Þjóðmál - 01.06.2020, Blaðsíða 11

Þjóðmál - 01.06.2020, Blaðsíða 11
ÞJÓÐMÁL Sumar 2020 9 IV. Undanfarnir mánuðir hafa verið undarlegir vegna COVID-19-faraldursins. Hann hefur sett íslenskt efnahags- og atvinnulíf úr skorðum. Spáð er að samdrátturinn vegna faraldursins nemi 8% í vergri landsframleiðslu á þessu ári og atvinnuleysi fari í 11%. Þetta er meiri sam- dráttur og meira atvinnuleysi en varð í kjölfar bankahrunsins 2008. Í skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) í París frá júní 2020 um efnahags horfur aðildarríkja er spáð meiri efnahags legum samdrætti fram til loka næsta árs á Íslandi en í nokkru öðru OECD-ríki. Ríkislögreglustjórinn og sóttvarnalæknir lýstu 6. mars 2020 neyðarstigi almannavarna vegna COVID-19. Ákvörðunin studdist við lög um almannavarnir og sóttvarnalög. Við allar aðgerðir í heilbrigðismálum fóru stjórnvöld að ráðum sóttvarnalæknis, Þórólfs Guðnasonar. Almannavarnadeild Ríkislögreglu- stjóra sá um framkvæmd aðgerða, meðal annars með sérstöku rakninga teymi til að finna þá sem áttu samskipti við smitbera. Kom Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn fram fyrir hönd almannavarna. Alma Möller land- læknir tók einnig þátt í daglegu kynningar- fundunum fyrir hönd heilbrigðiskerfisins. Ríkisstjórnin samþykkti 10. mars 2020 aðgerðir vegna beinna áhrifa COVID-19 faraldursins á atvinnulíf og stöðu ríkissjóðs. Minnt var á að geta þjóðarbúsins til að takast á við vandann væri góð, þó væri hagkerfið berskjaldað fyrir ytri áhrifum. Þegar mætti merkja áhrif faraldursins í efnahagslífinu. Í tilkynningu ríkisstjórnarinnar sagði: „Markviss og traust viðbrögð skipta sköpum við aðstæður sem þessar. Til að verja íslenskt efnahagslíf mun ríkisstjórnin beita sér fyrir eftirfarandi aðgerðum: • Fyrirtækjum sem lenda í tímabundnum rekstrarörðugleikum vegna tekjufalls verði veitt svigrúm, t.d. með lengri fresti til að standa skil á sköttum og opinberum gjöldum. • Skoðað verði að fella tímabundið niður tekjuöflun sem er íþyngjandi fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu, t.d. gistináttaskatt sem verður afnuminn tímabundið. • Markaðsátaki verður hleypt af stokkunum erlendis þegar aðstæður skapast til þess að kynna Ísland sem áfangastað, auk átaks til að hvetja til ferðalaga Íslendinga innanlands. • Gripið verði til ráðstafana sem örvað geta einkaneyslu og eftirspurn, t.d. með skatta- eða stuðningskerfum. • Aukinn kraftur verði settur í framkvæmdir á vegum opinberra aðila á yfirstandandi ári og þeim næstu. • Efnt verði til virks samráðs milli stjórnvalda og samtaka fjármálafyrirtækja um viðbrögð þeirra við fyrirsjáanlegum lausafjár- og greiðslu örðugleikum fyrirtækja í ferða- þjónustu. • Innstæður ÍL-sjóðs í Seðlabankanum verði fluttar á innlánsreikninga í bönkum til að styðja við svigrúm banka og lánardrottna til að veita viðskiptamönnum sínum lánafyrir- greiðslu. Unnið var markvisst að framkvæmd þessara áforma og tókst að milda höggið vegna veirunnar á afkomu fólks og fyrirtækja og stuðla að því að hjólin gætu farið að snúast að nýju strax og aðstæður breyttust. Tilkynnt var miðvikudaginn 20. maí að neyðarstiginu yrði aflétt mánudaginn 25. maí, það gilti því í tvo mánuði og 19 daga. Frá einum af upplýsingafundum almanna varnadeildar RLS. Víðir Reynisson yfirlögreglu þjónn, Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Alma D. Möller landlæknir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.