Þjóðmál - 01.06.2017, Blaðsíða 49

Þjóðmál - 01.06.2017, Blaðsíða 49
ÞJÓÐMÁL sumarhefti 2017 47 *** Embættismaðurinn kemst upp með hluti sem enginn annar kemst upp með. Það er til dæmis óhugnanlegt að lesa bók Björns Jóns Bragasonar, Gjaldeyriseftirlitið, sem kom út í fyrra. Í bókinni er rakið hvernig Seðlabankinn og starfsmenn hans fóru offari við rannsókn meintra brota á gjaldeyrislögum. Í bókinni eru rakin þrjú mál sem öll eru Seðlabankan- um til skammar; Aserta-málið, Samherja- málið og hið svokallaða Ursus-mál. Þessi mál eru þekkt og því gerist ekki þörf á að rekja þau nánar hér. Þó er rétt að halda til haga að í Aserta-málinu voru allir sakborningar sýknaðir og í Samherja- og Ursus-málinu var ekki gefin út ein einasta ákæra eða sekt. Með öðrum orðum hafði enginn af þeim einstak- lingum sem embættismenn Seðlabankans rannsökuðu orðið uppvísir að nokkru saknæmu. Þeir sitja þó allir uppi með skert mannorð, háa lögfræðireikninga og glataðan tíma sem ekki fæst endurheimtur. Þessi mál hafa þó engin áhrif haft á embættis- menn og starfsmenn Seðlabankans. Þrátt fyrir að hafa farið offari gegn einstaklingum í krafti stöðu sinnar sitja þeir enn og geta allt eins byrjað næstu herferð á morgun ef þeim sýnist svo. Gjaldeyriseftirlitið er enn starfandi þó búið sé að afnema gjaldeyrishöftin! *** Embættismaðurinn passar líka upp á aðra embættismenn. Í hrunmálunum svokölluðu komu upp tilvik þar sem embætti sérstaks saksóknara hafði hlerað samtöl sakborninga og lögmanna. Trúnaðarsamband sakborn- inga og lögmanna á að heita heilagt og það er með öllu óheimilt að hlera slík samtöl. Þá skiptir engu fyrir hvaða brot sakborningur sætir rannsókn eða ákæru. Það er algjört grundvallaratriði í réttarríkinu að menn geti átt trúnaðarsamtöl við lögmann sinn. Embætti sérstaks saksóknara hefur hlerað samtöl sakborninga og lögmanna þeirra. Þannig er búið að rjúfa þá grundvallarreglu í réttarríkinu að sakborningar geti átt trúnaðarsamtöl við lögmenn sína. Bæði ríkissaksóknari og dómarar við Hæstarétt telja þetta í lagi, bara svo lengi sem það sem fram kemur í samtölunum er ekki nýtt gegn viðkomandi með beinum hætti í réttarsal.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.