Fiskifréttir


Fiskifréttir - 08.01.1988, Qupperneq 11

Fiskifréttir - 08.01.1988, Qupperneq 11
föstudagur 8. janúar 11 Fréttir lll Samið um smíði sex skipa i Portúgal: Tvö til Hríseyjar og fjögur til Hafnar RE. Óvíst er hve stóran rækju- kvóta þessi skip fá en fyrirhugað er að úthluta rækjukvóta í samræmi við aflaviðmiðun undanfarinna ára. Vélar og tæki Svo vikið sé nánar að tækjum og tólum um borð í Hákoni ÞH, þá má nefna að skipið er knúið 3000 hestafla Bergen Diesel - BRM 6 aðalvél (2205 kw - við 750 snún- inga á mínútu) en hjálparvélar eru tvær af gerðinni Cummins, 400 kwa hvor. Rafalar eru af gerðinni Leroy Somer og framleiðir öxul- rafallinn 1500 kwa við 1500 snún- inga á mínútu. Gír og skrúfubún- aður, þar með talinn skrúfuhring- ur, er frá Ulstein en þess má geta að skrúfan er 3.3 metrar í þvermál. Sérstakur stöðuleikabúnaður er einnig í skipinu og er hann fram- leiddur hjá Ulstein. Öflugur vindubúnaður Allur vindubúnaður um borð í Hákoni ÞH er frá Norwinch ef nótavindan, sem er af Triplex- gerð er undanskilin. Togvindurnar eru tvær og er hvor um sig 30.5 tonna. Grandaravindur eru fjórar, hver 9.7 tonna en gilsavindur tvær jafn stórar. Þilfarskranar eru frá Hydralift, 1.5 tonna og 2.5 tonna. Fiskidæla er frá Rapp. Af öðrum búnaði má nefna Atlas og JRC - radara og berg- málsmæla, JRC - plotter, Kaijo Denki - sónar, Koden miðunar- stöð og 2 Raynav Loran C - tæki. Gyró - kompás og sjálfstýring er frá Robertson og talstöðvar frá Sailor. Aflamælar eru frá Scan- mar. Verksmiðjan Rækjuverksmiðjan um borð í Hákoni er frá Carnitech og líkt og um borð í Pétri Jónssyni RE, eru tvær rækjuflokkunarvélar um borð. Auk venjulegrar fram- leiðslulínu fyrir rækju er sérstök „Japanslína" í verksmiðjunni í rúmgóðu vinnslurýminu. Vogir eru þrjár talsins og eru þær frá POLS. Frystitækin samanstanda af lausfrysti og plötufrystum og er lausfrystirinn sem fryst getur 15 tonn af rækju á sólarhring, afrakst- ur samvinnu Carnitech og Kværn- er Kulde. Það er svo síðarnefnda fyrirtækið sem á heiðurinn af plötufrystunum en í þeim er hægt að frysta samtals 15.2 tonn af rækju á sólarhring. Heildarfrystigetan er því rúm 30 tonn á sólarhring. Rúmmál frystilesta er um 400 rúm- metrar og eru þær sérstaklega út- búnar til þess að taka við loðnu þegar ekki er verið að veiða rækju eða bolfisk. Skipstjóri á Hákoni PH er Odd- geir Jóhannsson frá Grenivík, 1. stýrimaður er Hinrik Hringsson og yfirvélstjóri er Sigurður Þorláks- son. I skipinu eru íbúðir fyrir 23 skipverja í fimm eins manns klef- um og níu tveggja manna klefum. Öll aðstaða fyrir áhöfn er eins og best verður á kosið, rúmgóð og vistleg setustofa auk mjög góðrar hreinlætisaðstöðu. Samningar hafa tekist um smíði sex skipa fyrir Islendinga í Portúg- al. Skipin verða u.þ.b. 160 brúttó- rúmlestir og er verð þeirra um 163 milljónir króna. Fjögur skipanna fara til útgerðarfyrirtækja á Höfn í Hornafirði en tvö skip fara til Borgar hf. í Hrísey. Þetta mál hefur átt sér nokkurn aðdraganda en íslenska fyrirtækið Nidana hf. hefur haft milligöngu um kaupin, enda umboðsaðili portúgölsku skipasmíðastöðvar- innar hér á landi. Samið hefur verið um það að Ráðgarður hf. muni hanna skipin og sjá um allar verklýsingar en Ráðgarður sá jafn- framt um samningsgerðina fyrir hönd íslensku kaupendanna. Fyrirtækin sem samið hafa um kaup á skipum í Portúgal eru þessi: Borgey hf., Auðunn hf., Þinganes hf. og Einir hf. á Höfn í Hornafirði og Borg hf. í Hrísey sem fest hefur kaup á tveimur skipum. Fiskifrétt- ir hafa áður greint frá áhuga Ferskfiskútflutningur frá ís- landi til Bretlands jókst um 10% að magni til á síðasta ári ef miðað er við árið 1986. A sama tíma dróst ferskfiskútflutningur til Þýska- lands saman um 5%. Verðmæta- aukningin á Bretlandsmarkaði varð 22% í ísl. krónum talið en 16% ef miðað er við ensk sterlings- pund. I Þýskalandi varð verð- mætaaukningin 10% í ísl. krónum talið en 8% samdráttur ef miðað er við þýsk mörk. Þetta eru helstu niðurstöður sem lesa má út úr skýrslu LIU um ferskfiskútflutninginn á sl. ári. Alls voru flutt út rúm 88 þúsund tonn af ferskum fiski með skipum og gámum til helstu viðskiptalanda okkar á þessu sviði, Bretlands og V- Þýskalands á sl. ári og er það 5% aukning þegar á heildina er litið. Auk þess var flutt út nokkuð magn til annara landa. Ef litið er á Bretland þá voru flutt þangað rúmlega 61 þúsund tonn á sl. ári að verðmæti rúmir 3.7 milljarðar ísl. króna. Meðalverð á kíló ef miðað er við allar tegundir, var 61.09 kr. og er það 12% hækk- un í krónum talið frá árinu á und- an. Alls voru flutt út rúmlega 36 þúsund tonn af þorski á þennan markað og var meðalverð á kíló, 60.27 kr. Meðalverð á ýsu var 69.44 kr. og 66.02 kr. á kola. Er verðhækkunin á ýsunni 25% og 35% á kolanum, þrátt fyrir tals- verða magnaukningu. Alls voru flutt tæplega 43 þúsund tonn af fiski með gámum til Bretlands á árinu en rúm 18 þúsund tonn með Hornfirðinga en útgerðarfyrirtæk- ið í Hrísey bættist síðar í hópinn. Það gerir nú út tvö skip, Eyborg fiskiskipum. Meðalverð á kíló úr gámum er 61.34 kr. en 59.32 kr. úr skipum. Til Þýskalands voru alls flutt tæplega 27 þúsund tonn af íslensk- um ferskfiski á árinu og er það e.t.v. meira en hægt var að búast við eftir „ormafárið" margfræga. Verðmæti útflutningsins nam rúm- Nokkur eftirvænting ríkir nú í upphafi vetrarvertíðar um það hvort helstu fiskvinnslufyrirtækin á Suðurnesjum fari með fisk af bát- um sínum inn á fiskmarkaðina eða semji beint við sjómenn um verð- lagningu. Að minnsta kosti eitt stórt útgerðar- og fiskvinnslufyrir- tæki í Grindavík, Þorbjörn hf., hefur ákveðið að setja allan fisk af bátum sínum inn á markað í jan- úarmánuði til reynslu. Eiríkur Tómasson hjá Þorbirni hf. staðfesti þetta í samtali við Fiskifréttir og sagði að þetta hefði verið niðurstaðan af viðræðum fyrirtækisins við sjómenn á bátum þess, en Þorbjörn hf. gerir út fimm báta. „Við erum fyrst og fremst spenntir að sjá hvort þessi nýjung leiði til bættra samskipta og að við fáum betri fisk til vinnslu, auk þess sem markaðurinn veitir okkur greiðslutryggingu fyrir þann fisk sem við seljum öðrum“, sagði Eiríkur og bætti við: „Ef menn EA og ísborg EA, 148 og 55 tonna skip. Öll Hornafjarðarskipin verða útbúin til alhliða veiða, þ.e. um 1.3 milljarði ísl. króna. Meðal- verð á kíló í ísl. krónum var 50.06 kr. og er það 9% hækkun frá árinu á undan. Helsta tegundin, karfi, seldist fyrir 50.79 kr. að jafnaði hvert kíló og er það 10% hækkun. Aðrar tegundir vega minna en þó er rétt að benda á að meðalverð á ufsa var 49.11 kr. og er það 15% þora ekki að takast á við nýjungar verður engin framþróun“. Ekki er ljóst ennþá, hvort önnur stór fiskvinnslufyrirtæki í Grinda- vík gera slíkt hið sama. Björgvin Ekki skortir áhuga síldarsalt- enda og útgerðarmanna á því að sækja og salta sfldina sem leyft verður að veiða vegna síðbúinna óska Sovétmanna um 30 þúsund tunnur af sfld til viðbótar við áður- gerðar pantanir. Að sögn Síldar- útvegsnefndar hafði 21 síldarsalt- andi á Austfjörðum af þeim 24 sem söltuðu á haustvertíðinni lýst áhuga á að taka þátt í þessu verk- efni. Ennfremur stóð til að kanna nú í vikunni síld við Eldey í því skyni að salta hana í Grindavík, en þegar þetta er skrifað er ekki vitað hvort af þessu verður. Sjávarútvegsráðuneytið hefur á línu-, neta-, tog- og nótaveiðar en ekki er frágengið með útbúnað Hríseyjarskipanna tveggja. hækkun frá fyrra ári. „Ormafárið“ umrædda virðist aðallega hafa bitnað á gámaútflutningnum því hann dregst verulega saman á meðan skipin halda sínum hlut. Aðeins rúm 9 þúsund tonn voru flutt út með gámum og er gáma- fiskurinn um 12% verðminni en skipafiskurinn. Gunnarsson hjá Fiskanesi hf. sagði í samtali við Fiskifréttir, að ekki hefði verið mótuð stefna í málinu ennþá, enda veiðar rétt að hefjast eftir áramótin. veitt 14 bátum leyfi til síldveiða nú í janúar og tóku leyfin gildi kl. 18 hinn 5. janúar. Þessir bátar eru: Akurey SF, Heiðrún EA, Björg Jónsdóttir ÞH, Steinunn SF, Þorri SU, Sæljón SU, Vísir SF, Sigurður Ólafsson SF, Geir goði GK, Sig- þór ÞH, Vonin KE, Haukafell SF, Arney KE og Sif SH. Bátarnir fá 400 tonn hver og eru tveir þriðju af því dregnir frá væntanlegum kvóta sömu báta á haustvertíðinni 1988. Samkvæmt upplýsingum að austan hefur orðið vart síldar í Reyðar- firði og víðar á Austfjörðum og telja menn að ekki verði erfiðleik- ar að ná þeirri sfld sem má veiða. Ferskfiskútflutningur 1987: Meðalverð hækkaði um 12% í Bretlandi — en if#ti 9% í Þýskalandi ef miðað er við ísl. krónur Þorbjörn hf. setur allan sinn fisk á markað Mikill áhugi á síldinni L

x

Fiskifréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.