en auk þess er hægt að hafa tvo troll undirslegin er skipið er á togveiðum. Hákon er þriðja loðnuskipið sem sérstaklega er smíðað til veiða á rækju og van- nýttum tegundum, en hin eru Jón Finnsson RE og Pétur Jónsson Aðalvélin — 3000 hestafla Bergen Diesel. HÁKON Á þessari mynd sést hvernig togþilfarið liggur undir brúna. Fremst á mvndinni er loðnuskiljan en Hákon ÞH er nú kominn á loðnumiðin.

x

Fiskifréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.